Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Blaðsíða 27
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 27 Úr bloggheimum Fyrir hvað stendur þú? „Þegarþln stundrennur upp og þú hverfur af sjónarsviöinu hvernig viltu láta minnast þín? Fyrir hvað stóðst þú? Þetta eru spurningar sem allir ættuað svara. Þvl svarið færir manni fullvissu sem gefur manni kraft til að standast mótbyr. Það eru ræturnar sem tengjast hinu guðlega. Öryggi barnsins þins, traust eiginkonu þinnar og fjölskyldu, góðir vinir, auðmýkt og heilstæð hugsun. Hvað viltu skilja eftir þig annað en eignir." Glsli Pétur Hinriksson - gphinriks.blogspot.com FM krakkar í jeppaferð „Annars er helst að frétta að við fórum fjeppa- ferð um helg- ina, ég og Brynjar, Svali, Jóhanna og Rakel og svo voru þrfr gæjar sem komu með okkur og þeir voru að kaupa sér sleða og prófa I fyrsta skipti...uuu ég held að það veröi ekki komið 2006 áður en við hjónin kaupum okkur einn slíkan. Það var ótrúlega gaman og við festum okkur svona 100 sinnun Isköflum sem náðu upp fyrir stigbrettið á bllnum... það var awesome! Það leiðinlegasta var að það var svo mikið grjótútum allt aðéggat ekkert verið á brettinu mínu. En það eru endalaust afjeppaferðum framundan og fullt aftækifærum til að nota brettið." Kristín Ýr Bjarnadóttir - blog.central.is/kiara9 Feitt fyndið „Svo kom ég með þá merkilegu pælingu um daginn hvort að feitt fólk væri fyndnara en grannt fólk??? djö væri gaman að gera svo- leiðis rannsókn!!! Hvað haldiði um þetta...mér finnst allavega feitt fólk oft hlæja meira....eða hlærþað kannski hærra bara?? “ Hafdis Björk - blog.central.is/hafdisbjork Hirohito krýndur keisari Á þessum degi árið 1928 var Michinomiya Hirohito krýndur sem keisari. Hann hafði reyndar tekið við keisaratigninni tveimur árum áður þegar faðir hans lést. Hirohito varð þar með 124. keisari Japans í erfðaröð sem náði allt frá 660 fyrir Krist. Óhætt er að segja að valdatími Hirohito hafi verið einn sá umbrotamesti í sögu Japans. Árið 1931 fyrirskipaði Hirohito mikla hervæðingu landsins og tíu árum síðar var þjóðin komin í hringiðu síðari heimsstyrjaldar- innar eftir að hafa gert árás á bandaríska flotastöð í Pearl Harbo- ur. Árið 1945 biðu Japanir ósigur fyrir bandamönnum í stríðinu þegar kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Eftir sprengingarnar talaði Hirohito fyr- ir uppgjöf Japana þegar hann út- skýrði fýrir þjóð sinni að þau yrðu að þola hið óþol- anlega; uppgjöf. Hirohito var sviptur pólitísk- Hirohito Japanskeis Enginn hefur rlkt eins lt sem keisari i Japan og hann. Valdatlmabil har einnig eittþað umbrots mesta I sögu landsins. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Furðuleg frétt Jðhann skrifar: Ég get einfaldlega ekki orða bundist vegna fréttar sem ég sá á mbl.is í gærmorgun. Fyrirsögnin á hana var: „Pólverjar ráðnir til að aka strætó." Um leið og ég las hana missti ég gjörsamlega andlitið. Af hverju sá blaðamaður sig knúinn til þess að taka það fram að það væru Lesendur Pólverjar sem hefðu verið ráðnir? Það sem eftir var dagsins skannaði ég aðra fréttamiðla til að athuga hvort þar á bæ væri sama fréttanef. Sem betur fer var þessi frétt hvergi annarsstaðar, öðrum miðlum til mikils sóma að mínu mati, en Moggamönnum til enn meiri vansa. Eg held að það séu allir sammála um að það sé alls engin frétt í því að einhver fái vinnu sem strætóbíl- stjóri. En um leið og það er Pólverji sem fær þessa vinnu finnst Mogga- mönnum þetta vera stórgóð frétt. Hvers vegna skil ég ekki, og held raunar að enginn skilji. Samkvæmt þessari frétt er því ekki langt þar til við förum að lesa fleiri „stórmerki- legar“ fréttir á við: „Bandaríkjamað- ur ráðinn í fiskbúð í Árbænum," „Tælensk kona vinnur á austur- lenskum veitingastað" eða „Hollendingur ráð- inn í sælgætisverksmiðju." Það sér það auðvitað hver maður að þetta er fáránlegt. Hvaðan fólk kemur á alls ekki að skipta máli þegar sagðar eru fréttir. Ég vona að þeir á Mogganum fatti það sem fyrst því fréttir eins og þessi eru til einskis annars en að ala á fördómum gagnvart fólki af er- lendum uppruna. Bflstjóri er bflstjóri Og það skiptir engu máli hvaðan hann kemur að mati Jóhanns. Reykingarbann verður framsókn að falli Krístina Sigurðsson skrifar. Miklar líkur em á því að þingkon- ur og ráðherrar detti út af þingi. Þing- konur framsóknar og kommúnistinn Backmann vom með tillögu í þinginu um algjört reykingarbann á krám, kaffihúsum og fleiri stöðum. Ég veit að það varð hvellur í framhaldsskól- um og háskólum, því að nú ætti að flokka fólk niður og eyðileggja árshá- Lesendur tíðir, þorrablót og ættarmót. Unga fólkið sættir sig ekki við slíkar þving- anir. Nú nýlega kom heilbrigðisráð- herra með nýtt frumvarp um reyk- ingarbann, laug því að í Dublin væri ánægja með þetta. Hann sagði ekki frá því að nú er víða í Dublin og Belfast neðanjarðar krár sem reknar em af undirheimafólki og Greenpea- se og em mjög vinsælar hjá fólki. Vill ráðherra koma sliku á hér á landi? Nýleg skoðanakönnun sýnir hmn hjá framsókn, þökk sé framsóknarkon- um. Ég vil líka minna ráðherra á að Páll Pétursson féll í síðustu kosning- um. Á öfgafók að ráða? Fólk sem vill banna reykingar í görðum og á svöl- um og banna fólki að grilla, nei við viljum ekki að slíkt fólk ráði. Roos- evelt forseti Bandaríkjanna sagði um leið og hann afnam vínbannið í Bandaríkjunum að öll bönn væm af hinu illa og þá væri verið að m'ðast á fólki. Veitingarekstur er mjög erfiður og byggist á föstudagssölu og laugar- dagssölu, hinir dagamir skila ekki arði. Ef reykingarbann kæmist á er það árás á allan veitingahúsarekstur og árás á starfsfólkið. Talandi um að sígarettur mengi loft, hvað um alla bflana sem spúa eitri? Furðulegt er að Stalín eða Hitler datt aldrei í hug að setja slflc bönn á, en ffamsóknarkon- ur em eins og þær em, og ráðherra mun lfldega falla því unga fólkið í hans kjördæmi segir; nei takk Jón. í dag árið 1944 sökktiþýsk- ur kafbátur flutninga- skipinu Goðafossi út af Garðskaga. Tuttugu og fjórir fórust en nítján var bjargað. um völdum þegar Japönum var færð stjórnarskrá árið 1946, en hún var að langmestu leyti samin af Bandaríkjamönnum. Eftir það ríkti hann sem valdlaus þjóðhöfðingi þar til hann lést árið 1989. Hann er sá keisari í sögu Japans sem ríkt hefur lengst. Óska eftir pennavinum Mireku Bandoh Issac skrifar: Ég er fimmtán ára strákur frá Ghana. Ég hef í mörg ár leitað mér að vinum út um allan heim og fynd- ist meiriháttar að fá pennavin frá jafn frábæm landi og Islandi. Ég er nemi í einum besta skóla landsins sem heitir Achimota Secondary School. Ég er formaður nemendafé- lagsins í skólanum og oft valinn til að koma fram fyrir hönd skólans. Áhugamál mín eru fótbolti, lestur, tónlist, kvikmyndir og fleira. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið mér bréf (á ensku). Kærkveöja, Mireku Bandoh Issac P.O. BoxNK 129 NkawKaw-EIR Ghana - W/A Tárin bókstaflega runnu niður kinnar mínar Á föstudaginn frumsýndi fs- lenski dansflokkurinn sína árlegu haustsýningu sem að þessu sinni samanstendur af þremur verkum eftir þrjá íslenska og erlenda karl- höfunda. Höfundamir em Jóhann Frey Björgvinsson, Peter Anderson og Rui Horta en verk þess síðast- nefnda er Pocket Ocean sem dans- flokkurinn frumflutti árið 2001. „Ég sá Pocket Ocean á sýningu dansflokksins áður en ég tók við starfi framkvæmdastjóra flokksins og var mjög hrifin af verkinu. Tárin bókstaflega mnnu niður kinnar mínar að sýningu lokinni,“ segir Ása Richardsdóttir sem er maður dagsins í dag. Dansflokkurinn er nýkominn úr þriggja vikna sýningarferð um heiminn. „Við sýndum í Kaup- mannahöfn, Árósum, Ítalíu og Finnlandi og ákváðum að ffumsýna haustsýninguna í þessari ferð á sýn- ingu okkar í Kaupmannahöfn," seg- ir Ása en alls er dansflokkurinn bú- inn að sýna tuttugu og tvisvar sinnum erlendis á þessu ári. „Sýningaferðir dansflokksins hafa skilað hagnaði frá árinu 2002 og við höfum markvisst stefnt að því að stækka markaðssvæði okkar frá árinu 1997. Við verðum samt alltaf íslenski dansflokkurinn þó ís- lenski markaðurinn sé smár og það er hagur almennings að eiga dans- flokk sem vekur athygli erlendis," segirÁsa. Framundan hjá íslenska Dans- flokknum er uppsetning á Carmen í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur, danssmiðja þar sem ungum höf- undum gefst kostur á að spreyta sig auk þess sem dansflokkurinn er „Það erhagural- mennings að eiga dansflokk sem vekur athygli erlendis." með sérstakt strákaverkefni í gangi. „Það eru of fáir karlkyns dansar- ar á íslandi og til þess að kveikja áhuga stráka á dansi verðum við með sérstakt verkefni í samstarfi við gmnnskólana eftir áramót sem við köllum strákaverkefnið. Verk- efnið endar svo með sýningu í við- komandi skóla," segirÁsa sem hef- ur gegnt starfi ffamkvæmdstjóra ís- lenska dansflokksins ffá árinu 2002. £• dr - ■ «•>;"£; 5S" kennt menningarstjórnun og unniö sjálfstaett aö ymsum verkefnum her Maður dagsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.