Símablaðið - 01.01.1950, Síða 20
16
SÍMABLAÐIÐ
Charles McCormick hefur óbilandi trú á,
að „fjölstjórn“ geti leyst erfiðustu vanda-
mál á milli atvinnuveitenda og launþega.
Hann heldur því fram, að starfsfólkið eigi
ekki aðeins að fylgjast með og vita um hag
fyrirtækisins, heldur eigi það einnig að hafa
tillögurétt um stjórn þess, og að því beri
laun í samræmi við tekjuafgang þann, sem
það hefur átt sinn þátt í að skapa með
dugnaði sínum og hugvitssemi. Keppa beri
að því að launþegarnir geri sér Ijóst að hag-
ur fyrirtækisins er þeirra hagur, og að þeir
í staðinn hljóti verðskuldaðan hluta hagn-
aðarins.
APPENDIX.
Þórhallur er að þýða grein,
þýða grein úr dönsku.
Leikur á kostum listin hrein
líkt eins og væri úr spönsku.
Þórhallur er að þýða grein,
þýða grein úr dönsku.
Efni hennar er ekki þekkt
á Islandi, því er miður.
Þar einræði finnst í fullri mekt
sem er forn og glænýr siður.
Efni hennar er ekki þekkt
á íslandi, því er miður:
Fyrirtækið er „fallit“ senn,
er framsýni og vizka þrjóta.
En því að stjórna þurfa menn
sem þrákelkni vanans brjóta.
Því fyrirtækið er „fallit“ senn,
er framsýni og vizka þrjóta.
Sá gamli var stöðugt að lækka laun,
hans leið var: alltaf að spara.
Óánægja óx og raun
og allir voru að fara.
Því sá gamli var stöðugt að lækka laun,
hans leið var: alltaf að spara.
En efling þess hófst fyrst upp frá því
að allir hættu að spara.
Hækkuð laun og lengd voru frí,
þá leið var nú reynt að fara.
Og efling þess hófst fyrst upp frá þvi
að allir hættu að spara.
Minningar
línumans.
Loksins vorum við þá komnir upp á
fjallsbrúnina, kófsveittir í brennandi sól-
skini, föstudaginn 18. sept. 1920. Við
þeyttum af okkur stauraskóm, talíu og vír-
hönkum og tylltum okkur á sólbakaðan grá-
mosann.
Svalur sunnan andvari þerraði brátt svit-
ann af andlitum okkar og veitti okkur hress-
andi svala í blóðið, sem brann af áfengis-
þorsta. Já, við höfðum nefnilega „lent á
því“ kvöldinu áður, af því okkur fannst
við verða að gera okkur svolítinn dagamun,
þegar við komum í kaupstað. Ómögulegt
reyndist að fá áfengi á Skutulseyri um þess-
ar mundir, enda vínbann um allt land og
allir áfengissmyglarar í höfuðstaðnum. Ein-
um okkar datt i hug að leita á náðir Þór-
halls stöðvarstjóra og kom betlarinn þaðan
aftur með vel útilátna hálfflösku af brenni-
víni og var það aleiga hans. Þessi hálf-
flaska hefði nú ekki orkað svo afgerandi
á heilsufar okkar eins og raun varð á, ef
við hefðum ekki verið svo „heppnir“ að
finna litla sölubúð sem seldi Kínalífselexir
og kökudropa. Já, þeir sem vildu gleðja sig
í bakkusi, gátu á þeim árum búist við hon-
um i ýmsum myndum, sumir fullyrtu jafn-
vel að hann fyndist í skósvertu.
Við lögðumst endilangir á mosann og
hvíldum lúna limi. Það hvílir hugann, að
láta reika til baka til liðins tíma. Ég fór
að hugsa um upphaf þessarar ferðar, þeg-
ar Björnæs kom eitt kvöldið inn í tjaldið
til mín, og tilkynnti mér að ég ætti að fara
með tveimur félögum mínum í línuviðgerð
frá Grund í Skorradal vestur á Isafjörð.
Ferðahugurinn og eftirvæfl'tingin hélt fyr-
ir mér vöku alla nóttina, og dreif mig á
fætur fyrir allar aldir morguninn eftir, og
Og forstjórinn þarf að fá sér vit
hjá fólkinu, sem þar starfar.
Til þess að minnka mæðu og strit
og margfalda gjörðir þarfar,
má forstjórinn til með að fá sér vit
hjá fólkinu, sem þar starfar.
U. J.