Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2005, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005
Lífið DV
Leyfirengum að
snertalpple
Gwyneth Paltrow leyfir engum að
snerta barnið sitt, hana Apple, án þess
að þeir séu búnir að þvo sér vel um
hendurnar á undan. Stjarnan sem er
gift popparanum Chris Martin úr
hljómsveitinni Coldplay, er svo hrædd
við sýkla að hún leyfir engum að
koma nálægt Apple nema þeir séu
búnir að skrúbba á sér hendurnar upp
úr sérstakri sápu. „Hún hefur alitaf
verið með hreinlæti á heilanum en
aldrei eins og nú,"
segja vinir leikkon-
unnar. Það hefur
einnig komið fram að
stjarnan sé svo hrædd
við bakteríur að hún
noti aldrei almenn-
ingsklósett, taki með
sér sinn eigin hár-
bursta á hárgreiðslu-
stofuna og skrúbbi
baðkörin á hótelum
sem hún dvelur á áður en hún notar
þau.
Vill hafa leik-
fangadrengina
Dúndurgellan Kim Cattrall sem flest-
ir þekkja sem hina kynóðu Samönt-
hu Jones úr þáttunum Beðmál
i borginni, segist helst vilja
sofa hjá ungum mönnum. j
Hún segir leikfangadreng- . *
ina sina ungu, eins og hún
kallar þá, afar hentuga 111
elskhuga því þeir viti ekki
alveg hvernig þeir eigi að
bera sig að og leyfi henni
að sjá um aðalatriðin.
Leikkonan sem nú er
orðin 49 ára gömul segir ‘
aldurinn ekkert draga úr
kynhvötinni heldur þvert
á móti. „Þeir vilja svo gjarn-
an standa sig og eru tilbúnir
að gera nærri hvað sem er,"
segir Kim sem nú er (sam-
bandi við matráðsmann en
hann er aðeins 22 ára.
Guðbjörg Gissurardóttir er framkvæmdastjóri Hönnunardaga sem verða í Laugar-
dagshöll helgina 17.- 20. nóvember. Hún telur íslenska hönnun vera að sækja í sig
veðrið og telur að fyrirtæki ættu að leita til hönnuða í auknum mæli til að koma
vörum sínum á framfæri.
% * *'
„íslensk hönnun er tvímælalaust
að sækja í sig veðrið," segir Guðbjörg
Gissurardóttir framkvæmdastjóri
Hönnunarvettvangs.
Hönnunardagar standa yfir í
Reykjavík 17. - 20. nóvember í nýrri
og endurbættri Laugardalshöll sem
hefur að geyma glæsilegri ftmda- og
sýningaraðstöðu. Það er Hönnunar-
vettvangur sem samanstendur af
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu,
Samtökum iðnaðarins, Útflutnings-
ráði, Reykjavíkurborg, Form ísland,
sem eru samtök hönnuða og Intra
sem er nýsköpunarmiðstöð, sem
skipuleggur Hönnunardaga.
Allir hönnuðir undir sama
hatt
Meiningin er að sameina allt sem
Guðbjörg Gissurar-
dóttir Framkvæmdastjóri I
Hönnunarvettvangs.
heitir hönnun undir sama hatt og
hvetja fyrirtæki til að nýta sér betur
hönnuði því það skilar sér í vænlegri
afkomu fyrirtækjanna sjálffa. „Við
viljum styrkja hönnuði og efla
hönnun í samfélaginu. Það þarf að
sameina allt sem heitir hönnun und-
ir sama hatt tif að greinin verði sem
sterkust og erum við Hönnunarvett-
vangur í raun að vinna fyrir alla þessa
hönnuði," segir Guðbjörg Gissurar-
dóttir framkvæmdastjóri Hönnunar-
vettvangs.
Uppákomur, námskeið og
fyrirlestrar
Hönnunardagamir samanstanda
af alls kyns uppákomum, nám-
skeiðum og fyrirlestrum en föstudag-
urinn 18. nóvember verður undir-
lagður undir alls kyns fyrirlestra sem
ffarn fara í Laugardalshöll. Aðgangur
er öllum heimill og kostar 3.500
krónur að taka þátt. Settar eru upp
tvær fýrirlestraraðir sem kallast ein-
faldlega A og B og þarf fólk að velja á
milli því þær verða á sama tíma eða
frá klukkan 13-17. Sýningin Brum
verður á sama tíma í höllinni en sú
sýning samanstendur af íslenskri
hönnun tengdri heimilum. „fslensk
hönnun er tvímælalaust að sækja í
sig veðrið og mörgum gengur vel. Við
viljum að fyrirtæki nýti sér hönnuði
meira því það nýtist þeim án efa í að
selja vörur sínar," segir Guðbjörg.
Innlendir og erlendir hönn-
uðir
Bæði innlendir og erlendir hönn-
uðir koma fram og miðla af reynslu
sinni og þekkingu en eins ffamleið-
endur og fyrirtæki og verða þau stað-
sett víðs vegar um borgina, til dæmis
í sýningarsölum, verslunum og
vinnustofum.
Kaupstefna Húsa og Híbýla mun
einnig eiga sér stað í Laugardagshöll-
inni þannig að mikið verður um að
vera og mun höllin iða af lífi.
Þeir sem vilja frekari upplýsingar
er bent á heimasíðuna:
www.icelanddesign.is
lena@dv.is
(VIA