Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006
Fréttir 0V
Viðbúnaður
á Þórshöfn
Sýslumannsembættið á
Húsavík hafði nokkrar
áhyggjur af því að upp úr
myndi sjóða á áramóta-
dansleik á Þórshöfn vegna
þess sem á undan er geng-
ið. Á kvöldi annan dags jóla
gerðu sjö menn aðsúg að
tveimur lögreglumönnum
þar í bæ vegna óánægju
með þá. Að sögn Lögregl-
unnar á Húsávík var þó ró-
legra á Þórshöfn á gamlárs-
kvöld en reiknað var með.
Einhver slagsmál voru þó á
dansleik og var einn fluttur
á heilsugæslu.
Fækkar í
Skagafirði
íbúum á Norðurlandi
vestra fækkaði um 107 á síð-
astiiðnu ári, að því er segir á
skagafjordur.is. íbúar voru
alls 8.877 þann 1. desember.
Enn fremur segir að í sveit-
arfélaginu Skagafirði hafi
íbúum fækkað um 36 á ár-
inu 2005 og séu þeir nú
4.110 talsins. í Akrahreppi
íjölgaði hins vegar um 10 og
búa nú 225 manns þar. „Á
Sauðárkróki búa 2.602 og
hafði íbúum fækkað um 30
á milli ára eftir lítillega fjölg-
un á árinu 2004,“ segir á
skagafjordur.is.
Hlakkar þú
til nýs drs?
m
Jón Sigurðsson söngvari.
„Já, ég hlakka mikið til næsta
árs. Næsta ár virðist ætla að
verða viðburðarikt hjá mér,
bæði Itónlistinni og einkalíf-
inu, og svo er maður að byrja í
nýrri vinnu líka þannig að
maður getur ekki annað en
hlakkað til komandi árs."
Hann segir / Hún segir
Jáhá, hvort ég geri. Það er
stefnan að hafa það enn betra
en 2005. Eftirþvi sem maöur
eldist,þá eru iangtimamark-
miðin nær manni. Nýtt ár boðar
nýja tlma og þú staldrar við og
líturyfir farinn veg. Nýtt ár gefur
möguieika á að gera betur."
Sigga Lund útvarpskona.
Dauðahúsin við Hverfisgötuna eru tóm. Engilbert Runólfsson er dæmdur eitur-
lyfjasmyglari, athafnamaður og forstjóri fyrirtækisins sem á húsin, Stafna á milli.
Engilbert sendi starfsmenn sína til að reka út fólkið sem þar bjó. Á götuna.
Engilbert henti
Hverfisgö
Þann 30. desember síðastliðinn lagði Ársæll Snorrason leið sína
á Hverfisgötuna. Tilgangurinn var að hreinsa út úr dauðahúsun-
um. Ársæll gaf fólkinu sem þar bjó einn dag til að koma sér út.
Máni Freysteinsson, Jóhann Traustason og Guðbjörg Inga Guð-
jónsdóttir eru meðal þeirra sem eru á götunni. Engilberti Run-
ólfssyni er alveg sama.
m-
Dópsmyglarinn
Engilbert Eftir
fregnir afmannslát-
inu á Hverfisgötu
henti hann Ibúum
þar út.Á götuna.
Hópur útigangsmanna í Reykja-
vík hefur stækkað. Engilbert Run-
ólfsson, dæmdur eiturlyfjasmyglari
og forstjóri fyrirtækisins Stafna á
milli, rak hóp fólks úr „dauðahúsun-
um“ þremur á Hverfisgötunni. Hús-
in eru númer 55, 58 og 61. Þar hafa
fjórar manneskjur látist í ffkniefna-
harmleikjum undanfarið ár.
„Undir rós var okkur hótað að
puttinn yrði tekinn af okkur. Sá sem
kom sagði að hann hefði komið með
öxi með sér ef hann ætti húsin,"
sagði Jóhann Traustason, flkill sem
bjó á Hverfisgötu 61 en er nú á göt-
unni.
Allslaus á götuna
Fyrirtæki Engilberts á húsin en
starfsmanni hans, Ársæli Snorra-
syni, var ásamt fleirum falið að bera
fólkið út. Fíklamir Máni Freysteins-
son, Jóhann Traustason og Guð-
björg Inga Guðjónsdóttir em meðal
þeirra sem eiga ekki í önnur hús að
venda. Engilbert sendi þau á götuna.
Máni hefur tengst dauðsföllunum
fjómm en Jóhann og Guðbjörg Inga
vom nágrannar Jóns Inga Tómas-
sonar og Ólafar Lindu Olafsdóttur
sem létust af völdum of stórs
skammts flkniefna á jóladag.
„Ég gerí það sem þarf
tií að halda okkur á lífí.'
„Það er bara bíllinn"
„Það eina sem við höf-
um gegn þessum mönn-
um er Jesús Kristur," sagði
Jóhann stuttu eftir út-
burðinn. Hann og Guð-
björg vita ekki hvað tekur
við. Þau fá ekki íbúð í bráð
en það sem varð þeim til
happs er bíll sem þau
fengu að láni hjá vinum
sínum. „Við getum gist í
honum en hann kemur
ekki í staðinn fyrir íbúð-
ina,“ sagði Jóhann.
Útburðurinn tók á
parið sem staðist hefur
margt um ævina. „Við
höfum ekki efni á að
fara annars staðar inn.
Það er bara bíllinn,"
sagði Guðbjörg niður-
lút.
mff
Fíkniefnabæli í dauðahúsum
„Þetta er bara svo algengt. Við
emm ekkert einsdæmi," sagði Jó-
hann. Af hans kunningjahópi em
fjölmargir á götunni. Þeim fjölgaði
til muna eftir umrædda útburði.
íbúðin, sem þau bjuggu í, finnst
mörgum óíbúðarhæf. Hún var eitt af
fíkniefnabælum „dauðahúsanna" á
Hverfisgötu. „Við leyfðum öllum að
vera hjá okkur sem em í sömu stöðu
og við. Heimilislausu fólki," sagði
Jóhann. Fyrir íbúðina rukkaði fyrir-
tæki tengt Engilberti 65 þúsund
krónur á mánuði.
Fylgst með íbúum
„Við fundum fyrir því
að það var fylgst með hús-
inu. Það var einhver
þama og það var ekki
löggan," sagði Jóhann.
Þau telja að fregnir af
dauða vinafólks þeirra
Jóns Inga Tómassonar
og Ólafar Lindu Ólafs-
dóttur hafi orðið til þess
að þau em á götunni.
„Ég geri það sem þarf til
, au nalda okkur á lífi," sagði Jó-
hann óhræddur en svekktur yfir
því að vera á götunni.
Haltu kjafti!
Þegar það spurðist út að
Á götunni Jóhann Traustason
og Guöbjörg Inga Guöjónsdóttir
eru á götunni eftir útburöinn.
henda ætti ibúum Hverfisgötunnar
út var haft samband við Engilbert
Runólfsson. Hann svaraði í símann
en sagði þó ekki mikið: „Haltu
kjafti!" var það eina sem Engilbert
hafði um málið að segja áður en
hann lagði á.
Vinnur fyrir Engilbert
Einn af þeim sem bar íbúunum á
Hverfisgötunni tíðindin heitir Ársæll
Snorrason. Hann gaf þeim einn dag,
eða fram til hádegis 31. desember, til
þess að koma sér út.
„Ég vinn fyrir hann [Engilbert],
ég var beðinn um að sjá um þetta,"
sagði Ársæll Snorrason þegar hann
var spurður um málið.
Flugeldur fór inn um glugga og sprakk
Kveikti óvart í húsi nágrannans
Þorvaldur Skaftason lenti í
óskemmtilegri reynslu á gamlárs-
kvöld þegar kviknaði í húsi hans við
Skerseyrarveg 2 í Hafnarfirði um
miðnætti. Flugeldaterta í húsi fyrir
ofan hús Þorvaldar datt á hliðina
vegna mikils krafts og flugeldarnir
þutu í allar áttir, þar á meðal inn um
lítinn eldhúsglugga þar sem hann
sprakk og læsti eldurinn sig sam-
stundis í gluggatjöldin.
„Það var mínútuspursmál hvort
húsið fuðraði upp eða ekki,“ segir
Þorvaldur en húsið er timburhús og
það er augljóst að litlu mátti muna
en slökkviliðið var mjög fljótt á stað-
inn og gekk greiðlega að slökkva eld-
inn.
„Það var bara hringt í okkur til
Grindavíkur og sagt að húsið væri að
brenna," segir Þorvaldur en hann
var í veislu hjá dóttur sinni. Hann
segir að heimkoman hafi ekki verið
falleg enda innviðir hússins töluvert
illa farnir eftir eldinn, mikið sót var
enn inni og duft eftir
slökkvistarfið.
„Við getum ekki búið
hér næstu vikur," segir
Þorvaldur sem gerir ráð
fyrir því að hann muni
gista hjá dóttur sinni
eða bróður þar til húsið
er orðið íbúðarhæft aftur.
„Þetta er ekki skemmtileg
reynsla,' segir Jón örn Stefánsson
en gestir sem voru heima hjá honum
voru að skjóta upp flugeldum þegar
tertan datt á hliðina með þeim af-
leiðingum að þeir kveiktu í húsinu
hans Þorvaldar. Jón segir að hann sé
feginn að enginn hafi slasast en
honum þyki leitt hvernig fór með
húsið.
valur@dv.is
Fálkaorðan
afhent
Tólf fengu heiðursmerki
hinnar íslensku fálkaorðu í gær.
Fimm þeirra
fengu hana
vegna starfa
tengdra listum
eða menningu
og má finna
nöfn þeirra á
menningarsíð-
um blaðsins.
Hinir sjö eru séra Bernharður
Guðmundsson fyrir störf í þágu
þjóðkirkjunnar og alþjóðlegs
kirkjustarfs, Guðlaug Hall-
björnsdóttir fyrir störf í þágu ný-
búa, Guðni Ágústsson fyrir stöif
í opinberri þágu, Hrefna Har-
aldsdóttir fyrir störf í þágu
þroskaheftra, Sigrún Sturludóttir
fyrir störf að félagsmálum, Vig-
dís Magnúsdóttir fyrir hjúkrun-
arstörf og Þráinn Eggertsson fyr-
ir vísinda- og kennslustörf.