Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Page 34
34 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 Helgarblað DV I Rósa og Bjartmar Bjartmar Jónasson sonur Rósu lést fyrír tveimur árum eftir langa og hetjulega baráttu við krabbamein. .....,-**&r**,0t Rósa Guðbjartsdóttir, framkvæmda- stjóri Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna, á þá sáru reynslu að baki að missa barn úr krabbameini. Hún á því ekki erfitt með að setja sig í spor félagsmanna sem leita þangað eftir styrk og krafti til að ganga í gegnum þá martröð sem það er að berjast fyrir lífi bama sinna. Rósa Guðbjartsdóttir, fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra bama, á að baki þá sársaukafullu reynslu að missa bam úr krabbameini. Son- ur hennar greindist fyrst með krabbamein tæplega tveggja ára og fór f mjög harðar meðferðir og aðgerðir. Hún þekkir því af eigin raun þau vandamál sem félags- menn em að ganga í gegnum dags daglega og á auðvelt með að setja sig í spor foreldra sem leita stuðnings hjá félaginu, en árlega greinast 10-12 böm á aldrinum 0- 18 ára með krabbamein á íslandi. „Eftir að foreldrar hafa gengið í gegnum þann harm að bam þeirra greinist með krabbamein og fari í sársaukafulla meðferð þá breytast öll þeirra viðhorf og líis- gildin verða önnur. Allt í einu skiptir ekki neitt máli í lífinu nema að baminu líði vel og nái heilsu. Veraldlegu hlutimir verða hjóm eitt. Bamið á allan manns hug og maður er tilbúinn að gera allt til að létta því lífið og taka af því sársaukann," segir Rósa en í starfi hennar felst að sjá um dag- legan rekstur félagsins. Félagið hefur notið velvild- aralmennings Styrktarfélag krabbameins- sjúkra bama er rekið fyrir fé sem fæst með fjáröflun eins og jóla- kortasölu og söfnun styrktarlína í blað félagsins. Rósa segir að því viðbættu fái félagið nokkur hund- mð þúsund af fjárlögum og síðan en ekki síst hafi þau notið mikillar velvildar fyrirtækja og almennings sem láti fé af hendi rakna. ,Auk þess hafa listamenn gefið vinnu sína í þágu félagsins og er skemmst að fninnast tón- leika sem Einar Bárðarson og stór hópur frábærs listafólks hef- ur haidið undanfarin ár. Þá gefa allir vinnu sína og öll innkoma rennur beint til félagsins," segir hún og bendir á að í mörg hom sé að líta. „Við styðjum foreldra fjár- hagslega enda er fótunum bók- staflega kippt undan fólki þegar bam þess greinist með sjúkdóm eins og krabbamein. Margra mán- aða meðferð tekur bæði orku og þrek frá fólki svo ekki sé talað um að fjárhagur fólks fer úr skorðum við það að vera án vinnu svo mán- uðum skiptir og í sumum tiifeUum lengur. Atvinnurekendur hafa ver- ið velviljaðir en það er ekki enda- laust sem fóUd em greidd laun án vinnu. Þá komum við til móts við fóUc með stuðningi." Eigum enn langt í land Starfsemin byggist ekki síður á félagslegum stuðningi og í starfi Rósu felast heimsóknir á sjúkra- hús og stuðningur við foreldra og böm. Einnig em í gangi ýmsir stuðningshópar innan félagsins, eins og unglingahópur, hópur sem styður fjölskyldur sem misst hafa böm sín og nú er að fara af stað mömmuklúbbur, svo eitt- hvað sé nefnt. Rósa segir að í gegnum tíðina hafi mikiU ti'mi far- ið í réttindabaráttu en af nógu sé að taka í þeirri baráttu. „Lengi vel var ekki gerður greinarmunur á því hvort böm væm langveik eða ekki. Nú hefur það fengist í gegn að foreldrar krabbameinssjúkra bama fá umönnunarbætur og Tryggingastofnun mun frá næstu áramótum greiða hluta af launatapi í 3 mánuði. Það er sannarlega skref í rétta átt en við eigum þó langt í land með að ná Norðurlöndunum í þessum efn- um því þar er foreldrum bætt launatap í allt að tvö ár. Þannig þyrfti það að vera hér því allt er þetta í þágu bamanna og þau og þeirra fjölskyldur eiga ekki að líða fyrir það að veikjast," segir Rósa og bendir á að bam sem greinist með hvítblæði eigi fyrir höndum alit að tveggja ára með- ferð. „Auk þess þurfa foreldrar í mörgum tilfellum að fara með böm sín til útianda og það fylgir þvf alltaf aukakostnaður," bætir hún við. Enginn kemur í stað barns sem maður missir Rósa bendir einnig á að þó að bam sé útskrifað úr krabbameins- meðferð, þá sé ekki alltaf öllu lok- ið því síðbúnar afleiðingar meins- ins eða öllu heldur þeirra sterku lyfla sem notuð em, komi oft í ljós seinna. „f sumum tilfeUum em bömin viðloðandi sjúkrahús í mörg ár og undir þeim kringum- stæðum er ekki síður þörf á stuðn- ingi," segir Rósa og tekur sem dæmi að ýmis vandmál líkamleg sem andleg geti skert lífsgæði þessara bama verulega og mörg eiga erfitt þegar þau byija aftur í skóla. Það sé ekld allt búið þótt tekist hafi að vinna bug á krabba- meininu sjálfu. Rósa vinnur fuiian vinnudag en hún missti drenginn sinn fýrir tæpum tveimur ámm. Síðan hef- ur hún eignast lítinn dreng sem nú er að verða árs gamaU en fýrir á hún tfu ára son og þriggja ára telpu. „Bjartmar minn væri að nálgast átta ára aldurinn ef hann hefði lifað en hann er í huga mér aUan daginn og gefur mér styrk til að halda áfram. Eg þakka fyrir það að hafa ekki bugast heldur getað notað reynslu mína til að hjálpa öðrum og ekki síst elsta syni rm'n- um sem á um sárt að binda eftir að hafa horft á eftir bróður sínum og besta vini. Ég get aðeins lýst því með einu orði hvemig er að missa bam, það er martröð, skelfileg martröð sem ég vUdi óska að enginn þyrfti að ganga í gegnum," segir Rósa og bætir við að þótt hún hafi eignast annan son síðan sé ekki hægt að segja að hann hafi komið í stað drengsins sem hún missti. „Bjartmar var einstakur, rétt eins og hin bömin mín. Það kemur enginn í stað bamsins sem maður missir en ég á þijá litla sólargeisla á h'fi og fyrir það er ég óendan- lega þakklát." Hvers vegna þið? spyr fólk eins og allir aðrir eigi frekar skUið að lenda í því að böm þeirra veikist. En á móti spyr ég: Hvers vegna ekki við? Það er enginn óhult- ur fyrir veikindum, aUra síst saklaus böm," segir Eygló þar sem hún stendur við rúm sonarins og raðar með honum kubbum. Þau komu á spítalann í gær þar sem Benjamín hafði fengið sýkingu í maga eða þarma og það var ekki um annað að ræða en að setja hann í einangrun. Meginástæða þess að hann þarf að vera í einangrun í þetta skiptið er sú að ef Benjamín er með einhverja veirusýkingu er hætta á að hann smiti önnur veikburða börn af veirunni. En oft hefur hann þurft að vera í einangrun vegna þess að ónæmiskerfi hans hefur verið svo bælt að hann þolir mjög illa allar sýkingar, sem fullfn'skt fóUc ræður vel við. Hvítan í augunum varð gul Eygló var gmnlaus með öUu þeg- ar hún kom með þennan sólargeisla þeirra hjóna heim af fæðingardeUd- inni í lok júlí fyrir tveimur ámm. Fyr- ir áttu þau tvö börn heima og lífið blasti við fjölskyldunni. Litli Benja- mín dafnaði og í byrjun október átti Nikulás elsti sonur þeirra afmæli og það var haldin veisla. „Mamma kom vestan af ísafirði og var í afmælis- veislunni og ég hafði orð á því við hana að mér þætti hvítan í augunum á Benjamín heldur gul. Hann hafði einnig haft mjög hvítar hægðir og þegar ég fór að kanna það, fannst mér hann svo fölur í framan. Mamma sem er hjúkmnarfræðingur kflcti á hann og var mér sammála. Það var því ákveðið að við fæmm með hann upp spítala tU að líta á hann sama kvöld. Við vomm á ferð- inni eftir kvöldmat og þar hann var skoðaður og teknar blóðpmfur. Síð- an biðum við róleg og áttum ekki von á að neitt alvarlegt væri að enda hafði hann aldrei verið neitt veikur en einungis smáslappur í tvo daga" segir Eygló. Greindur með bráðahvít- blæði Eftir niðurstöður úr blóðpmfu kom læknirinn og vUdi fleiri pmfur og þá fór að fara um Eygló. Hún gerði sér samt ekki ljóst að það væri neitt sérstakt að heldur hélt að þetta væri bara rútína að taka aðra blóðprufu, hvað þá að það hafi hvarflað að henni að hann væri eitt- hvað alvarlega veUcur. Þarna var þó meira á ferðinni og þeim var sagt strax að líklega væri um hvítblæði að ræða hjá Benjamín. Eygló segir að ekki sé hægt að lýsa þeim tUfinning- um sem bærast með foreldrum sem fá fréttir um að barn þeirra sé alvar- lega veikt og kunni jafnvel að deyja. „Við vomm í áfaUi aila þessa helgi og ég man ekki helminginn af því sem þá fór fram," segir hún og bætir við að sjálfsagt bregðist heUinn þannig við áföUum að hann þurrki út óbæri- legar upplýsingar eða taki inn tak- markað magn af erfiðum upplýsing- um, hreinlega tU að maður missi ekki vitið. Þennan dag hófst sjúkrahúsvist Eyglóar og Benjamíns sem staðið hefur meira eða minna síðan. Benja- mín fór strax í stranga lyfjameðferð. Eygló segir að það hafi verið erfitt að horfa upp á litla barnið hennar þjást en geta ekkert gert. „Lyfjameðferð er öUum krabbameinssjúklingum erfið en bömunum er ekkert hægt að segja eða útskýra fýrir þeim. AUra helst vUdi maður geta tekið þennan bagga af þeim og þjást í þeirra stað. En þegar á reynir er styrkur manns meiri en maður taldi og maður kemst í gegnum þetta," segir hún brosandi og svarar syni sínum sem viU byggja meira. Fóru til Svíþjóðar Benjamín Nökkvi hóf lyfjameð- ferðina í byrjun október fyrir tveim- ur ámm. Hún gekk samkvæmt áætl- un en eftir áramót fóm þau saman tU Stokkhólms á Karolinska-sjúkra- húsið í Huddinge í mergskipti. Merginn fékk hann frá bróður sín- Benjamín Nökkvi „Hann ermjö, viðkvæmur fyrír öllum sýkingum vegna þess hve ónæmiskerfi hans er bælt" segir Eygló.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.