Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005
SÍOast en ekki síst DV
Sumir svífast einskis þegar bfla-
stæði eru annars vegar. Við Ikea í
Holtagörðum eru vel merkt bfla-
stæði fyrir fatlaða næst inngöngu-
dyrum. Oftar en ekki geta fatlaðir
viðskiptavinir verslunarinnar hins
vegar ekki lagt bflum sínum þar því
alheilbrigðir ökumenn 'hafa orðið
fyrri til og lagt í stæðin. Ekki eru
þeir fyrr farnir en aðrir koma og
leggja í stæðin. En sjaldnast eru
þeir fatlaðir.
Hér er um þjóðar-
skömm að ræða og algera vanvirðu
gagnvart þeim sem minna mega sín
en eru ef til vill að reyna að taka
þátt í lífsins leik meira af vilja en
getu. Þá lágmarkskröfu verður að
gera til viðskiptavina Ikea og ann-
arra verslana að þeir virði rétt fatí-
aðra sem þeir hafa barist fyrir lengi.
Fátt er ömurlegra fyrir fatlaða
en að koma að merktum bflastæð-
um þar sem bflum fullfrískra hefur
verið lagt. Slíkir ökumenn ættu að
skammast sín.
Ha?
Hvað veistþú um
deCODE?
1. Hvað heitir forstjóri
fyrirtækisins?
2. Hvenær var það
stofnuð?
3. Hvar eru höfuðstöðvar
þess?
4. Hver var aðstoðarfor-
stjóri þess árið 2003?
5. Hver virði er það í dag?
Svör neðst á síðunni
Hvað segir
mamma?
„Hann var alveg yndislegt barn,“segir
Bjarney Jóhannesdóttir, móBir knatt-
spyrnukappans Þórðar Guðjónssonar.
„Svo þegar hann stækkaði varð hann
mjög ábyrgðarfullur og er það enn. Hann
var alltafgóöur bróðir og góður strákur.
Það kom aldrei neitt annað til greina en
fótbolti hjá honum. Það er ekkert nema
gott um hann að segja. Ég er glöð að vera
aö fá hann aftur heim en við höfum þó
haldið mjög góðu sambandi meðan hann
hefur verið úti. Við erum miklir vinir.“
Þórður Guðjónsson er fæddur 14.
október 1973. Eftirað hafa slegið i
gegn í knattspyrnunni hér heima
hélt hann í atvinnumennsku til út-
landa. Hann hefur nú ákveðið að
snúa aftur heim eftir þrettán ár og
mun spila með sínu gamla liði, (A.
GLÆSILEGT hjá Benedikt Magnússyni
að lyfta meiru I réttstöðulyftu en nokkur
maður hefur áður gert.
1. Hann heitir Kári Stefánsson. 2. Það var stofnað árið
1996. 3. Þær eru á Sturlugötu 8. 4. Það var Hannes
Smárason. 5. Það er 480 milljóna dollara virði.
11 I mf ■
Ke stm vi
Hofðar til
„Mig langar bara til að
höfða til sómatilfmningar
þjófsins og biðja hann um
að skila gögnunum. Ég er
reiðubúin til að borga fyrir
harða diskinn. Vonandi sér
þjófurinn að sér þegar hann
veit hversu mikið tjónið er,“
segir Kristín Björk Kristjáns-
dóttir tónlistarkona.
í fyrradag braust bíræf-
inn þjófur inn í íbúð Kristín-
ar og meðleigjanda hennar
við Snorrabraut. „Við búum í
kjallara. Hann dírkaði upp
einn gluggann og skildi eftir
kúbein á rúminu mínu. Tók
sígarettur af meðleigjanda mínum
og tölvuna mína. Á henni var öll
tónlist sem ég hef samið og ég á
engin afrit af henni."
Kristín Björk er einn af stofn-
endum Tilraunaeldhússins og sem-
ur tónlist sína undir nafninu Kira
Kira. Það hlýtur að þykja kald-
hæðnislegt að fyrr í vikunni gaf hún
einmitt út sína fyrstu plötu, Skottu.
„Ég var að horfa á plötuna og hugsa
með mér hvort þetta væri virkilega
það eina sem ég á nú eftir. Ég ætl-
aði að halda útgáfutónleika á næst-
unni. Var að byrja að æfa með
Glugginn Þjófurinn
notaði kúbein tilað
[ spenna hann upp.
hljómsveit. Nú get ég það
ekki einu sinni."
Kristín Björk hafði einnig nýlok-
ið við tónlist fyrir útvarpsleikrit.
Átti að hitta leikstjórann skömmu
eftir stuldinn og sýna afraksturinn.
„Þetta er eiginlega versta áfall sem
ég hef lent í. Maður hugsar ekki um
tæki á svona stundu. Ég er á doða-
stiginu núna. En það eru fordæmi
fyrir því að þjófar hafi skilað
höfundarverki af tölvum sem
þeir stálu. Mér skilst að það
hafi virkað hjá Sigrúnu Eld-
járn og Bíóhljóði."
halldor@dv.is
Kristín Björk Krýpur við
staðinn þarsem tölvan lá
áður. Hún biðurþjófinn að
hafa samband á
netfanginu kirakira@this.is.
Fegurðardrottning áður en hún sló í gegn í pólitík
„Þetta var árið 1985 og ég var
17 ára gömul," segir Sif Sigfús-
dóttir sem nýverið hlaut glæsilega
kosningu í prófkjöri sjálfstæðis-
manna í Reykjavík. Hún hlaut átt-
unda sætið og mun því verða
áberandi í borgarmálum á næst-
unni. Á gömlu myndinni að þessu
sinni sést hún taka við verðlaun-
um fyrir sigur í keppninni Ungfrú
Skandinavía. „í kjölfarið á þessari
keppni fékk ég samning og bauðst
að starfa erlendis sem fyrisæta.
Það gerði ég í eitt ár. Var hálft ár í
Finnlandi og hálft ár í París. Þetta
var mikil upplifun fyrir mig enda
aðeins 17 ára gömul. Ég man að
ég var til dæmis að borga um tvö
hundruð þúsund krónur í húsa-
leigu þegar ég bjó í París og sá
gjörsamlega um mig sjálf. Þetta
veitti mér ómetanlega reynslu og
einnig innsýn í menningu ann-
arra þjóða."
ES3!
Brosað í gegnum tárin Sif
þiggur kórónu að launum ÍUng
frú Skandinavíu árið 1985
IK'
Krossgátan
Lárétt: 1 skurn,4 sleipt,
7 rambar,8 kaup, 10
faðmur, 12 létust, 13
kvæði, 14 stybbu, 15
kyn, 16 ágeng, 18
óhreinkar, 21 sveia, 22
skoðar, 23 ryk.
Lóðrétt: 1 ánægð, 2 for-
móður, 3 útlægur, 4 far-
angur, 5 geislabaugur, 6
kaðall,9 fjármunir, 11
þvinga, 16 námsgrein,
17 vafi, 19 fataefni,20
hvassviðri.
Lausná krossgátu
•)|OJ07 'nei 6 L 'ffð á l 'bej
91 'egAau l i 'jngne 6 'öoj g'eje s '^sejjngeq y 'Jn>jaejpue| £ Ymg z '|æs t jjajcgi
•>jsn>j íz 'J!?6 ZZ 'essng L7 'Jeje 81 'jjajj
91 'Mæ s i '>jÁaj y i 'Jngo £ i 'npp z i 'öueg o L 'unej 8 'JeöeA l 'J|?M þ '|a>js l
MARKAÐURINN
P7LGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Mest lesna
viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
<3