Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Blaðsíða 14
74 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005
Fréttir BV
Hægt á í
Hallormsstað
Hámarkshraði á vegin-
um um Hallormsstað verð-
ur lækkaður. Vegagerðin
tók þessa ákvörðun í ljósi
banaslyss sem þar varð síð-
asta sumar þegar bresk
hjón létust og islensk kona
slasaðist alvarlega. Kaflinn
þar sem 50 kílómetra há-
marskhraði er verður
lengdur og sömu sögu má
segja um kafla þar sem er
70 kílómetra hámarkshraði.
Auk hefðbundinna umferð-
armerkja verða málaðar
hvítar upphleyptar rendur
þvert yflr veginn.
Engin ný rými
til 2008
„Ekki er fyrirsjáanlegt að
tekin verða í notkun ný
hjúkrunarrými í Suðvestur-
kjördæmi á árun-
um 2005-2008,"
sagði Jón Kristjáns-
son heilbrigðisráð-
herra á Alþingi fyrir
skömmu. Þar með
svaraði hann
fyrirspum Valdi-
mars L. Friðriks-
sonar þingmanns
þess efnis. Alls er að finna
398 hjúkrunarrými í kjör-
dæminu, og víða er þröngt
búið eins og fr éttir að und-
anfömu hafa sýnt. Næstu
þijú ár má því búast við
óbreyttu ástandi á hjúkrun-
arheimilum.
Geravið eða
byggja nýja
Homfirðinga bíður nú
margra milljóna króna
sundlaugarákvörðun. Hvort
á að byggja nýja sundlaug
fyrir 243 milljónir króna eða
á að endurbæta gömlu laug-
ina fyrir 116 milljónir króna?
Niðurstaðan yrði sú sama í
hvom tilfelli fyrir sig, dúk-
lögð 25 metra laug með 49
metra sundlaug. Síðari kost-
urinn hefur augljóslega
þann kost að vera ódýrari.
Homfirðingum þykir sá fyrri
þó vera framsýnni lausn
sem gæti fylgt aukin hag-
ræðing í rekstri með
samnýtingu með skóla og
íþróttahúsi.
Hestamenn
fagna
Hestamenn munu vafa-
laust skemmta sér konung-
lega næstkomandi laugar-
dag á Hótel íslandi því þá
verður haldin uppskeruhá-
tíð hestamanna. Meðal við-
burða þetta kvöld er val á
hrossaræktanda ársins,
kynbótaknapa ársins og
knapa ársins. Það þarf vart
að taka það fram að þessar
nafnbótir em vitanlega há-
punktur ferils hvers rækt-
anda og hestamanns.
Framburður læknis þess efnis að Phu Tien Nguyen hafi mögulega fengið heila-
hristing skömmu áður en hann banaði Vu Van Phong varð til þess að einn
dómari skilaði séráliti við dómsuppkvaðningu í gær. Tveir dómarar dæmdu
Tien í sextán ára fangelsi en heilahristingskenningin opnar fyrir áfrýjun. Sig-
mundur Hannesson, verjandi Tien, segist búast við því að það verði gert.
Phu Tien Nguyen var í gær dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir
morðið á Vu Van Phong og árásina á Mahn Zuan Luu
skömmu síðar. Einn þriggja dómara Héraðsdóms Reykja-
ness, Guðmundur L. Jóhannesson, skilaði séráliti og vildi
dæma Tien í 13 ára fangelsi. Dóttur hins látna voru dæmdar
um fimm milljónir í skaðabætur.
Eins og DV hefur áður greint frá
var ástæða hins hryllilega atburðcir,
í Hlíðarhjalla í maí, deilur um hvort
siðir Víetnema frá heimalandinu
skuli virtir hér á íslandi eður ei.
Samkvæmt víetnömskum sið sýna
yngri menn sér eldri mönnum
virðingu sem felst í því til dæmis að
kalla þá frænda en nota ekki nafh
þeirra.
Göt á báðum lungum
Misjafnt er hversu mikið þessi
siður er hafður í heiðri en svo virð-
ist sem Phu Tien Nguyen hafi þótt
hann mikilvægur. Hann reiddist
Vu Van Phong sem var þremur
árum yngri en Tien vegna þess að
Vu virti þessa hefð ekki né skyldaði
dóttur sína, Kristínu, til að gera
það. Deilur um þetta sköpuðust og
svo fór, þegar Phong og Tien voru
staddir inn á baðherbergi íbúðar-
innar að Hh'ðarhjalla, að átök
þeirra á milli spruttu upp. í átök-
unum dró Tien fram tuttugu sentí-
metra langan hníf sem hann hafði
innan klæða og banaði Phong. Við
hnífstimgur Tien komu göt á bæði
lungu Phong og lést hann skömmu
síðar að völdum innvortis blæð-
inga.
Vissi ekki að hann hefði ver-
ið stunginn
Hnífinn hafði Tien með sér í
matarboðið, að hans sögn, vegna
annarar venju sem er í hávegum
höfð í heimalandinu Víetnam. Þar
tíðkast að setja hm'f undir dýnu
komabama til að halda í burtu ill-
um öndum. Mahn Zuan Luu, sem
varð var við átök Tien og Phong á
baðherberginu og reyndi að bjarga
Phong, var einnig stunginn. Hann
fékk sár á læri en bar fyrir dómi að
hann hafi ekki gert sér grein fyrr en
eftir átökin að hann væri særður.
„Adrenalínið gerði það að verk-
um að ég tók ekki eftir neinu,"
sagði hann í viðtali við DV daginn
eftir morðið. „Ég var ekkert hrædd-
ur, hugsaði ekki um það. Ég hugs-
aði bara um að bjarga Phong,"
bætti hann við.
Heilahristingskenningin
opnar fyrir áfrýjun
Tveir af þremur dómurum hér-
aðsdóms dæmdu Tien í sex mán-
aða fangelsi fyrir æðiskast sitt sem
skildi Mahn eftir í sámm og Phong
í valnum. Guðmundur L. Jóhann-
esson dómari skilaði hins vegar
sératkvæði og vísaði í lagagrein þar
sem segir að hafi maður framið
brot í ákafri geðshræringu, vegna
skammvinns ójafiivægis á geðs-
munum, megi færa refsingu niður.
Með þessu vitnar Guðmundur til
framburðar læknis við aðalmeð-
ferð málsins sem ekki gat útilokað
að Tien hafi hlotið heilahristing í
átökum við Phong sem skert hefðu
sjálfstjóm hans og dómgreind.
Sigmundur Hannesson, verj-
andi Tien, sagðist í samtali við DV í
gær fastlega búast við því að niður-
Sigmundur Hann-
esson og Phu Tien
Nguyen Sigmundur
erverjandiTien.
Hann segist fastlega
búast við þvíað mál-
inu verði áfrýjað.
Thanh Viet Mae og dótt-
ir hennar Kristín Kristínu
voru dæmdar um fimm
milljónir I skaöabætur.
-ssss:------ . ^ r WB
Mahn Zuan Luu Varð einnig fyrir
árás Tien I Hliðarhjalla.
Sv-i-V
„Eg var ekkert
hræddur, hugsaði
ekki um það. Ég
hugsaði bara um að
bjarga Phong."
stöðu héraðsdóms yrði áfrýjað.
Hann segir framburð læknisins um
hugsanlegan heilahristing Tien
veigamikinn þátt í málinu sem
verði á meðal annars reifaður frek-
ar í Hæstarétti.
andri@dv.is