Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2005, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005
Fréttir DV
Um kiukkan níu í fyrra-
kvöld var Lögreglunni í
Keflavlk tilkynnt að krakkar
væru að kveikja eld í rusli í
ruslatunnu á bak við kirkj-
una í Grindavík. Lögreglu-
menn fóru á staðinn og
slökktu eldinn með slökkvi-
tæki en tunnan sem kveikt
var í var skemmd eftir eld-
inn. Samkvæmt lögreglunni
voru það þrfr strákar á aldr-
inum tólf til þrettán ára
sem kveiktu í ruslinu en
haft var samband við feður
þeirra og þeim kynnt málið.
Stálu
jólaperum
Reykjanesbær er mikill
jólabær þar sem íbúar
skreyta hús sín veglega fyrir
hátíð ljóss og friðar. Svo
virðist þó sem ekki allir eigi
peninga til þess að kaupa
perur í skreytingarnar því
Lögreglunni í Keflavík var
tilkynnt um ljósaperuþjófti-
að úr jólaseríum í fyrra-
kvöld. Stolið var ljósaper-
um úr jólaseríum við tvö
hús við Háteig í Keflavík.
Ekki er vitað hver þar var
að verki.
Dópleit á
Selfossi
Lögreglan á Selfossi
ásamt fíkniefnahundi frá
tollgæslunni
á Keflavík-
urflugvelli
gerði um
helgina hús-
leit á Sel-
fossi. Við
leitina fund-
ust 16 grömm af am-
fetamíni og um 40 grömm
af íblöndunarefni ásamt
neyslutólum. Einn aðili
tengist málinu sem er í
rannsókn. Lögreglumenn
þar í bæ höfðu einnig eftir-
lit með skemmtistöðum á
Selfossi aðfaranótt sunnu-
dags. Á tveimur stöðum
voru ungmenni undir aldri.
Af öðrum staðnum var sex
ungmennum vísað út og
sjö af hinum. Félagsmálayf-
irvöldum var tilkynnt um
málið í kjölfarið.
„Það er allt gott að frétta af
Selfossi," segir Bárður Guð-
mundsson, skipulags- og
byggingarfulltrúi í sveitarfé-
laginu Árborg.Jbúum hefur
fjölgað
um
fjögur
hundruð manns og það er
mikil uppsveifla i byggingar-
bransanum. Svo blómstrar
mannlífið sem aldrei fyrr og
menningin einnig. Arborg er
góðurstaður tii þess að búa."
Edda Örnfjörð Magnúsdóttir var metin 75% öryrki árið 2001 vegna veikinda. Edda
seldi verðbréf með hagnaði í fyrra sem hún keypti fyrir sjö árum. Hagnaðinn gaf
hún að hluta til góðgerðamála en fyrir hluta hans keypti hún bíl. Hún segir að
öryrkjar geti ekkert gert til að auka tekjur sínar því þeim sé refsað fyrir það.
Edda Örnfjörð Magnúsdóttir er 75% öryrki. Hún þarf að lifa á
tæplega 90 þúsund krónum á mánuði. Hún keypti sér verðbréf
fyrir 130 þúsund krónur fyrir sjö árum og seldi þau í fyrra fyrir
570 þúsund. Hún segir að öryrkjum sé refsað ef þeir afla sér
tekna upp á eigin spýtur. Edda segir að enginn biðji um að verða
öryrki, og að veikindi fari ekki í manngreinarálit. Hún segir að
tekjutenging örorkubóta geri ekkert annað en að setja öryrkja í
fátæktargildru.
„Það er skammarlegt að þjóðfé-
lag sem státar af því að vera eitt hið
ríkasta í heimi skuli vera með svo
lélegt almannatryggingakerfi að
fólk þurfi að búa við skort," segir
Edda Örnfjörð Magnúsdóttir sem
var metin 75% öryrki fyrir fjórum
„Þannig er ég að
borga tvisvar skatta
afsömu upphæð.
Þetta er hreinn og
árum.
Edda fékk alvarleg stoðkerfis-
vandamál sem leiddu til örorku
hennar. Fyrir fjórum árum neyddist
hún til að hætta að vinna. „Ég var
búin að vinna í sex ár ansi veik áður
en ég fór í örorkumat. Ég vildi ekki
hætta að vinna svo ég ætti einhver
lífeyrissjóðsréttindi því ég vissi
hversu lélegar örorkubæturnar
voru," segir hún.
Refsað fyrir gróðann
Edda segir að fyrir sjö árum hafi
hún keypt verðbréf fyrir 130 þús-
und krónur sem hún hafi selt sex
kiár stuláur"
árum síðar á 570 þúsund. Andvirði
hagnaðarins hafi hún notað að
hluta til að gefa einstæðum mæðr-
um og að hluta til að kaupa sér bfl.
Edda segir að vegna þessa verð-
bréfahagnaðar hafi hún fengið bak-
reikning frá Tryggingastofnun ríkis-
ins. Tryggingastofnunin hafi dregið
af tekjutryggingu hennar aftur í
tímann og sent henni 50.670 króna
bakreikning sem hún þurfti að
greiða á þessu ári.
Skatturinn stal af mér
„Skatturinn stal af mér pening-
um því af þessum 130 þúsundum
sem ég lagði í verðbréfin var ég búin
að borga skatt. Síðan þegar ég leysi
út verðbréfin með hagnaði þarf ég
að borga skatt af aliri upphæðinni
án þess að dregin hafl verið 130 þús-
undin frá. Þannig er ég að borga
tvisvar
«•
B.OURREIKHIMGUK Uf EYRBGRE^NA »04 TRj
Leiðréttingaseðill frá Trygg-
ingastofnun ríkisins A þessu
skjali sést að rúmtega 50 þúsund
krónur voru dregnar af örorku
Eddu vegna verðbréfasölunnar.
skatta af sömu upphæð. Þetta er
hreinn og klár stuldur," segir Edda
sem á þennan hátt greiddi 57 þús-
und í fjármagnstekjuskatt í staðinn
fyrir 44 þúsund krónur.
Býr í skuldlausri eign
Edda segir að hún sé svo heppin
að búa í skuldlausri eign. Sömu sögu
sé ekki hægt að segja um alla.
„Margir öryrkjar þurfa að
greiða leigu eða af húsnæðislán-
um. Það er ekki hægt að ætlast til
að við getum lifað af þessum bót-
um þegar teknir eru allir útgjalda-
liðir eins og matur, rafmagn,
sími, leiga eða afborganir af hús-
næði, lyf,
lækniskostnað-
ur, föt og
fleira," segir
Edda og bendir
á að ráðamenn
hækki laun sín
með jöfnu milli-
bili. Henni þætti
gaman að vita
hvort þeir
treystu sér til að
lifa á þeim bót-
um sem henni
séu greiddar.
jakobina@dv.is
Tónleikar til aö ná til yfirvalda
11. september hreyfíngin heimtar sannanir
„Samtökin um 11. september
tala fyrir daufum eyrum íslenskra
stjórnvalda. Við höfum ítrekað
reynt að vekja máls á skorti á sönn-
unargögnum sem Bandaríkjamenn
höfðu fyrir tilvist gjöreyðingar-
vopna í Afganistan áður en þeir
réðust þar inn í stríði gegn hryðju-
verkum eftir 11. september," segir
Stefán Þorgrímsson, ritstjóri gagn-
auga.is og félagi í 11. september
hreyfingunni.
„Nú hefur 11. september hreyf-
ingin ákveðið að halda tónleika til
þess að reyna að ná til yfirvalda.
Fjölmargir þjóðþekktir einstakling-
ar eru tilbúnir að leggja málefninu
lið,“ segir Stefán.
Yfirskrift tónleikanna er „Sann-
anir". Þar er vísað til þess að íslensk
stjórnvöld sinni kröfu 11. septem-
ber hreyfingarinnar um að birta
þær sannanir sem Bandaríkin af-
hentu þeim og notaðar voru til að
réttlæta innrásina í Afganistan.
Stefán segist sannfærður um að
þær séu til staðar.
Tónleikarnir verða haldnir í
kvöld á Gauki á Stöng og
þarf varla að taka fram að
flestir listamannanna gefa
vinnu sina. Megasukk,
Mammút, Bent og 7berg,
Touch og fleiri koma fram.
Þeir heijast klukkan 20 og
inn kostar 500 krónur.
„Við verðum með
geisladiska, bæklinga og
fleira til þess að kynna
þetta íyrir fólki þarna í
anddyrinu," segir Stefán
en búast má við því að-fá
tónleikunum megi finna
samansafn helstu róttæk-
linga landsins.
11. september hreyfingin Heimtar
að islensk stjómvöld afhendi sannanir
sem Bandaríkjamenn notuðu til að
réttlæta innrásina I Afganistan.
Stefán Þorgrímsson
Ritstjóri gagnauga.is og
meðlimur í hreyfíngunni.