Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Blaðsíða 31
DV Lífið FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 31 ,***r eru *‘ffc að líta feitlaginn dreng “f Dav.'ð Smári hefur I nrðinn grannur með stutt har. Songvarmn u* e*r» gjörhreyst útlitslega á síðustu sjo manuðum. „Það eru farin 30 kfló í það heila,“ segir Dav- íð Smári Harðarson söngvari. Það eru um sjö mánuðir síðan Idol-stjarnan leit í spegil og hugsaði: „Nú er komið nóg.“ Hann arkaði með sín 140 kfló inn í íþróttahúsið í Garðabæ og fór að hreyfa sig. Nú eru 30 af þessum 140 farin og vill Davíð ná af sér 10-15 kflóum í viðbót áður en hann verður fullkomlega sáttur. „Nú er ég bú- inn að missa heilt tíu ára barn.“ Kílóin hrynja af Dav- ið Smári keypti þessar buxur fyrir einum og hálfum mánuði. Svanfríður Jónasdóttir er 54 ára í dag. „Konan sem um ræðir mótar líf sitt eins og deig í sitt daglega brauð af einstakri natni og reynslu sína beitir hún viljastyrk, þrá, hagræð- ingu og skipu- lagningu," seg- ir í stjörnuspá hennar. Svanfríður Jónasdóttir IJi f . r 1 J 1 Breytt mataræði og Herbalife Þeir sem sjá Davíð Smára hljóta að velta fyrir sér hvað í ósköpunum hann hafi gert til þess að losna við öll þessi kfló. „Ég breytti mataræðinu og fór að hreyfa mig meira. Síðustu tíu kfló eru búin að fara með Her- balife," segir Davíð. Er þetta Herbalife ekki stórhættulegt eitur? „Nei, alls ekki. Þetta eru ýmis vítamín og nauðsynleg næring. Það var á tímabili sem ég komst ekkert í ræktina og var bara á Herbalife, þetta voru einhverj- ar tvær vikur. Ég missti fimm kfló á i þessum tveim- ur vikum," segir Davíð. A Salatbarnum Davíð borðar á Salatbarnum nán- astdaglega. Vill verða eins og Tom Selleck Davíð segist ekki vera orðinn skorinn. „Ekki alveg strax. Maður þarf að byggja sig talsvert upp til þess.“ Hann hefur staðið í þessu átaki nánast einn og óstuddur. Enginn einkaþjálfari og ekkert veðmál sem rekur hann áfram. „Ég hef soldið talað við hann Svavar frænda minn í Fit- ness sport. Ég fékk ráðleggingar frá honum til að byrja með og svo hef ég fengið ráðleggingar hjá því fólki sem hefur látið mig fá Herbalife," segir Davíð. „Það sem ég er í rauninni að gera núna er að hreyfa mig cflmennilega. Ég stefni að því að ná 88 armbeygjum á einni mínútu." Ætlaröu í fitness? „Nei, nei, nei. Ég er bara að gera þetta fyrir sjálfan mig. Ég er að reyna að ná þessu Tom Selleck-útliti fyrir utan mottuna," segir Davíð , og hlær. „Nei, ég segi svona. Ég er bara að gera mig heilbrigðan." ' Hárið hálft kíló Davíð segist vitanlega vera talsvert léttari á sér eftir þetta átak. Hann segir þetta lflca hafa áhrif á andlegu hliðina. „Það fylgir alltaf, maður er auðvitað miklu öruggari með sig.“ Þau kfló sem Davíð hefur misst eru þó ekki hrein fita. „Það fór grínlaust hálft kfló með hár- inu. Þetta var orðið svo sítt og svo var það svo rosalega þykkt lflca," segir Davíð. Þessa dagana er Davíð að syngja hér og þar til að fylgja eftir plötu sinni sem kom út í sumar. Þess á milli fer hann á Salatbarinn og borðar grænmeti og grænmetisbuff. soli&dv.is Dýrðin skrapp til Bandaríkjanna „Það var fáránlega mikið stress að spila í Bandaríkjunum" segir Ein- ar Sigurður Hreiðarsson, gítarleikari í hljómsveitinni Dýrðin, en hljóm- sveitin skrapp til Bandarflcjanna um daginn til að spila á festivali sem nefnist Pop Fest. „Þetta kom þannig til að h'tið út- gáfufyrirtæki sem heitir Skipping Stones Records fann einhvem veg- inn demó með okkur og vfldi fá disk með okkur sendan til sín. Við ákváð- um þá að tékka aðeins á þessu og fundum þá út að þeir væm með þetta festival. Við höfðum samband og þeir höfðu áhuga á að fá okkur á festivalið", segir Einar og er greini- lega mjög ánægður með þetta. „Við urðum soldið stressuð og drifum okkur í að kaupa miða út þegar við föttuðum að tékka á loft- brúnni sem er ferðastyrkur fyrir ís- lenska tónlistarmenn sem Reykja- vflcurborg veitir, og fengum styrk fyrir eina miðanum sem við áttum eftir að kaupa" segir Einar. „Fyrir utan það að spila á Pop Fest spiluðum við í Boston og New York á lidum stöðum en stemningin var góð, hittum fullt af öðmm hljómsveitum og alls konar liði sem var mjög skemmtilegt." Hljómsveitin Dýrð in Skrapp til banda- rikjanna til að taka þátt í Pop Fest. I Spurður um það hvort hann haldi að svona festivöl virki fyrir hljómsveitir svarar hann að hann sé viss um það. Á einhvern hátt alla- vega. „Annars hefur Dýrðin bara verið á fullu að spila og-spiluðum við til dæmis á Innipúkanum og á Airwa- ves. Það var rosalega stressandi að spila á Airwaves því tímapressan var mikil en mjög góð stemning í gangi," segir Éinar að lokum. Vatnsberinnno./an.-ia.ferij Hættu að eyða tíma þínum I óþarfaáhyggjur ef þú ert fædd/ur undir stjörnu vatnsberans. Þú birtist hér hæglát manneskja sem er fær um að vera ástfangin af ástinni á tilverunni sem er góður eiginlelki í fari þínu. Fiskarnir 09.febr.-20.mars) Ef þú ert sannarlega tilbúin/n að stfga næsta skref til fulls sem tengist breytingum á högum þínum ættir þú ekki að hi.ka við að takast á við drauma- hlutverkið þitt en ef þú hinsvegar finn- urfyrirtilfinningum innra með þér sem eru tvístígandi varðandi framhaldið ættir þú að gefa þér meiri tíma áður en lengra er haldiö af einhverjum ástæð- um. Alls ekki láta aðra ákveða hvert þú stefnir. Hrúturinn (21. mars-19. april) Láttu ekki happ úr hendi sleppa ef þú stendur frammi fyrir aug- Ijósu tækifæri sem þér býðst hérna dagana framundan, kæri hrútur. NaUtið (20. april-20. maí) Hlátrasköll þín eru áberandi. Þú ættir ekki að hika við að gera meira af því að brosa því þannig dregur þú já- kvæðni inn á við svo um munar. Tvíburarnir (21. mai-21.jání) Ef þú vaknar þreytt/ur er þér ráðlagt að vinna ekki yfir þig og alls ekki eyða orku þinni í svokallaða orku- þjófa (ójafnvægi i samskiptum) sem þú átt til að umgangast án þess að átta þig á því jafnvel. Reyndu að vera I kringum fólk sem eflir þig og styður þig því þar leynist ekki síður styrkur þértil framfara en innra með þér. Krahbm Q2. júni-2ijúio Ef þú stendur á vegamótum varðandi starf þitt er það sem koma skal jákvætt svo sannarlega þó þú haldir öðru fram í dag. Lj Ó n i ð (2J. júli- 22. ógúv) Þú leiðbeinir náunganum af slikum krafti og alúð að betri félagi finnst ekki. Endalaus forvitni þín er já- kvæð í alla staði en hér er virkni þín mikil út á við. Þú ættir að nýta þér kraft þinn vel og vandlega (nóvember. Meyjan (21 ágúst-22. sept.) Kraftur þinn og kröfulaust trygglyndi kemur þér þangað sem þú ætlar þér ef þú sýnir þolinmæði. Þú virðist vera fær um að gera allt vel. Vogin (2lsept.-21.okt.) Þú virðist velja öfgar í verk- efni sem tengist þér hér og átt það jafnvel til að varpa allri gætni hér og gerir einhverskonar uppreisn. Sporðdrekinn Hér birtist sporðdrekinn mjög móttækilegur og opinn gagn- vart öðru fólki miðað við árstíma en einnig kemur fram að þú skilur tilfinn- ingar fólks frá hjartanu en mættir huga beturað eigin Kðan í nóvember. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des) Orkumiklir straumar birtast hér. Dagarnirframundan sýna þig sann- an vin félaga þinna þar sem hreinskilni, sjálfskönnun og virk hlustun á vissulega vel við. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Aðeins með því að vera óháð/ur vandræðum getur þú fagnað frelsinu og verið glaður/glöð. Stjarna steingeitar ætti að ganga hægt um gleðinnar dyr í dag og fram yfir helgina. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.