Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR / 0. NÓVEMBER 2005 Lífíö DV ghampionsh ip! „Spilið hefur verið til í einhverri mynd í rúm 130 ár, en fyrir um 35 árum varð það að Othello" segir hinn 22 ára Ben Seeley, núverandi heimsmeistari í borðspil- inu Othello, en í dag, á morgun og á laugardaginn mun heimsmeistaramótið fara fram í 29. skipti hér á landi. „Ég hef spilað spilið í rúm sex ár," segir Ben sem kem- ur frá St. Barbara, en honum var gefið spilið að gjöf og hefur ekki hætt síðan. „í Othello eru einfaldar reglur, en samt sem áður þurfa leikmenn að beita mikilli kænsku og útsjónarsemi," segir Ben varðandi það af hverju hann heiiiaðist af spil- inu. „Othello snýst meira um hreyfanleika en skák og svo tekur líka styttri tíma að spila það," en Ben segir að það sé ekkert því til fyrirstöðu að Othello verði jafh vin- sæll leikur og skák. Snýst um að sölsa undir sig borðið Othello spilast þannig að leikmenn eru hvor með sinn litinn, svart og hvftt. Þeir skiptast á að leggja litaða skildinga á borðið þar til einn leikmaðurinn hefur náð til sín með viðeigandi brellum öllu borðinu. Heimsmeist- aramótið hefur verið haldið víða um heiminn og er mik- iil heiður að það skuli vera haldið á íslandi í ár. Leik- menn sem taka þátt á mótinu þurfa að hafa sigrað keppnir í heimalandi sínu, er það að sögn Bens oft mik- ið puð, en samt sem áður eru 64 leikmenn mættir á klak- ann til þess að keppa. Helsti keppninauturinn er fimmfaldur heims- meistari Þegar blaðamann bar að garði, var Ben að spila „vinaleik" við sinn helsta keppninaut á mótinu en það er hinn 37 ára Hideshi Tamenori sem kemur frá Japan. Hideshi fékk spilið í jólagjöf frá móður sinni þegar hann var 15 ára og einu og hálfu ári seinna var hann orðinn heimsmeistari. Hideshi vann mótið 1986, 1988, 1989, 1990 og árið 1995. Eftir það settist hann í helgan stein en hefur núna ákveðið að snúa aftur, skarpari en nokkru sinni fyrr. Þrjú þúsund dalir í fyrstu verðlaun Sigurvegari heimsmeistaramótsins fær þrjú þúsund dafi í verðlaun. Þeir sem komast í efstu sætin fá ferða- vinninga en varúnn er að bestu leikmennirnir þurfi ekki að borga sjálfir ferðalög sín á heimsmeistaramódð. Ben segist hafa brugðið mikið þegar hann kom til íslands. „Ég kem frá stað þar sem fólkið er þekkt fyrir að vera fal- legt og í góðu formi, en hér eru allir fallegri, í betra formi og virðast jafrivel gáfaðri," segir Ben á meðan Hideshi segist sjaldan hafa bragðað jafn gott sjávarfang og hann fær hér, sem verður að teljast mikið hrós, komandi frá Japana. dori@dv.is ■S£s Um þessar mundir er haldið heims- meistarmót í borðspilinu Othello á Hótel Loftleiðum. 64 leikmenn eru komnir til landsins víðs vegar að úr heiminum, en í fyrstu verðlaun eru þrjú þúsund dalir. Núverandi heims- meistari spilsins Ben Seeley vonast til að verja titilinn. Banist til siðasta Stuðmenn hafa fengið spennandi tilboð frá þýska sjónvarpinu Boðið að spila fyrir 25 milljónir áhorfenda „Hljómsveitinni hefur borist boð að taka þátt í risaáramótaútsendingu þýska sjónvarpsins," segir Jakob Frí- mann Magnússon Stuðmaður spurður um hvað sé á döfinni hjá sveitinni. Þátturinn sem um ræðir er í umsjón Karis Meuk, sem er hinn þýski Hemmi Gunn að sögn Jakobs. Þáttur einkennist af einu stóru M-i. Það er Músíkþáttur Meuk fyrir Mið- aldra Miðstéttir Mið-Evrópu sem að- hyllast „Middie of the road" tónlist. Þetta er lokaþáttur Meuk og er áætl- að að um 25 milljónir horfi á hann. Ekki er þó víst að Stuðmenn sjái sér fært að mæta. Þeir eru beðnir um að vera mættir út þann 28. desember en Egill Ólafsson er þá að leika í Tú- skildingsóperunni í Þjóðleikhúsinu, sem og þann 29. og 30. desember. Eins og kemur fram í myndinni Með allt á hreinu þá „setur þú Stuðmönn- um enga afarkosti" og það ættu þýskir sjónvarpsframleiðendur að vita. Hafa því hljómsveitarmeðlimir stungið upp á því að hljómsveitin komi út þann 28. desember, en Egill þann 31. desember. „Ef þeir eru til- búnir að koma til móts við okkur þá erum við fyr og flamme, og komum med det samme," segir Jakob. Annars er hljómsveitin komin í sitt „árstíðabundna orlof' sem hófst í september og stendur til loka janúar. Meðlimir sveitarinnar hafa snúið sér að hinum ýmsu verkefnum í orlof- inu. Söngkonumál eru þó ekki alveg ráðin. Hildur Vala var ráðin sem gestasöngvari í íslandshottið í sum- ar. í því fólst hvorki skuldbinding né útilokun á frekara samstarfi enda stóð Hildur Vala sig frábærlega að sögn Jakobs. Hins vegar fer Bryndís Ásmundsdóttir með þeim til Þýska- lands ef af verður. Hún hefur í tvígang komið fram með Stuðmönn- um í Þýskalandi með góðum árangri. „Ég held að að öðrum meðlimum sveitarinnar ólöstuðum, hafi hún vakið mesta aðdáun Þjóðvetjanna með sínum glaðværa þokka," segir Jakob. Hann segir að það komi jafnt til greina að fjölga söngkonum eða hreinlega sleppa því að vera með söngkonu í bandinu. „Það getur allt eins verið að við leyfum sveitinni að spreyta sig eins og hún starfaði fyrsta áratuginn, með testósterón drjúp- andi af hverju strái." soli@dv.is Stuðmenn Búiöer aö bjóða Stuömönn- um að spila fyrir 25 milljónir áhorfenda. Madonna of sjálfselsk Madonna hefur nú viðurkennt að slitnað hafi upp úr sambandi hennar og leikarans Seans Penn vegna þess að hún hafi verið of sjálfselsk f sambandinu. Þau gengu f hjónaband árið 1985 en fjórum árum sfðar slitnaði upp úr sambandinu. Það er ekki fyrr en núna sem hún er tilbúin að við- urkenna ástæðuna fyrir skiln- aðnum. „Ég var ekki til- " búin f hjónaband þá, ég var heltekin af mínum eigin frama og gat ekki . hugsað mérað gefa af mér eins og þarf f sambandi," > segir söngkonan sem nú er hamingjusam- lega gift leikstjóran- um Guy Ritchie. Keira beyg- irsig aftur Keira Knightley segist vera tilbú- in að leika f framhaldi af mynd- inni Bend It like Beckham sem gerði allt vitlaust fyrir tveimur árum. Leikstjórinn segir persón- urfyrri myndarinnar hafa verið það vel f “ . gerðar að mjög V , auðvelt sé að gera framhald þar sem karakterarnir hafi þroskast og breyst. Það séu þvf engar ifkur á þvf að þetta verði slöpp eftirmynd af hinni eins og oftvill verða. „Ég hlakka til að taka þátt í næstu mynd," segir Keira en tökur eiga að hefjast snemma á næsta ári. i Jamie Foxx vill ieika Tyson Leikarinn Jamie Foxx segist langa mikið til að leika boxarann knáa og ofbeldishneigða MikeTyson á næstunni. „Mér finnst saga Mikes Tyson einkar áhugaverð. Reyndar held ég að það sé áhugaverðasta saga sem fólk hefur ekki heyrt nú þegar en fólk verður bara að fá að vita hvernig ævi hans hefur verið. Það á eftir að gera ykkur vitlaus," sagði Jamie Foxx spenntur. €

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.