Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1959, Síða 14

Símablaðið - 01.01.1959, Síða 14
SAMTÖK um óuitmani OG UTANFERÐIR Fyrir nokkru síðan var drepið hér í blaðinu á það, og var þar einkum talað til símastúlknanna, hve skemmtileg tilbreyt- ing það gæti verið ef hópar símamanna eða kvenna víðs vegar að af landinu tæki sumarleyfið saman. Var þar bent á sum- arbústaði félagsins til að dvelja í eða tjaldbúðir; einnig gæti verið um að ræða hópferðalag um landið. Það þarf ekki að lýsa því, hve mikla og góða þýðingu slíkt hefði til þess, að það fólk, sem vinnur árum saman hvort móti öðru við símaafgreiðslu, en aldrei sést, fengi persónuleg kynni hvert af öðru, og þá um leið fyrir félagslíffið sjálft. Og blaðið hefur orðið þess vart, að þessi hugmynd hefur fallið í góðan jarðveg, — aðeins vantar forystuna og framtakssem- ina. En þar ætti stjórn félagsins að láta til sín taka, — ekki endilega sjálf að standa fyrir þessum samtökum, en finna til þess einhverja, sem hæfni og dugnað hafa til að bera. Það lítur út fyrir, að á komandi sumri verði mun færri línumannaflokkar starfandi úti á landi, en venja er til. Vera má, að við það skapaðist tækifæri til að reisa tjaldbúðir fyrir símafólk í sumar- leyfum á auðveldari hátt, en ella, með því að Landssíminn gæti sér að skaðlausu lánað tjöld. En þetta er ekki nema önnur hliðin á málinu. Hér í blaðinu hefur áður verið bent á þá möguleika að fá ódýrt uppihald í dvalarheimilum stéttarsystkina okkar á Norðurlöndum. En félagssamtök þeirra 6 SÍMABLAÐIO starfrækja dvalarheimili á mörgum stöð- um í hverju landi, og leggja mikla áherzlu á kynningarstarfsemi í sambandi við þau. Þetta mál var nokkuð rætt á síðasta fundi Félagsráðs í sambandi við möguleika á meiri samvinnu okkar við þau. Mundi þá fyrsta sporið vera það, að F. í. S. gerðist þátttakandi í samtökum norrænna síma- manna og kvenna. Það væri til valið t. d. að íslenzkar símastúlkur tæki sig saman og dveldi milli ferða Heklu eða Gullfoss á einhverju slíku dvalarheimili og mælti sér þar mót við aðra hópa símastúlkna af Norðurlöndum. Slík sumardvöl þyrfti ekki að útheimta mikla gjaldeyriseyðslu, en gæti orðið ógleymanleg. Á ýmsum þessum stöðum eru haldin alls konar mót, og námskeið, og leiðbeina þar oft og halda fyrirlestra fremstu menn stofnunarinnar. Það er mál út af fyrir sig, hvernig viðhorfið hér hjá okkur er til slíkrar starfsemi, og verður það tekið til umræðu hér í blaðinu bráðlega. En segja má það strax, að undarleg deyfð ríkir og lítill menningarbragur yfir allri fræðslu- starfsemi í þessari stofnun, samanborið við það, sem sjálfsagt þykir hjá nágranna- þjóðum okkar. En vill ekki stjórn F. í. S. athuga nú þegar möguleikana á hópdvöl talsíma- stúlkna eða símamanna í sumar, t. d. í Vaglaskógi eða í tjaldbúð inni í öræfum? Umsóknir um styrk úr Styrktarsjóði Mikla Norræna Ritsímafélagsins til náms- ferðar til útlanda, sendist póst- og síma- málastjórninni fyrir 10. júní 1959, ásamt nánari upplýsingum um fyrirhugað nám. Rvík, 8./5. 1959. Póst- og símamálastjórnin.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.