Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1950, Síða 25

Símablaðið - 01.01.1950, Síða 25
S 1 M A B L A Ð I Ð 21 Árni Árnason. an, sumarið 1928 vann hann á loftskeyta- stöðinni í Reykjavik. Símritun nam hann í Eyjum hjá þáver- andi stöðvarstjóra, A. L. Petersen Ingeniör, var skipaður símritari 1. febr. 1921, og er starfstíminn hjá L I. farinn að halla á fjórða tuginn. Símritararnir í Vestmannaeyjum hafa auk ritsímaafgreiðslunnar einnig á hendi loft- skeytaafgreiðsluna við skipin — við loft- skeytaafgreiðsluna var Addi á sinni réttu hillu. Mun leitun á annarri eins leikni á „lykilinn“ og hann hefur yfir að ráða. Kom það sér oft vel og reyndi á það áður en tal- stöðvarnar komu til sögunnar, sérstaklega þó þegar sæsímaslit voru við Eyjar, og öll afgreiðsla við „meginlandið“ fór fram í skeytum loftleiðis. Man ég það, nokkru eft- ir að Bretar hernámu landið og „sensorar" voru í Eyjum, að þeir höfðu orð á því hvað afgreiðslan við Tfa væri einkar lipur, enda hafa sagt mér kollegar hans í Gufunesi, sem afgreiddu við Vestm. í sæsímaslitum, að ekki væri „gamli" maðurinn farinn að tapa sér á lykilinn, þar væri sent með sama snilldarbragnum og áður — og pse rpt þekktist ekki í hans bók. Árni er bókamaður mikill, og á einkar létt með að skrifa, ættfróður er hann mjög, lausavísur, sögur og kvæði hafa birzt eftir hann, og margt á hann í posahorninu sem einungis þeir kunnugustu hafa fengið aö líta yfir á góðri stund. Guðmunda Olafsdóttii séwatu- utj póstuffjreiðslu- kowwu ww Setfossw. Dánarminning Guðmunda var 59 ára, er hún lézt hinn 20. ágúst 1950. Hún var fædd 23. apríl 1891 að Kolsholti í Flóa. Foreldrar hennar voru þau Sigríður Guðmundsdóttir og fyrri maður hennar, Ólafur Jónsson í Kolsholti. Til 17 ára aldurs ólst hún upp hjá móður sinni og stjúpa, Gísla Lafranssyni að Björk í Flóa, en föður sinn missti hún, er hún var 5 ára. 17 ára gömul fer hún að Hvítárvöllum á rjómabússtýruskóla, sem Hans Grönfelt hélt þar þá. Mun þar strax hafa verið veitt eftirtekt hinum góðu hæfileikum hennar, Hann er giftur Katrínu Árnadóttur frá Ásgarði í Vestmannaeyjum. Hefur hún sem eiginkona og góð húsmóðir átt sinn þátt í því að gera heimili þeirra vistlegt og hlýlegt. Eina dóttur eiga þau uppkomna, vinnur hún á símastöðinni í Eyjum. Ég þakka þér Addi fyrir ákaflega gott og skemmtilegt 20 ára samstarf — og óska þér og þínum í tilefni þessara tímamóta alls hins bezta á komandi árum. M. J.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.