Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Page 10
í 0 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Guðmundur er skemmtilegur og fyndinn maður, gæddur sögusnilli. Guðmundur er slúðurberi og rænir fálk fötum sinum. „Hann Guðmundur erduglegur, skemmtilegur og mjög þægileg- ur i umgengni. Hann hefur reynst afburða- góður einkabílstjóri fyrir mig þótt farskjótarnir hafi verið misjafnir. Maðurinn er náttúru- lega afskaplega stríðinn og á það til að bregða fyrir aukasjálfi sem er allsendis ólíkt honum sjálfum." Kristjdn Þorvaldsson, ritstjóri SéÖ og heyrt og vinur. „Guðmundur er einhver al- skemmtilegasti maður sem fyr- irfinnst. Það er ekki alltafneitt gamanmál þvíþað dásamlega bull sem getur oltið upp úr manninum erkrampa- valdur og ógn við maga- heilsu. Hann er traustur vinur vina sinna og með- höndlar alvörumál mark- visst og án léttúðar. Gummi óx heldur seint upp úr þvi að fá lánuð föt afvinum sin- um.munarþarminnst I5árum. Hann mætti til dæmis skila mér jakkafötunum minum." Orri Hauksson framkvæmdastjóri. „Gummi er hrikalega fyndinn maður og skemmtilegur sögu- maður. Það er mjög gaman að veiða með honum enda mikill veiðimaður. Ótrúlega skemmtilegur undir áhrifum áfengis og hrókur alls fagnaðar þegar hann er í stuði. Al- gjör stálmús. Hann getur reynd- ar lika verið alveg ótrúlega leiði- inlegur þegar hanner kominn of mikið í glas, það er mjög fin lina þarna hjá honum. Hann getur líka verið algjör slúður- kelling." Sóley Kristjánsdóttir, Dj Sóley. Guömundur Arnarson er nýr ritstjóri lifs- stílsblaösins Bleikt og blátt. Hann hefur áöur starfaö viö blaðaútgáfu, meðal ann- ars Séð og heyrt. Hann hyggst breyta stefnu blaðsins að einhverju leyti og leggur mikið uppúrþví að hafa það smekklegt. Tré til vandræða Akureyrarbær hefur fengið nóg af stórum trjám sem ná jafnvel langt út fyrir lóðarmörk. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrar hefur sent frá sér tilkynn- ingu og biður lóðahafa og umráðendur lóða að snyrta gróður þar sem trén ná út fyrir lóðarmörk að götum, gangstéttum og stígum og veldur óþægindum fyrir gangandi vegfarendur, um- ferð ökutækja og skyggir á umferðarskilti og götu- merkingar. Snyrtingu gróð- urs á að vera lokið fyrir miðjan desember. Eftir það verður gróður fjarlægður á kostnað lóðarhafa. Jón Kristinsson læknir á Barnaspítala Hringsins hefur starfað þar í nær aldarfjórð- ung. Hann segir að líkur barna á að ná sér eftir að hafa veikst af krabbameini alltaf vera að aukast en það sé afar sárt að sjá á eftir þeim sem ekki hafa það af. DAUOINN FYLGIR SIARFINU „Það er rétt að fleirí böm hafa greinst á þessu ári en allt árið í fyrra. En við emm rólegir þess vegna, því það myndast alltaf toppar sem jafna sig út á næsta eða þarnæsta ári á eftir. Það er engin ástæða að óttast fyrr en aukningin er ár eftir ár,“ segir Jón Kristinsson sem er einn þriggja lækna sem einbeita sér að börn- um sem haldin em krabbameini á Barnaspítala Hringsins. Krabbameinsveik börn Fleiri greinast en lifslikur aukast með hverju árinu. Jón Kristinsson hefur lengi verið starfandi við Barnaspítala Hringsins. Flestir foreldrar lands- ins sem hafa verið með veik börn sín þar síðastliðin tuttugu og fimm ár kannast við hann. Síðustu ár hefur Jón nær ein- göngu einbeitt sér að þeim börn- um sem greinast með krabba- mein en í ár hafa um það bil fimmtán börn greinst með krabbamein. „Þrátt fyrir þessa aukningu á milli ára eru lífslíkur þeirra barna sem fá krabbamein alltaf að aukast en þrjú af hverjum fjórum börnum sem greinast með sjúk- dóminn nái sér af honum og lifa af,“ upplýsir Jón. Hvítblæði algengast Jón segir að það sé afskaplega misjafnt hve mörg börn greinist á hverju ári. „Þetta kemur í toppum en eitt árið geta þau verið fá en næsta ár fjölgar þeim síðan aftur," bætir hann við en segir það ekld vitað hvers vegna eitt barn fær krabba- mein en ekki annað. „Sennilega er það meðfætt en rannsóknir hafa ekki sýnt að það sé eitthvað um- hverfistengt sem veldur mein- inu,“ segir Jón Að sögn Jóns er algengasta teg- und krabbameins í börnum hvit- blæði. „Meðferðaráætlun er gerð fyrir hvert barn en þau svara henni afar misjafnlega. í sumum tilfellum þurfum við að senda börn utan mergskipti en það hefur reynst vel og orðið til þess að hluti þeirra læknast af meininu," segir Jón og bendir á að það sé aldrei hægt að segja til um það fyrir fram hvort meðferðin skili árangri eða ekki. Það eina sem læknar hafi til að styðjast við séu líkurnar sem byggðar séu á reynslu. Líkurnar á bata góðar Jón segir að einn fjórði lcrabba- meinstilfella í börnum sé af öðr- um toga en hvítblæði en alltaf greinist inn á milli sjaldgæfari teg- undir krabbameins. „Það gerist alltaf annað kastið að börn greinast með tegundir krabbameins sent við verðum ekki varir við nema á nokkurra ára fresti. Oft eru sjaldgæfu tilfellin erfiðari við að eiga enda reynsla lækna af þeim ekki eins mikil og algengari krabbameinstilfella," segir Jón og leggur áherslu á að með hverju árinu aukist líkur á að börn nái sér. Lyfin verði betri og betri og svo séu stöðugar framfar- ir í lækningum: „Engar stökkbreytingar hafa þó orðið á þeim árum sem ég hef unnið við lækningar á krabba- meini en þetta stígur upp á við einkum fyrir það að við greinum sjúkdóminn fyrr en áður. Það sldptir miklu máli með batahorfur að greina meinið snemma." aldri hafa fleiri tilfelli slæmra af- leiðinga orðið Ijós. „Já, það segir sig sjálft að lyfin sem virka á krabbameinið, virka einnig á önnur líffæri og stundum verða þau fyrir varanlegum skaða. Geislarnir geta einnig haft slæmar varanlegar afleiðingar á heil- brigða líkamsstarfsemi og sjúk- lingar okkar eiga oft í þessu fram eftir aldri. Sum börn mega búa við skerta getu á einhverjum sviðum áfram en meðferðin hefur haft áhrif á beinmassann og dregur þar af leiðandi úr vexti þeirra, einnig vefi, lifur, hjarta og nýru svo eitthvað sé nefnt. En það er í þessu eins og svo mörgu öðru að það verður að velja og hafna, að íifa með annmarka eða lifa alls ekld,“ segir Jón. „Börnin sem liggja svona lengi inni með krabbamein verða hjartans vinir manns." Miður mín þegar bam deyr Á meðan börnin dvelja á sjúkrahúsinu fer ekki hjá því að þau kynnist starfsfólki spítalans vel. Oft dvelja þau eða eru viðloð- andi barnadeildina svo árum skiptir. Jón játar að það séu alltaf vonbrigði þegar krabba- meinið taki sig upp í börn- um sem miklar vonir hafa verið bundnar við að nái sér. „Það tekur mjög á allt starfsfólk sem fylgst hef- ur með gleði og sorgum sjúklinganna lengi. Ég er engin undatekning og oft hef ég orðið mjög miður mín þeg- ar þessir litlu skjól- stæðingar mínir hafa það ekki af og deyja. En dauðinn fylgir starfinu og í það súra epli verðum við sem störfum á deildinni að bíta. Gleði okkar einnig fölskvalaus þegar við fylgjumst með börnum, sem staðið höfðu tæpt, ná sér og þroskast og dafna. Börnin sem liggja svona lengi inni með krabbamein verða hjartans vinir manns og þrátt fýrir að hafa gert allt sem í okkar valdi stendur, þá kom- umst við ekki hjá því að upplifa sorgina,1' segir Jón og bætir við að for- ugir og enn heilsi hann fólki sem var með börn á deildinni þegar hann var að hefja störf á sínum tíma. Saknar barnanna Jón bendir einnig á að með nýja Barnaspít- ala Hrings- ins hafi aðstaða foreldra batnað mjög mikið og þeir geti dvalið hjá börnum sínum mun lengur en við slaka aðstöðu á gömlu deildinni. „Hvern- ig á annað að vera en maður kynnist þeim sem maður er með í vinnunni alla daga í fleiri mánuði? Að sama skapi saknar maður bæði barna og foreldra þegar þeir fara heim af spítalanum. Samt vonar maður inni- lega að mað- ur sjái þau sem sjaldn- ast því þá veit maður að allt er í lagi og irnm þeim líður vel.“ bergijot@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.