Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Steinunn Pálsdóttir greiddi Liðsinni fimm þúsund krónur á tímann fyrir stúlku sem kom inn á sjúkra- húsið þar sem faðir hennar lá banaleguna. Hún segist ekki sjá eftir peningunum og við starfsfólk Lið- sinnis sé ekki að sakast en það sé hart að 97 ára gamall faðir hennar skuli ekki hafa fengið þá þjónustu sem hann þarfnaðist innan heilbrigðiskerfisins. Steinunn Pálsdóttir greiddi fyrir hjúkrun hjá einkafyrirtæki í eigu Ástu Möller, þingkonu Sjálfstæðisflokksins og varafor- manns heilbrigðisnefndar, fyrir veikan föður sinn. Starfsfólk spítalans segir hún hafa verið allt af vilja gert en það hafi bara ekki verið mannafli til að annast föður hennar í banalegunni. Hann var 97 ára gamall og hafði alltaf hugsað um sig sjálfur og ekki íþyngt heilbrigðiskerfinu. Steinunni finnst að hann hafi átt það skilið frá samfélaginu að fá að deyja við almennilegan að- búnað á sjúkrahúsi. „Ég sé ekki eftir að hafa greitt sér- staklega fyrir stúlku sem kom á sjúkrahúsið og sat hjá föður mínum síðustu dagana í lífi hans, enda er þetta ekki spum- ingin um Steinunn Pálsdóttir „Faðir minn átti skilið að fá þá þjónustu sem honum barþegar hann lá banaieguna á sjúkrahúsi." Sjálf kvlðir hún því að verða gömul í því kerfi sem hér viðgengst. það. Ég er hins vegar ekki sátt við að hann sem var 97 ára gamall skildi ekki fá þá þjónustu sem honum bar eftir að hafa skilað sínu til þessa samfélags og þrátt fyrir háan aldur ekki íþyngt starfsfólki heilbrigðisþjónust- unnar," segir Steinunn en faðir hennar dó í sumar eftir að hafa legið rúma tvo mánuði á sjúkrahúsi. Steinunn var þess ekki umkom- inn að vera hjá föð- ur sínum allan sólahringinn enda var hún með heimili og í vinnu. Starfsfólk deildarinnar á Borg- arspítalanum var svo fáliðað að ef hún hefði ekki komið og sinnt hon- um hefði gamli maðurinn mátt dúsa daginn langan inni á sjúkrastofu án þess að nokkur hirti um að taka hann fram úr og sinna þörfum hans að öðm leyti en þeim allra nauðsynleg- ustu. Bjó í þjónustu- íbúð Páll Sveins- son faðir hennar bjó í þjónustu- íbúð í Lönguhlíð þar sem vel fór um hann. Þar hafði hann búið í nokkur ár og hugsað um sig sjálfur. „í Lönguhlíðinni er nætur- vakt en engin hjúkmn. Þar leið hon- um vel og heilsa hans var ótrúlega góð lengi vel. Það var ekki fyrr en allra síðustu árin sem hann fór að kenna sér sjúkleika og það kom fyrir nokkmm sinnum að ég þurfti að fara með hann á sjúkrahús." Steinunn segist geta sagt margar ótrúlegar sögur af þeim ferðum. Þar sat hún iðulega með gamla mannin- um og beið í tvær til þijár stundir á biðstofum bráðamóttöku eða bráða- vaktar. Hún segist hafa verið komin með ofan í kok af þeim ferðum enda hafi verið talað við föður hennar af sliku virðingarleysi að tæpast sé hægt að hafa það eftir. „Oftar en ekki lá hann á bráðamóttöku tímunum sam- an áður en nokkur vissi hvað yrði um hann. Allan þann tíma vom að koma inn Gunnlaugar og Sigurðar, Jóhönn- ur og Kristínar, eða hvað þeir heita allir þessir læknar og allir spurðu að því sama og horfðu á mig. Er hann orðinn heilabilaður, hvar finnur hann til? Og síðan var pikkað í hann eins og heypoka," útskýrir Steinunn og bætir við að engum hafi dottið í hug að spyrja hann sjálfan. Margra ára bið eftir hjúkrunar- heimili „í þessari síðustu ferð okkar var hann greindur með lungnabólgu og þar sem við vorum í bráðamóttök- unni var hann lagður inn þar sem var pláss en ekki deild sem hentaði hon- um. Þetta var lyflæknisdeild og ætluð þeim sem aðeins þurftu að koma í rannsóknir og stöldmðu því stutt við. Pabbi lenti á tveggja manna stofu og þar vom menn stöðugt að koma og fara," segir hún. Steinunn var búin að sækja um hjúkrunarheimili fyrir föður sinn og þegar hann hafði legið um tíma gerði Steinunn sér grein fyrir að hann ætti ekki afturkvæmt heim. Hún talaði því við lækninn hans og bað hann að þrýsta á að hann kæmist þangað. „Svörin sem ég fékk vom að það væri minnst tveggja til þriggja ára bið eftir að losnaði pláss. Hvemig þeim datt í hug að 97 ára maður gæti beðið eftir því skil ég ekki. Fyrir utan það að menn á hans aldri eiga ekki að þurfa að bíða," bendir hún á. Borgaði fyrir hjúkrun föður síns Föður Steinunnar hrakaði smátt og smátt og þegar leið á var Steinunn orðin þreytt og sá að hún myndi ekki geta verið hjá honum allan þann tíma sem hann þarfnaðist á spítalanum. „Þegar ég fór heim um tíuleytið á kvöldin sagði starfsfólkið að hann yrði svo órólegur eftir að ég færi. Alltaf leggst manni eitthvað til og fyrir utan spítalann hitti ég gamla skólasystur mína sem benti mér á að hægt væri að fá aðstoð hjá þessu fyrirtæki, Lið- sinni - Solarplexus. Hún hefði notið þjónustu þeirra fyrir tengdamóður sína og greitt þeim sjálf fyrir hjúkmn. Fyrsta sem ég gerði var að hringja þangað og þar var mér vel tekið. Mar- ía sem ég talaði við sagði að reyndar væri það ekki algengt að þau fæm inn á sjúkrahús en sagði að það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu ef starfs- fólk deildarinnar samþykkti það. Hún talaði við starfsfólkið á deild föður míns og það sá ekkert því til fyrir- stöðu. Eg fékk því stúlku sem sat hjá honum til klukkan þrjú á nætumar. Hún hélt í höndina á honum, vætti á honum ennið, sótti vatn og sinnti honum á meðan hún var hjá honum og faðir minn var rólegur. Fyrir þessa þjónustu greiddi ég fimm þúsund á tímann," segir Steinunn og tekur fram að henni hafi ekki þótt það mik- ið af fyrirtækisins hálfu. Líta beri á það að tryggingarnar greiði ekki niður þennan kostnað, heldur sé þetta al- farið á ábyrgð aðstandenda. Páll Sveinsson var 97 ára þegar hann dó í sumar Steinunn segir að iðulega hafi hún þurftað biða með föðursinum klukku- stundum saman á biðstofum bráðamóttök- unnar síðustu mánuðina í lifi hans. Kvíðir því sjálf að verða gömul Steinunn segir að faðir hennar hafi dáið skömmu síðar en lrklega hafi það verið tæp vika sem hún naut þjón- ustu Liðsinnis. „Það var yndisleg stúlka sem kom frá þeim og ailt sem stóð upp á fyrirtækið stóð eins og stafur á bók. Ég veit ekki hvemig ég hefði farið að án þeirra. En það er hart; meira en hart að maður sem fæddur er snemma á síðustu öld, hef- ur unnið fyrir sínu og staðið sig í sam- félaginu skuli ekki eiga vísa þjónustu þegar hann leggst sína síðustu rúm- legu. Sjálf er ég rétt orðin sextug og ég hugsa með skelfingu til að fara inn í seinni hluta æviáranna. Þetta kerfi er vanmáttugt og ég kvíði elliáranna og vona í lengstu lög að ég verði ekki gömul og þurfi að treysta á þetta heil- brigðiskerfi," segir Steinunn. bergljot@sv.is Ásta Möller, varaformaður heilbrigðisnefndar Alþingis, selur aðþrengdum sjúkrastofnunum og vanrækt- um sjúklingum þjónustu einkafyrirtækis sins Þingkona malar gull á niðurskurði í heilbrigðiskerfinu Því meira sem skorið er niður og sparað í heilbrigðiskerfinu, því meira er að gera hjá starfsmönnum Liðsinnis ehf. sem að hluta er í eigu Ástu Möller, alþingskonu Sjálfstæð- isflokksins og varaformanns heif- brigðisnefndar Alþingis. Fyrir utan að selja þjónustu sína til sjúklinga, sem vegna niðurskurðar verða af- skiptir hjá hinu opinbera, heldur Liðsinni heilu sjúkradeildunum opnum þegar þeim hefur verið lok- að - vegna sparnaðar: „Vissulega er ég einn af eigend- um Liðsinnis en við seljum þjón- ustu okkar fyrst og fremst til stofn- ana. Ég man ekki eftir nema tveim- ur tilvikum þar sem við höfum selt þjónustu okkar til einstaklinga," segir Ásta Möller og neitar því alfar- ið að hún sé að mala gull á neyð sjúklinga í kerfi sem stendur oft ekki undir nafni. „Ég lít alls ekki svo á að fyrirtæki okkar sé vísir að tvöföldu heilbrigð- iskerfi hér á landi. Það er í það minnsta ekki markmið okkar," segir Ásta Möller sem lengi hefur látið heilbrigðismál til sín taka á opinber- um vettvangi og setið í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis um ára- bil. Asta hefur einnig tekið þátt í al- þjóðlegu starfi hjúkrunarfræðinga og setið í nefndum sem setja hafa átt heilbrigðisþjónustunni markmið og í öðrum um stefhumótun hjúkrun- arþjónustu í heilsugæslu. Og er þá fátt eitt nefrit. Stjórnarformaður Liðsinnis ehf. er Thomas Möller, bróðir Ástu, en Thomas varð landsþekktur í sam- ráði olíufélaganna þegar fram komu Liðsinni ehf. 77/ húsa iBorgartúninu. Öfiugt fyrirtæki ihjúkrunarþjónustu. tölvupóstar þar sem hann sagði fólk vera fífl. Ásta Möller féll af þingi í síðustu alþingiskosningum en tók þar sæti aftur nú fyrir skemmstu þegar Davíð Oddsson hvarf yfir í Seðlabankann. Ásta Möllor Virk íopinberri stefnumótun í heilbrigðiskerfinu en rekur fyrirtæki sem gríp- ur í taumana þegar heiibrigðisþjónustan sjálfbregst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.