Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Side 8
8 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006
Fréttir TtV
Leikskóla-
mótmæli
Enn er verið að mót-
mæla fyrirhuguðum breyt-
ingum á leikskólum Vest-
mannaeyja að því er fram
kemur á vef Sunnlenska.is.
Á fundi bæjarráðs á þriðju-
dag var tekið fyrir bréf frá
sjöttu deild Félags leik-
skólakennara. Þar segir að
stjórn deildarinnar harmi
ákvörðun bæjarstjórnar.
Ákvörðunin valdi miklum
vonbrigðum og sýnir metn-
aðarleysi hjá yfirvöldum og
lítilsvirðingu við það starf
sem fram fer í leikskólum
bæjarins. Fyrirhugað er að
sameina alla leikskóla bæj-
arins undir stjórn eins leik-
skólastjóra.
Skíða til USA
Forsvarsmenn Fossa-
vatnsgöngunnar á skíðum
hafa tekið upp samstarf við
mótaröðina Minnesota
Skinnyski Series í Banda-
ríkjunum. Sigurvegurum
verður boðið á miUi land-
anna til þátttöku í mótum
að því er fram kemur á vef
Bæjarins Besta. Eingöngu
íslendingar eiga þess kost
að geta unnið ferðaverð-
launin í Fossavatnsgöng-
unni og verður því fyrsta ís-
lenska karlmanninum og
konunni sem ná að koma f
mark í 50 km göngu boðið
að fara til Bandaríkjanna og
taka þátt í einu af mótum
Minnesota Skinnyski
Series.
Hvað liggur á?
„Mér liggur á að koma nýja
húsinu mínu ígagniö," segir
Jón Ingi Hákonarson leikari
og þáttarstjórnandi Islenska
piparsveinsins. „ Við hjóna-
leysin vorum að kaupa
okkuríHafnarfirði og okkur
liggur á að gera það fínt og
flott. Það þarfað mála og
svona. Við vorum að kaupa
okkurhús í eldri kantinum
og ætlum að gera það upp
bæði að innan og utan."
Jón Einar Guðmundsson
Faðirirm syrgjandi er sann-
færður um að Kristinn hafí
verið allsgáður þegar hann
greip til þess örþrifaráðs að
festa sig ísnöru og binda
þannig enda á lifsitt..
Ungur mao
láflim í íbúð
siimi í flo I
Kristinn Sólberg Jónsson Kristinn
sem varð aðeins 26 ára missti móður
sína ungur og átti mjög erfitt / kjölfar-
Ungur maður, Kristinn Sólberg Jónsson, hafði verið látinn í íbúð sinni við
Laugaveg í minnst tíu daga þegar vinir hans komu að honum. Kristinn hafði
hengt sig og blasti lík hans við um leið og inn var komið. Aðkoman var svo
hræðileg að vinirnir þurftu áfallahjálp. Jón Einar Guðmundsson, faðir Kristins,
segir ekki hafa hvarflað að sér að sonur hans myndi svipta sig lífi.
Nokkrum dögum fyrir jól var komið að 26 ára gömlum
manni, Kristni Sólberg íónssyni, eftir að hann hafði verið
látinn í um það bil tíu daga. Það voru vinir piltsins sem
brutust loks inn og fundu Kristin látinn.
„Harm gafst upp og
hreinlega gat ekki
meir. Það er eina
rökrétta skýringin
sem ég sé á þessu."
sig verulega á og verið í námi sem
hann kunni vel við.
„Ég er sannfærður um að hann
var ekki undir áhrifum þegar
hann tók þessa örlagaríku á-
kvörðun. Á hinn bóginn var fjár-
hagstaða hans erfið og ég veit að
hann hafði miklar áhyggjur af
peningamálum. Hann stóð við
samninga og borgaði af lánum og
leiguna af íbúðinni fyrir desember
var hann búinn að greiða," segir
faðir Kristins sem er nokkuð viss
um að áhyggjur af fjármálum hafi
endanlega sligað sornnn.
Þunglyndur á köflum
í húsinu þar sem Kristinn
heitinn bjó að Laugavegi 144 eru
tvær aðrar íbúðir og nokkur her-
bergi sem leigð eru einstakling-
um. Kristinn bjó í risinu.
Guðlaugur Víðir Guðlaugsson
sem á íbúð í húsinu var úti á landi
þegar Kristinn batt enda á líf sitt.
„Kristinn var fínn drengur og
hann leit vanalega eftir íbúðinni
minni á meðan ég var fjarri og ég
gerði það sama fyrir hann. Ég veit
að hann var þunglyndur á köflum
og átti erfiða sögu um neyslu
fíkniefna að baki. I haust vissi ég
að honum gekk vel í skólanum og
hann stefndi á að fara utan til
náms á næsta ári en af því verður
því miður ekki. Mig tekur það afar
sárt að vita til þess að honum hafi
liðið svo illa að hann hafi gripið til
þess örþrifaráðs að taka eigið líf,‘‘
segir Guðlaugur Víðir en þegar
„Ég heyrði síðast í syni mínum
í lok nóvember en þá var allt í fínu
lagi hjá honum," segir Jón Einar
Guðmundsson, faðir Kristins Sól-
bergs Jónssonar.
„Ég veit hins vegar að desem-
bermánuður var honum oft erf-
iður en það hvarflaði ekki að mér
að hann myndi grípa til örþrifa-
ráða,“ segir Jón sem talaði síðast
við son sinn í kringum mánaða-
mótin nóvember-desember.
Átti oft erfitt í desember
Jón segir að þegar nokkuð hafi
verið liðið frá mánaðamótum hafi
hann reynt að ná í Kristin Sólberg
sem aldrei svaraði.
„Ég hélt bara að hann vildi vera
í friði eða að hann ætti ekki inn-
eign en þegar hann svaraði ekki
heldur sms-boðum frá mér fór að
fara um mig. Ég hringdi þá í vin-
konur hans úr Iðnskólanum sem
sögðu mér að hann hafi verið í
fínu formi og liðið vel síðast þegar
þær hittu hann. Þá róaðist ég og
taldi að ekki væri ástæða til að ótt-
ast. En annað kom á daginn en
mér er sagt að líklega hafi hann
verið látinn í allt að tíu daga,“
segir Jón Einar.
„Hann gafst upp og hreinlega
gat ekki meir. Það er eina rökrétta
skýringin sem ég sé á þessu.“
Missti móður sína ungur
Kristinn Sólberg missti móður
sína þegar hann var fjórtán ára og
varð það honum mjög erfitt á við-
kvæmu skeiði í lífi hans. Jón Einar
segir að í kjölfarið hafi hann lent í
miklu einelti í skólanum sem
hann réði ekki við.
„Þessir erfiðleikar börðu hann
niður og hann fór að nota fíkni-
efni en sú neysla varði í mörg ár
og hann fór mjög langt niður um
tíma," segir Jón en bætir við að
síðasta árið hafi sonur hans tekið
ILaugavegur144 /
■ risinu i þessu húsi bjó
I Kristinn og blastilát-
I inn við vinum sínum
iÞegar þeir brutust inn.
hann kom til baka skömmu fyrir
jól frétti hann af því hvað hefði
gerst.
„Ég efa ekki að hefði ég verið
heima þá hefði ekki liðið svona
langur tími þar sem enginn hefði
vitjað hans. Ég hefði örugglega
litið til hans og áttað mig á því að
allt væri ekki með felldu," bætir
Guðlaugur Víðir við og finnst það
í hæsta móti furðulegt að enginn í
húsinu skuli hafa vitjað Kristins
þegar ekkert sást til hans.
Fleiri sjálfsvíg en áður
Geir Jón Þórisson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn segir það alls ekki
algengt að ungt fólk hafi lengi
legið látið áður en það finnst en
það komi þó fyrir. Mun oftar finn-
ist fullorðið fólk látið eftir að hafa
legið í nokkrar vikur.
„Minni líkur eru á að ungt fólk
deyi snögglega en það er þá helst
ef það fellur fyrir eigin hendi eins
og í þessu tilfelli. En það er til-
finning okkar hjá lögreglunni að
sjálfsvíg hafi verið mjög mörg
þessa tvo síðustu mánuði án þess
að ég hafi nokkrar tölur þar um.
Það eiga margir erfitt og sjá enga
aðra leið á meðan aðrir hafa
aldrei haft það betra,“ segir Geir
Jón.