Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2005, Page 15
r
PV
FÖSTUDAGUR11. NÓVEMBER 2005 j j
Sameinast
gegn
Windows
Þrír stærstu framleið-
endur raftækja, Philips,
Sony og IBM, hafa tekið
höndum saman með
tveimur stærstu dreifingar-
aðilum Linux-hugbúnaðar
og hyggjast stofna fyrirtæki
til gjaldfrjálsrar dreifingar á
honum. Forgangsverkefni
hins nýja fyrirtækis er að
koma böndum á höfundar-
réttarreglur varðandi hug-
búnaðinn. Takist það er
talið að Microsoft eignist
stóran samkeppnisaðila
sem muni jafnvel ná for-
skoti á markaði vegna lágs
kostnaðar notenda.
Minnst 30 manns létust
og 20 særðust í sjálfs-
morðssprengjuárás á veit-
ingastað í Bagdad í gær-
morgun. Veitingastaðurinn
er vinsæll meðal lögreglu-
manna og öryggisvarða.
Maður með sprengjur um
sig miðjan gekk inn á veit-
ingastaðinn árla morguns
og sprengdi sjálfan sig í loft
upp. Sprengjan var að sögn
sérfræðinga ein sú öflug-
asta sem notuð hefur verið
í svona árás, enda heyrðist
sprengjudynurinn í margra
kílómetra fjarlægð.
Bandaríkin í
mínus
Viðskiptahalli
Bandaríkjanna
hefur aldrei verið
meiri en í sept-
ember, því sem
nemur rúmlega fjögur þús-
und milljörðum króna. Hall-
inn er að miklu leyti rakinn
til þeirra fellibylja sem farið
hafa yfir Bandaríkin undan-
farið, þá aðallega Katrínar
sem olli mikilli hækkun oh'u-
verðs. Viðskiptahalli við
Kína náði einnig hámarki á
sama tíma. Hallinn óx um
11,2% á milli mánaðanna
ágúst og september. Ljóst er
að Ben S. Bemanke, nýr
seðlabankastjóri Bandaríkj-
anna, stendur frammi fyrir
miklum vanda vegna þessa.
Heimsmet
777 —
Boeing
777-200-
þota lenti á
Heathrow í
London um
klukkan
hálftvö í gær
eftir velheppnað 23 klukku-
stunda flug frá Hong Kong.
Heimsmet var sett í fluginu
fyrir lengstu vegalengd sem
farþegaþota hefur flogið án
millilendingar, alls um
20.300 kílómetra. Ferðalag-
ið gekk einstaklega vel, sér-
staklega vegna sterks með-
vinds sem minnkaði elds-
neytiseyðslu til muna.
Breskir þingmenn mótmæla frumvarpi um aukin völd lögreglu
Blair rær lífróður á breska þinginu
Tony Blair forsætisráðherra er
ekki í góðum málum á breska þing-
inu. Frumvarp til laga um aukin
völd til handa lögreglu í baráttu
gegn hryðjuverkum mætti harðri
andspyrnu þingmanna og var fellt á
endanum. Margir þingmenn Verka-
mannaflokksins mæltu gegn frum-
varpinu og því hafa vaknað spurn-
ingar um pólitíska framtíð Blairs.
Frumvarpið lagði Blair fram í kjöl-
far hryðjuverkaárásanna í London
þann 7. júlí síðastliðinn. Frumvarpið
átti að heimila lögreglu að halda
grunuðum hryðjuverkamönnum í
allt að 90 daga án ákæru. Nú er heim-
ilt að halda þeim í 14 daga.
„Svartasti dagur Blairs" og „Á
leið út“ voru meðal fyrirsagna
breskra blaða í gær.
Blair viðurkennir sjálfur að þetta
séu erfiðir tímar. „Ég held að þetta
sé ekki spurning um völd mín, en
auðvitað hefði ég frekar viljað sigra
en tapa," segir Blair sem átti líka
erfitt í síðustu viku þegar einn aðal-
ráðherra hans, Ðavid Blunkett,
sagði af sér í annað sinn úr ríkis-
stjórn hans.
Hann lýsti yfir á síðasta ári að
hann muni ekki bjóða sig fram aft-
ur. Stjórnmálaskýrendur segja að
hann muni eiga erfitt uppdráttar á
næstunni með fylgi áætlana sinna á
sviði heilbrigðis-, mennta- og vel- anríkismál orðið honum erfiður
ferðarmála. Aukinheldur gætu ut- hjalli.
ú