Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Blaðsíða 40
JT* Y £ t íJ^Jj í 0 í Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
^jrwfnleyndar er gætt. q q rj Q
SKAFTAHLÍÐ24, WSREYKJAVIK [ STOFNAÐ 1910] SÍMÍSS05000 5 690710 111117
• Tælenski veitingastaðurinn
Krua Thai i Tryggvagötu er vinsæll
hjá fína og fræga
fólkinu á Islandi
um þessar mund-
ir. DV birti frétt
fyrir skömmu þar
sem greint frá því
að skákmeistar-
inn Bobby
Fischer væri
fastagestur á staðnum og afar hrif-
inn af íslenska fisknum sem mat-
reiddur er á tæ-
lenska vísu á Krua
Thai. Heiðurs-
hjónin Björgólfur
Guðmundsson og
Þóra Hallgríms-
son virðast einnig
vera hrifin af
staðnum því þau
hafa sést á staðnum að undan-
förnu í fylgd góðra gesta...
Á hann gírkassa í
Skóda?
'Gunnar og Unnur Með bíl-
hræm fyrir utan húsdyrnar.
Bílhræin Eru án dekkja
með brotnar rúður og voru
dregnar á staðinn af traktor.
„Hann sagðist vera með þrjátíu
bíla sem hann ætlaði að setja hér fyr-
ir utan húsið,“ sagði Gunnar Tyrf-
ingsson í samtali við DV í gær. „Sverr-
ir ætlar vfst að opna bflapartasölu hér
fyrir utan húsdymar."
Nágrannadeilan sem DV hefur
fjallað um hefur náð nýjum hæðum.
Um tvöleytið í gær mætti Sverrir Þór
Einarsson, Sverrir tattú, á traktor fyr-
ir utan hús Gunnars og Unnar, sem
stendur nokkuð fyrir neðan hús
tengdamóður hans. Hann hafði
dekkjalausa bifreið í niðumíðslu í eft-
irdragi og skildi hana fyrir utan hús
þeirra hjóna.
„Við hringdum á lögregluna sem
kom hingað og ræddi við Sverri, tók
ljósmyndir og benti síðan á heil-
brigðiseftirlitið og fór til Ólafínu,"
sagði Gunnar. Eftir það reyndi Gunn-
ar ásamt lögreglunni að ná í Helga
Helgason, fulltrúa Heiibrigðiseftirlits
Vesturlands, en það tókst ekki fyrr en
í gærkvöldi. Helgi benti þá til baka á
lögregluna og sagðist ekki koma ná-
lægt eijum. Gunnar hringdi þá aftur í
lögregluna sem sagðist ætla að ræða
við Helga. Það hafði hún ekki gert í
gærkvöldi.
Hjördís Stefánsdóttir, staðgengill
sýslumanns í Borgamesi, sagði að
embættið skipti sér ekki af einkamál-
um: „Við grípum ekki inn í fyrr en
einhver leggur fram kæm.“
Þó hafa tvær kærur nú þegar verið
lagðar fram. Ein um síðustu verslun-
armannahelgi. Þá kærði dóttir Gunn-
ars og Unnar tengdamóður Sverris,
Ólafínu Ingibjörgu Palmer. Sagði
Ólafínu hafa reynt að keyra yfir sig á
traktor á meðan hún hélt á nýfæddu
bami sínu. Lögreglan á Borgamesi
rannsakaði málið og skilaði því af sér
til sýslumanns, þar sem það virðist
vera fast.
„Það þýðir ekki fyrir fulltrúa sýslu-
manns að segjast bíða eftir kæm.
Tvær hafa nú þegar borist þeim,"
segir Gunnar. „Núna hefur Sverrir
hótað að loka á kalda vatnið til okkar.
Oddvitinn héma segir það ólöglegt."
Nágrannadeilumar í Melasveit
æsast með hverjum deginum sem
fíður. Á meðan standa embættin í
innbyrðis deilum og allt er í hnút.
Öfugsnúin landkynning
Höfuðborgarstofa
er stofnun á vegum
Reykjavflcurborgar sem
vinnur að því að laða
ferðamenn til landsins.
Á heimasíðu stofun-
arinnar, visitreykja-
vik.is, er að finna ýms-
ar gagnlegar upplýs-
ingar um ferða- og af-
þreyingarmöguleika
sem landið hefur upp á
að bjóða. Höfuðborg-
arstofa hefur einnig
verið virk í að kynna
menningarlegar uppá-
komur fyrir ferðamenn
því menning lands er
megin ástæða þess að
útlendingar sjá ástæðu
til að heimsækja það.
En eitthvað virðist fréttastefna
Höfuðborgarstofu vera að breytast
því núna er vart þver-
fótað fyrir fréttum af
hinni alræmdu ís-
lensku útrás og hvað
ísland er að gera það
gott í útlöndum. ís-
landsfréttir á heima-
síðu Höfuðborgar-
stofu em að Sjóklæða-
gerðin opnar búð í
London, erlendar
sjónvarpstöðvar tala
vel um ísland, auglýs-
ingaherferð um ísland
vekur athygli í Þýska-
landi, íslenskt frí-
merki fær verðlaun í
Evrópu og sjö íslensk
fyritæki gera það gott í
útlöndum. Svo virðist
sem útlendingar hafi litla ástæðu til
að heimsækja ísland lengur, því ís-
lensk menning er flúin af landi brott.
Visitreykjavik.is Islandskynn-
ingin fjallar aðeins um erlenda
sigra.
Bók, mynd og geisla-
diskurásama deginum
Það verður í nógu að snúast hjá
Reyni Traustasyni, rithöfundi og rit-
stjóra Mannlífs, á morgun en þá
kemur bókin Skuggaböm út auk
þess sem heimildarmynd með sama
nafni verður forsýnd í Háskólabíói
annað kvöld. í tilefni þess kemur
einnig út geisladiskur með lögum úr
myndinni í flutningi Idol-stjörnunn-
ar Hildar Völu.
Reynir sagði í samtali við DV í gær
að það yrði í mörg horn að líta á
föstudaginn. „Við verðum með mót-
töku fyrir sýningu myndarinnar sem
er útgáfuteiti fyrir bókina," sagði
Reynir.
Aðspurður sagði Reynir að mynd-
in liti vel út. „Ég er búinn að sjá hana
og hún lofar góðu. Ég er hins vegar
engin fegurðardrottning og það er
óþægilegt að horfa á sjálfan sig á
skjánum," sagði Reynir og bætti við
að hann væri afar ánægður með að
myndin tæki ekkert frá bókinni og
öfugt.
Hann sagðist ekki hafa miklar
áhyggjur af sölu bókarinnar. „Ég hef
aldrei hugsað um það. Stundum hef
ég skrifað bækur sem eiga að seljast.
Svo er ekki í þetta skiptið. Það sem er
mikilvægast er að opna umræðuna
fyrir þessu þjóðfélagsmeini sem
fíkniefnaheimurinn er.“
Reynir lofar góðri stemningu á
morgun en heiðurgest- .
ur myndarinnar verð-
ur ein af aðalpersón-
um sögunnar.
Honum verður'
fylgt á myndina og'
stoppar stutt við.
Reynir Traustason Gefur
út bók og frumsýnir heim-
ildarmynd um fikniefna-
heiminn á morgun.
„Ég er bara
nokkuð hress
Segir Ævar Öm Jósepsson, höfundur
glæpasögunnar Blóðberg, sem blaðið
hefur leitað að frá þvi á miðvikudag í
síðustu viku.
„Eg hef enn sem
komið er ekki lent
í neinu veseni út af
bókinni," sagði
Ævar Öm þegar
blaðamaður náði
tali af honum í
gærmorgun.
Ævar Örn vildi þó,
öryggisins vegna,
ekki upplýsa hvar hann héldi sig. Ekkert
hafði spurst til ferða Ævars Amar frá þvi
bókaútgáfan Edda tilkynnti um útkomu
glæpasögunnar Blóðberg og vom
heimildamenn blaðsins famir að óttast
um afdrif hans. Ævar segir að dularfullt
Ævar örn Jósepsson
hvarf hans tengist á engan hátt útkomu
bókarinnar. „Eg ákvað að skreppa burt
með konunni minni og gmnaði ekki að
allt færi á annan endan út af þvi. Við
emm nú bara að reyna að slappa af og
hafa það gott og svona en ég verð þó að
viðurkenna að það er dálítil spenna í
manni. Eg vona bara að þeir sem em
eitthvað óhressir með bókina verði
málefnalegir og láti mig og fjölskyldu
mína í friði," sagði Ævar að lokum.
„Kraftmikil krimmasúpa elduð í potti
fjölþjóðlegs en lokaðs samfélags á íslandi
krydduð með íslenskum álitaefnum, pólitík,
spillingu, dópneyslu og kynlífsþrælkun ...
Ekki er hægt annað en að mæla eindregið
með bókinni.11 DV
(iJ'
E d d a
edda.is
\