Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005
Helgarblað DV
Um miðjan október birtist Helgarblaðsviðtal við Ólöfu Jónsdóttur sem var misnotuð sem unglingsstúlka
og ól tvíbura aðeins fimmtán ára gömul. Ólöf segir viðtalið hafa leyst sig úr viðjum lyginnar, hún finni
gríðarlegan stuðning meðal vina og kunningja, sé líkust útsprunginni rós. í dag ætlar Ólöf að sýna
hvers hún er megnug á tískusýningu þar sem hún mun klæðast eggjandi undirfötum.
Ólöf Jónsdóttir á
dreglinum Kemur
til dyranna eins og
húnerktxdd.
Erfiö aeska Viðtal
við Ólöfu sló þjóð-
ina enda mikill
harmursem Ólöf
gekk i gegnum.
frelsandi
jalningar
viðtal
vralwgfrábt&rtoðfamúti
þettou í gegmm tíðim htfég orötö
fyrirmiktu aðkasti* \far s«*n
iingw kðiluð tvibumsmikm @§ i
§t§mm mim imfar meðmi
oð þ®fa m§§ji
w é §étiðm0i» Ntitiék é§ cfcltf
$m$®s úm §ðt®m&
spmngfaqtíjfa ®§ fféi nð vwg
jp |mþM- -f.: V: fm
V' /' I u-.J \rm
. /,?J|.í - v • ■M"
11.
sgíi
„Ég var rosalega tætt eftir viðtalið. Það tók á að
segja íslensku þjóðinni sögu mína,“ segir Ólöf
Jónsdóttir sem var misnotuð á unglingsaldri og ól
tvíbura aðeins fimmtán ára gömul. Viðtal við
Ólöfu í Helgarblaði DV sló þjóðina enda miklar
hörmungar sem þessi unga stúlka gekk í gegnum.
Nú sér hún fram á bjartari tíð og ætlar að sýna
þjóðinni aðra hlið á sér þegar hún tekur þátt í
undirfatatískusýningu í kvöld.
„Daginn sem blaðið kom út byijaði síminn
minn að hringja. Hann stoppaði ekki í viku og all-
ir sem töluðu við mig veittu mér stuðning og
sögðu mig hafa tekið rétta ákvörðun með að
hleypa sannleikanum fram í dagsljósið."
Hinn mikli stuðningur sem Ólöf fann fýrir gerði
það að verkum að hún ákvað að endurvekja fyrir-
sætuferil sinn.
Sýnir undirföt
„Meira að segja yfirmaðurinn þar sem ég vinn á
laugardagskvöldum kom til mín og tók utan um
mig. Mér fannst þessi reynsla hreinsa mig og lang-
ar að senda þakklæti til þessa fólks sem stoppaði
mig úti í búð og hjálpaði mér," segir Ólöf sem í
kjölfarið fékk óvænt símtal. „Hún hringdi frá und-
irfatabúðinni Ynja og spurði hvort ég treysti mér
til að taka þátt í sýningu. Ég ákvað að slá til. Mig
langar að fólk sjái að ég sé að rísa upp. Nú er for-
tfðin að baki og framtíðin er björt."
Nauðgað sem unglingi
f viðtalinu við Ólöfu kom fram að henni hefði
verið nauðgað aðeins fjórtán ára gamalli. í kjölfar-
ið varð hún ólétt og var lögð inn á spítala. í ljós
kom að hún gekk með tvíbura. Bamavemdar-
nefnd kom inn í málið og eftir að Ólöf fæddi tvf-
burana vom þeir teknir af henni og settir í fóstur.
Ólöf þurfti að horfa á eftir bömum sínum, sjálf á
bamsaldri, ófær um að koma við mótmælum.
Þessi atburður markaði líf hennar sem átti eftir að
leikaólöfu grátt á endanum.
Hún giftist manni sem beitti hana andlegu og
líkamlegu ofbeldi. Með manninum eignaðist Ólöf
tvö böm.
Fékk ekki hjálp
„Ég hefði þurft hjálp strax þegar ég var bam,
ekki síst eftir að ég eignaðist tvíburana mína. Ég
vona að fólk fari að vakna tíl umhugsunar um
hvað það er margt sem miður fer í kringum okkur
og hvað margar íjölskyldur þjást. Ofbeldi er fjöl-
skyldúsjúkdómtu sem sýkir allt samfélagið, þess
vegna mega þessir hlutir ekki vera feimnismál,"
sagði Ólöf í viðtali þar sem hún dró ekkert undan.
Sagðist eiga þá ósk heitasta að dætur hennar
þyrftu ekki að upplifa sama sársauka og hún.
Hlakkar til
Tískusýning Ólafar hefst í kvöld og finnur þessi
ótrúlega kona til mikillar tilhlökkunar. „Það er al-
veg frábært að fara út í þetta. í gegnum tíðina hef
ég orðið fyrir miklu aðkastí. Var sem unglingur
kölluð tvíburamellan og í gegnum tíðina hefur
maður þurft að þola augngotur frá öðrum konum
á götum útí. Nú tek ég ekki eftir þessu. Geng stolt
um götumar. Er sprungin út eins og rós að vori."
simon@dv.is
Fer á hestbak með
i / v
sJ sj
'JiiJ
„Um helgina ætla ég út í sveit
með krakkana," segir Gustavo
Blanco sem á tvo gullfallega
krakka, Birtu átta ára og Kristófer
sex ára. Gustavo þykir gaman að
gera eitthvað öðruvísi með böm-
unum og ætlar að leyfa þeim að
fara á hestbak og njóta náttúrunn-
ar. Hann segir fínt að brjóta upp
formið þó hefðirnar séu mikilvæg-
ar.
„Ég held fast í það að gefa þeim
nammi á laugardögum. Finnst það
mjög góð regla. Ég fékk sjálfur ekki
nammi á laugardögum þegar ég var
lítill en ákvað að leyfa börnunum
mínum að njóta þessa munaðar.
Þetta gerir það líka að verkum að
maður getur verið ákveðinn með
Gustavo Blanco með
Birtu og Kristófer Á leið i
hestaferð um helqina.
að þau fái ekkert nammi eða kók á
öðrum dögum. Laugardagarnir eru
nammidagar," segir Gustavo
ákveðinn.
Gustavo segist bralla ýmislegt
með börnunum. Þau séu mikið fyr-
ir að fara í húsdýragarðinn „...eins
og ábyggilega allir aðrir krakkar á
þessum aldri", segir Gustavo sem
um helgina gerir þó eitthvað nýtt.
„Stefnan er sett á Eyrarbakka, rétt
hjá fangelsinu. Fjölskylda vinar
míns á þar nokkra hesta og við ætl-
um að njóta þess að vera úti um
helgina. Krakkarnir eru ekkert
hræddir við hestana. Hafa áður far-
ið á bak. Þau eru gullmolarnir í lífi
mínu og ég hlakka alltaf til þeirra
stunda sem við eigum saman."