Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Blaðsíða 19
t>v Sport
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 19
KKI safnaði
248 þúsund
krónum
Körfuknattleikssamband
íslands afhenti í gær for-
eidrasamtökum barna með
axlarklemmu ávísun upp á
248 þúsund krónur en það
var ágóðinn af Meistara-
keppni KKÍ sem fór fram
fyrr í haust. Keflavík fagn-
aði sigri í keppninni, bæði í
karla- og kvennaflokki. Við
þetta tilefni var opnuð ný
heimasíða samtakanna,
axlarklemma.is. Ágóðinn
sem afhentur var í gær var
vegna miðasölu en eftir á
að taka tillit til auglýsinga-
tekna sem munu sldla 400
þúsund krónum til samtak-
anna.
Hoffman fær
leikheimild
F élagaskiptanefnd
KKÍ ákvað í gær að
gefa Megan
Hoffman, nýjum
leikmanni
Breiðablikur í
Iceland Express
deild kvenna,
leikheimild frá
og með 1. nóv-
ember. Blikar réðu tvo
bandaríska leikmenn til
starfa nú á dögunum og
öllu jöfnu fá slíkir leikmenn
strax leikheimild. Aðrar
reglur gilda um leikmenn
frá Evrópu en þeir þurfa að
bíða í einn mánuð eftir að
félagaskiptin eru skráð, ef
það gerist eftir 1. septem-
ber. Hoffman er með enskt
vegabréf og áttu því þær
reglur að gilda um hana en
það kærðu Blikar og fengu
úrskurðað sér í vif í gær.
Hoffman hefur allan sinn
feril leikið í Bandaríkjun-
um.
Nýr leikmað-
urtil Arsenal
Samkvæmt fregnum frá
Mexíkó mun sóknarmaður-
inn Carlos Vela hafa sam-
þykkt að ganga til liðs við
enska úrvals-
deildarliðið
Arsenaf. Vela er
ekki nema
sautján ára
gamall en hann
ta spEa, sam-
kvæmt samn-
ingnum, með
Valencia þar til
hann verður
átján ára gamall og ganga
þá til liðs við Arsenal. Þetta
er gert þar sem hann fær
ekki atvinnuleyfi í Englandi
fyrr en hann nær átján ára
aldri. Vela skoraði fimm
mörk í sex leikjum þegar að
Mexíkó varð heimsmeistari
landshða skipað leikmönn-
um sautján ára og yngri á
dögunum.
Úrslit leikja í gær
K A R L A R
SS-BIKAR vS#l
Þór-Selfoss 35-26
Haukar-KA Valur-Stjaman 40-31 25-31
Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari úr FH, Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr
Ármanni og Silja Úlfarsdóttir, 400m grindarhlaupari úr FH eru allar framarlega á
afrekaskrám ársins i Evrópu og í heiminum á þessu ári og jafnframt í nokkrum
sérflokki þegar kemur að islensku frjálsíþróttarfólki.
Hvar eru karlarnir?
Stjörnur íslenskra frjálsíjirótta eru allar konur
60. sæti á heimslist-
anum Ásdls Hjálms-
dóttir spjótkastari úrAr-
manni bætti Islandsmet
iö á árinu þegar hún
kastaði 57,10 metra.
dóttir, sem setti íslandsmet í spjót-
kasti síðasta vor þegar hún kastaði
57,10 metra er í 60. sæti á heimslist-
anum og í 40. «æti í Evrópu með þann
árangur í kvennaflokki. Ásdís bætti
árangur sinn frá því í fyrra um 1,59
metra, en hún var í 87. sæti á heims-
listanum á því ári og hefur því fært sig
upp um 27 sæti milli ára. Ásdís sem er
20 ára gömul er í 3. sæti í flokki 20-22
ára í Evrópu á þessu ári, en hún náði
4. sæti á EM í sama aldursflokki í
sumar, þá varð hún í 6. sæti á HM 19
ára og yngri í fyrra. Ásdís sló í gegn í
sumar og stóð sig mjög vel á Smá-
þjóðaleikunum í Andorra. Ásdís vann
þar þrenn verðlaun, brons í kúluvarpi
og gull í bæði spjótkasti og í kringlu-
kasti. Affek hennar í spjótkasti eru þó
þau einu sem komast inn á afrekalist-
ann að þessu sinni.
Silja Úlfarsdóttir - 400 metra
grindarhlaup
Silja Úlfarsdóttir
^ hefur breytt um
áherslur
einbeita sér að 400m grindarhlaupi.
Fyrir vikið bætti hún sig um tæpleg
eina sekúndu á milli ára og er hún nú
í 68. sæti á heimslistanum. Silja var í
118.-119. sæti á listanum fýrir einu ári
síðan og hún er því „hástökkvari ár-
ins" en með þessarri miklu bætingu
hækkar hún sig um 51 sæti á listanum
frá því í fýrra. Silja hljóp á 56,62 sek-
úndum á móti í Tallahassee í Banda-
ríkjunum í vor og var aðeins 12/100
úr sek. frá því að ná lágmarki fyrir HM
í Helsinki. Silja er í 36. sæti í Evrópu á
þessu ári, en hún var í 56. sæti í Evr-
ópu á árinu á undan.
Þrír aðrir komast inn á topp
lOOíEvrópu
Kastararnir Óðinn Bjöm Þor-
steinsson úr FH og Magnús Aron
Hallgrímsson úr Breiðabliki eru einu
íslensku karlmennimir sem komast
inn á meðal hundrað efstu í Evrópu
en báðir em á lista fyrir afrek f
kringlukasti. Óðinn er í 78.sæti með
57,88 metra kast og Magnús
Aron er 16 sætum neðar
með kast upp á 57,03
metra. Auk þeirra
kemst Vigdís Guð-
jónsdóttir úr HSK
inn á lista en hún
er 84. sæti með
52,68 metra
spjótkast.
farin
Á heimasíðu Frjálsíþróttasambands íslands er sagt frá stöðu ís-
lensks frjálsíþróttafólks á alþjóðlegum afrekaskrám en þar kem-
ur í Ijós að það eru konurnar sem héldu uppi heiðri íslands á ár-
inu 2005 en þrjár konur eru einu frjálsíþróttarmenn landsins
sem komust inn á lista yfir 100 bestu í heiminum á þessu ári í
sínum greinum í hópi fullorðinna.
68. sæti á heíms-
listanum Siija Úlf-
arsdóttir, 400m
grindarhiaupari úr
FH hækkaði sig um
51. sæti en hún hljóp
best á 56,62 sekúnd-
um I ár.
Þær Þórey Edda Elísdóttir stangar-
stökkvari úr FH, Ásdís Hjálmsdóttir
spjótkastari úr Ármanni og Silja Úlf-
arsdóttir, 400m grindarhlaupari úr
FH, hafa náð lágmörkum fýrir Evr-
ópumeistaramótið sem fram fer í
Gautaborg í ágúst á næsta ári. Þetta
eru stjömur íslenskra frjálsíþrótta í
dag og skjóta þær allar körlunum ref
fýrir rass og em einu íslendingamir á
heimslistanum í sínum greinum.
Þórey Edda Elísdóttir - stang-
arstökk
Þórey Edda stökk 4,50 metra á
móti í Mannheim í Þýskalandi 18.
júní í sumar en á heimasíðu
Fijálsíþróttasambandsins kemur
fram að einhverra hluta vegna er sá
árangur ekki enn kominn inn í afreka-
skrá ársins hjá IAAF. Þetta stökk ætti
að skila Þóreyju Eddu í 13.-14. sæti á
afreksskrá Alþjóða frjálsíþróttasam-
bandsins á árinu og í 7.-8. sæti á af-
rekaskrá Fijálsíþróttasambands Evr-
ópu en þar er árangur hennar upp á
4,50m skráður. Þórey Edda var í 9.
sæti á heimslistanum á árinu 2004 og
þá einnig í 7. sæti í Evrópu með ís-
landsmet sitt 4,60 metra en það setti
Þórey Edda.
Ásdís Hjálmsdóttir
- spjótkast
Ásdís
Hjálms-
13. sæti á heimslistan-
um ÞóreyEdda Elísdóttir
stangarstökkvari úr FH
stökk 4,50 metra á árinu.
Islendingarnir í Reading í miklum metum
ívar framlengdi og Brynjar bestur í október
ívar Ingimarsson hefur framlengt
samning sinn við Reading sem bind-
ur hann við félagið til 2008. ívar gekk
til liðs við Reading fyrir rúmum
tveimur árum síðan en hann var
áður á mála hjá Wolves og Brehtford
auk þess sem hann var lánaður til
Brighton og Torquay til skamms
tíma. Hann hefur leikið einkar vel
fyrir Reading undanfarið og skoraði
meðal annars sigurmark liðsins
gegn QPR um helgina. Var hann val-
inn í lið vikunnar í ensku 1. deildinni
eftir leiki helgarinnar.
fvar hefur leikið hverja einustu
mínútu í leikjum Reading á leiktíð-
inni og var Nick Hammond, yfir-
maður knattspymumála hjá félag-
inu, hæstánægður með tíðindi dags-
ins. „Ég er hæstánægður með að
ívar hafi skuldbundið sig við okkur.
Hann er lýsandi dæmi um hvernig
leikmenn við viljum hafa hjá félag-
inu og frábær fyrirmynd fyrir yngri
leikmenn."
Hinn íslendingurinn hjá Read-
fvar Ingimarsson
\Hefur átt rikan þátt
' i vetgengni Read-
ing á timabilinu.
« I Brynjar Björn
Gunnarsson Var
^valinn besti leikmað
% ur Reading í október
ing, Brynjar Björn Gunnarsson, var
valinn leikmaður októbermánaðar
af stuðningsmönnum félagsins en
könnun þess efnis fór fram á heima-
síðu liðsins. Brynjar þótti
standa sig afar vel í síðasta
mánuði en hann hefur átt við *
meiðsli að stríða undanfarið
og því ekki getað spilað
með liðinu í síðustu leikj-
um þess. Hann skoraði
þrjú mörk í október, þar af
tvö í sama leiknum gegn
Sheffield
United. Brynj-
ar fékk 37,5%
atkvæðannaen
Ibrahima Sonko, sem
var valinn leikmaður
mánaðarins af for-
ráðamönnum ensku
1. deildarinnar, varð
annar með 22,4% í
kjörinu.
eirikurst@dv.is