Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1959, Síða 18

Símablaðið - 01.01.1959, Síða 18
RITGERÐARSAMKEPPNI S í IVIA B LAÐ SI l\l S Fyrir nokkru efndi Síma- blaðið til ritgerðasamkeppni um Félagsmál, og hét 1000 kr. verðlaunum fyrir beztu rit- gerðina. Engin ritgerð barst blaðinu. Enn vill þó blaðið efna til ritgerðarsamkeppni meðal símafólksins, — og nú um efn- ið „skipulag og rekstur síma- stofnunarinnar" Ritgerðirnar mega vera allt að 4 síður, i Símablaðinu, og skulu Iiafa borizt þvi fyrir 1. október næstk. Yerðlaunin eru kr. 1500.00, og mun ritstjórnin dæma um þær ásamt 3 mönn- um, er liún velur með sér. Undir greinunum skal vera dulnefni, en nafn höfundar fylgja i lokuðu umslagi. ☆ & STÖKUR Taka skaltu tólg og mör, „tran“ og koppafeiti; gera úr því „gæðasmjör", en — gettu ekki um heiti! ☆ Þessi staka var nýlega skil- in eftir á afgreiðsluborði inn- heimtu Landssímans: Víða birtast „bjargráðin“, — bölvun vorra tíma. — En yfir gnæfir ósvífnin hjá útvarpi og síma! % # sína innan stofnunarinnar, t. d. þeim, sem vinna við af- greiðslustörf, sé gefinn kostur á að kynna sér viðgerðir, og öfugt, hlúa vel að Símablaðinu, og fyrir alla muni taka upp sumarferðalögin að nýju. Enginn skyldi ætla að léleg fundarsókn og önnur vandamál er varða félagsstarfið, séu bundin við F.Í.S. Langt í frá. Allflest félög eiga við sömu vandamál að etja, en það hefur margsinnis sýnt sig, að félög þessi geta verið sterk þegar á reynir, og svo mun um F.Í.S. Það mun halda áfram að vera í fararbroddi á komandi árum, enda hefur það á að skipa fjölda ágætra einstak- linga, karla og kvenna. S. D. 10 ára loftskeytamenn Veturinn 1947—48 sátu Loftskeytaskólann fleiri nemend- ur, en dæm ieru um fyrr eða síðar, eða hvorki meira né minna en 98 manns. Margir nemendanna voru utan af landi og máttu fyrir utan dýr skólagjöld kosta hér dýrt uppihald. Það var því ekki nema eðlilegt, að mikið væri rætt um það, hvað tæki við er skólanum lyki, hvort allur þessi hópur fengi vinnu í loftskeytamennskunni.. Sumir töluðu um að komast á sjóinn, aðrir í flugið eða til Landssímans. Svo voru auð- vitað aðrir, sem gerðu sér engar grillur um framtíðina. Enda held ég, að allur þessi hópur hafi ekki beinlínis farið í skólann af einskærum áhuga fyrir loftskeytamennsk- unni, fremur hitt, að loftskeytamannaréttinda var hægt að afla sér með frekar stuttu námi og menn komnir á þann aldur, að tími væri kominn til að taka sér eitthvað ákveðið fyrir í lifinu. Þegar skólanum lauk, fór eins og flesta grunaði, að ekki fengu allir loftskeytamannastarf að sinni og að því kom, að mörgum leiddist biðin og stungu skólaskírteininu til hliðar með gömlum jólakortum og gerðust járnsmiðir, tré- smiðir eða annað álíka ólíkt loftskeytamennskunni. Nokkrir komust á sjóinn, í flugið eða veðurþjónustuna og drjúgur hópur fór til Landssímans, enda hafði hann nú aukin not fyrir loftskeytamenn vegna mjög aukinnar radíó- þjónustu. Símablaðið birtir að þessu sinni myndir af nokkr- um „10 ára“, sem vinna hjá L.I., og notar tækifærið og óskar þeim til hamingju með áfangann. 10 SÍMABLAÐIÐ H. H.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.