Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 Fréttir BV Efasemdir um réttarhöld Eftir morðið á lögmanni fyrrverandi varaforseta fraks í fyrradag hafa spurn- ingar vaknað um réttmæti þess að haida réttarhöldin yfir Saddam Hussein og samstarfsmönnum hans í írak. frakska lögreglan segir að lögmönnum sakborn- inga bjóðist að fá vernd lögreglu eins og öðrum starfsmönnum réttarins. Réttarhöldunum var frestað til 28. nóvember, en búist er við að lögmennirn- ir muni fara fram á að þau verði færð til annars lands vegna óöryggis þeirra. Þrjósk Norð- ur-Kórea Norður-Kórea hefur sest í fimmta sinn að samninga- borðinu um stöðvun kjarn- orkuáætlunar sinnar. I þetta sinn eru viðræðurnar haldnar í Kína. Síðast var vonast til að eitthvað hefði rofað til, en þær vonir urðu nánast að engu þegar N- Kóreumenn fóru fram á að fá léttvatnskjarnaofn frá Bandaríkjunum. Því var hafnað af þeim síðar- nefndu. Ráðamenn í Norð- ur-Kóreu hafa hingað til neitað alþjóðlegum eftir- litsmönnum aðgengi að rannsóknarstofum sínum. Morðinqi sem iðrast ekki Hinn 37 ára Chai Soua Vang var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á sex manns í Banda- ríkjunum 21. nóv- ember í fyrra. All- ir hinir látnu voru ættingjar eða vin- ir sem voru við veiði þegar Vang skaut þá. Engin iðrun var sjáanleg í fari Vangs að máti dómara. „Ég skil reiði ykkar, gremju og sorg,“ sagði Vang við upp- kvaðningu dómsins en baðst aldrei afsökunar á ódæðinu. í skotárásinni særðust þrír aðrir og báru þeir allir vitni við réttar- höldin. Vang kom frá Laos til Bandaríkjanna árið 1980. Apple í góðum gír Þeir kalla það geisla- baugsáhrif hjá Apple. Um ein milljón not- enda Windows keypti Macin- tosh-tölvur á þessu ári og þakkar Apple það vinsældum Ipod. Veita Apple hefur aukist að meðaltali um 48% á ári síðan iPod kom á markað. Næsti leikur Apple verður að kynna tölvur sem eru keyrðar áfram af Intel- örgjörvum, þeim hinum sömu og hafa keyrt Windows-tölvur um árabil. The Guardian birti í fyrradag brot úr endurminningum Sir Christophers Meyer, fyrrverandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum. Hann fer stórum orðum um Tony Blair og starfsfólk hans. Bókin kemur út á næstunni en líkur benda til að bókin muni valda miklum umræðum innan Bretlands svo og utan þess. Alastair Campbell, Blair og Meyer Sléttirá yfirborðinu en undir kraumar barnaskapurinn. ipr • 1jhi 4 I II * i | 1; Uli || | |K UáH'J ll 1 JJ- . JLLUi j 11 „Mér fannst sem Downing-stræti 10 áliti sendiráðið samkeppnisaðila í samskiptum við Bandaríkjastjóm. Ég fann fyrir gremjufullri vanþóknun þeirra á þeim góðu samböndum sem við höfðum náð við Bush-stjórnina, samböndum sem vom gerð einungis fyrir ríkisstjórn hennar hátignar," segir Meyer í endurminningunum en umtöluðustu kaflamir fjalla um sam- skipti Blairs við Bush og Bandaríkja- stjóm. Mátti ekki koma í mat „20. september 2001 kom Tony Blair til New York til að vera viðstadd- ur minningarathöfn fyrir þá sem lét- ust í árásunum 11. september. Eftir það átti hann að fljúga strax tif Was- hington á neyðarfund með Bush." Vegna tafar í öryggisleit blaða- manna sem fylgdu Blair þurfti að af- lýsa fundinum, en eigi að síður ætlaði Bush að hitta Blair yfir kvöldverði síð- ar sama dag. Ráðgjafi Blairs, Jonath- an Powell, kom tO Meyers og sagði: „Tony vill frekar taka Alastair [Camp- bell, ráðgjafa] með í matinn en þig, því miður." Condi til bjargar Hefði Meyer verið fjarstaddur á þessum kvöldverði hefði hann og sendiráðið misst allt traust Bush og stjómar hans. „Ef þetta gerist munuð þið skera af mér helvítis hnén allan þann tíma sem ég á eftir hérna í Was- hington. Er þetta það sem þið viljið?" spurði Meyer. Blair bar fyrir sig að Bush hefði „Blair var sjötti for- sætisráöherrann á mínum ferli og ég hafði aldrei kynnst öðrueins." sagt þrjá geta komið með honum í matinn. Meyer hringdi þá í Hvíta húsið og sagði fjóra koma með Blair. í ljós kom að starfslið Blairs hringdi og sagði að hann kæmi ekki. Condo- leezza Rice kom Meyer á endanum til bjargar og lét leggja á borð fyrir hann. Eftir sat tilfinningin að ekki væri allt með felldu. „Hvar er Catherlne?" Næsta niðurlæging Meyers kom ári seinna í heimsókn Blairs á búgarð Bush í Texas. Sendiráðið var ekki með í undirbúningi heimsóknarinn- ar en hápunktur hennar var kvöld- verður. Eiginkona Meyers var ekki á gestalistanum. „Hvar er Catherine?," spurði Laura Bush sendiherrann. „Ég held að henni hafi ekki verið boðið," svaraði Meyer skömmustu- legur. „Nú? Enginn ráðfærði sig við okk- ur. Við hefðum viljað hafa hana hér," sagði Laura. Eiginmaður hennar Ge- orge Bush tók í sama streng við sendiherrann. Starfslið Blairs laug því að Meyer að konan hans væri ekki á gestalista Bush-hjónanna. Laura og Cherie Starfsliö Blairs kom i veg fyrir að eiginkona Meyers kæmi með i matarboð og hitti leiðtogafrúrnar. Mátti ekki í hjartaaðgerð Meyer hætti sem sendiherra í febrúar 2003. Hann samþykkti að starfa 18 mánuðum lengur vegna arftaka síns, Davids Manning, sem gat ekki tekið við embættinu fyrr en þá. Meyer hafði þá greinst með hjartatruflanir og vildu bandarisku læknarnir ólmir skera hann upp vegna þess. Utanríkisráðuneyti Breta var ekki á sama máli og bar meðal annars við peningaleysi og sagði bandaríska lækna vera of ákafa. Þegar Meyer kom heim til Bretlands og lagðist undir hnífinn hjá breskum læknum kom í ljós að loka í hjartanu var svo illa farin að það þurfti að skipta henni út. Hann komst að þeirri nið- urstöðu að læknarnir vestanhafs höfðu haft rétt fyrir sér og Bretarnir ekki. Því miður var það ekki það eina sem hann hafði upp á Breta að klaga. Menn þarlendis bíða spenntir eftir útgáfu bókarinnar. haraldur@dv.is Blair og Bush Meyerlýsirþví hvernig starfslið Blair reyndi í sífellu að koma i veg fyrir samskipti hans við Bush og Bandaríkjastjórn. Nærri sólarhring á lofti án millilendingar Forsætisráðherra lofar 2.000 milljörðum Beintflugfrá Hong Kong til London Boeing hyggst slá met í dag þegar 777-flugvél þeirra lendir í London um klukkan 13.30 eftir 23 klukku- stunda flug frá Hong Kong. „Flugáætlunin gerir ráð fyrir að við setjum met sem er töluvert ofar en núverandi met,“ segir Suzanna Darcy-Hennemann flugstjóri. Hún og yfirflugstjóri Boeing tóku á loft frá Hong Kong í gær. Boeing eiga nú þegar nokkur met, þar á meðal í vegalengd en þá var það 747-gerðin sem flaug 17.039 kílómetra frá London til Sydney. Nú ætlar fyrir- tækið að slá eigið met og fljúga rúm- lega 20.300 km. Flugvélar af þessari tegund og gerð munu geta tekið 301 farþega og farangur þeirra rúmlega 17.000 kíló- metra. Lengsta flugleið Icelandair núna er til San Francisco í um 6.744 km fjar- lægð frá Keflavík. Suzanna Darcy- Hennemann Flug- stjóri sem vonast til að slá heimsmet. Heimsmetabók Guinness mun fylgjast með fluginu og fulltrúar hennar vera viðstaddir lendingu vélarinnar í dag. Alls hafa 42 flugfé- lög pantað meira en 700 eintök af 777. Nýlega pantaði Avion Group fjórar flugvélar af þessari tegund til fraktflugs. Nýja franska byltingin Dominique de Villepin, forsætis- ráðherra Frakklands, hefur lofað 30 milljörðum evra, um 2.000 milljörð- um króna, til úrbóta í félagsmálum í Frakklandi. Fjármunirnir verða að- allega notaðir í úrbætur hjá ungu fólki í Frakklandi - þeim hópi sem bytjaði óeirðirnar. Hann tilkynnti á sama tíma um róttækar aðgerðir stjórnvalda til að enda ofbeldi það sem viðgengist hefur í landinu und- anfarnar tvær vikur. Umbæturnar eru miðaðar að því að skapa jafnrétti og atvinnu til handa 1,5 milljónum manna sem eiga við erfiðleika að stríða sökum stéttaskiptingar. Atvinnuleysi er um 10% á landsvísu í Frakklandi, en í þeim hverfum sem uppþotin .urðu hvað mest nær það 40%. Stór hluti þess unga fólks sem byrjaði óeirð- irnar hefur aldrei átt útivinnandi foreldra. Atvinnuleysið hefur þannig Dominique de Villepin Forsætisráöherrann ásamt Azouz Begag, ráðherra jafnréttismála. gengið í erfðir vegna illra möguleika þessa hóps að komast í atvinnu. Útgöngubann og rýmri heimildir lögreglu til að hemja óeirðirnar virð- ast hafa tilætluð áhrif. Einungis var kveikt í um 600 bílum í Frakklandi í gærnótt, lækkun um helming frá því þegar mest var.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.