Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Page 21
DV Sport MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 21 Margir áttu alveg eins von á því að meistari Phil Jackson mundi snúa aftur sem þjálfari í NBA-deild- inni, en enginn átti von á að hann tæki aftur við liði Los- Angeles Lakers, sem var rústir einar eftir að Shaquille O’Neal fór til Miami. Hörð og óvæg gagnrýni Jackson á Kobe Bryant í bók sem hann skrifaði um síðasta árið sitt hjá Lakers hefði í raun átt að tryggja það að þessir tveir gætu aldrei unnið saman á ný. Jackson hefur löngu sannað sig sem sigurvegari, en hefur sýnt útrúlega auðmýkt síðan hann tók við Lakers á ný og steftta liðsins virðist einföld; Látið Kobe hafa boltann og farið frá. Bryant hefur fengið ósk sína upp- fyllta. Hann er stjarnan í liðinu og fær að taka öll þau fáránlegustu skot sem honum detta í hug leik eftir leik. Honum virðist vera nokk sama hvað liðið vinnur marga leiki ef hann fær að vera í sviðsljósinu. Hvað sem segja má um það, er hann engu að síður ótrúlegur leikmaður eins og hann sýndi í lok ársins þegar hann sallaði 62 stigum á Dallas i að- eins þremur fjórðungum, sem er nokkuð sem aðeins Wilt Cham- berlain heitinn hefði getað leikið eftir. HÁSTÖKKVARI ÁRSINS: AMARE STOUDEMIRE, PHOENIX Amare Stoudemire sprakk út á árinu 2005 og þó Steve Nash hafl vissulega átt þátt í því að Stoudem- ire bætti leik sinn jafn gríðarlega og raun bar vitni, var ljóst að hinn ungi miðherji/framherji var orðinn einn allra besti leikmaður deildarinnar. Þrátt fyrir að menn hefðu ekki trú á því að hann ætti eftir að mega sín mikils gegn sterkri vörn San Anton- io, sprakk hann hreinlega út í úrslit- um Vesturdeildar og skoraði 40 stig leik eftir leik. Hnémeiðsli hans í sumar voru líklega einhver mestu vonbrigði ársins, því Stoudemire var á góðri leið með að verða einn allra besti leikmaður deildarinnar. „STÓRSKOTA-ROB" Eftirminnilegasta atvikið í úrslit- unum í vor var klárlega sigurkarfa Robert Horry gegn Detroit í fimmta leik úrslitanna í Detroit, en með því tryggði hann sér sæti í sögunni sem ein kaldasta skytta í sögu deildar- innar. Eftir að San Antonio hafði náð þægilegri 2-0 forystu í einvíginu í heimaleikjum sínum, náði Detroit að jafna 2-2 og hafði yfirhöndina lengst af í leik fimm. Tim Duncan fór mjög illa að ráði sínu undir lok venjulegs leiktíma í fimmta leikn- um, en í framlengingunni var það Robert Horry sem kom Jiðinu til bjargar á ögurstundu, líkt og hann hafði áður gert með Houston Rockets og LA Lakers. Horry var allt í öllu hjá Spurs og skoraði 21 stig á síðustu 17 mínútum leiksins, þar af þriggja stiga körfu sem tryggði Spurs sigur á síðustu sekúndunum í framlengingunni. „Þetta éru úr- slitin, maður. Ef maður verður ekki spenntur í úrslitunum, er alveg eins gott að sleppa því að vera í þessum bransa,” sagði Horry. Tim Duncan, verðmætasti leikmaður úrslitanna í þrígang, sagði þetta bestu ffammi- stöðu nokkurs manns sem hann hefði orðið vitni af á ferli sínum. VONBRIGÐI ARSINS: MIAMI HEAT Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvernig forráða- mönnum liðsins hefur liðið í mag- anum eftir að liðið var fimm mínút- um ffá því að komast í úrslit NBA eftir að hafa fengið Shaquille O Neal til sín frá LA Lakers í skipt- um sem er í besta falli hægt að kaUa fáránleg. O’Neal og Dwayne Wade áttu báðir við meiðsli að stríða í úrslitaeinvíginu í Aust- urdeildinni og margir vilja meina að það hefði verið Miami sem hefði spilað til úrslita ef þeirra hefði notið við af fullum krafti. í stað þess að byggja á góðum árangri í fyrra, urðu svo forráðamenn liðsins óþolinmóðir og skiptu — hálfu liðinu í burtu í sumar, sem er aðgerð sem á líklega aldrei eftir að borga sig. Enginn skyldi þó afskrifa hð sem er þjálfað af Pat Riley og hefur Shaquille O’Neal innan- borðs. RUGLUDALLUR ÁRSINS: LARRY BROWN, NEW YORK hpN Larry Brown er frábær þjálfari og sannaði það með því að gera Detroit Pistons að meisturum árið 2004. Hann er hins vegar sérlundaður sér- vitringur og vandræðagemlingur, sem virðist aldrei vera ánægður með neitt og getur ekki setið kyrr, enda búinn að þjálfa nær helming liðanna í deildinni. Karlinn átti við heilsu- farsvanda að stríða síðustu tvö ár, sem hafði nokkuð með það að gera að hann íhugaði að hætta að þjálfa. Enginn getur sagt til um hvað vand- ræðagangurinn á Brown hafði mikið að segja í úrslitakeppninni í fyrra, þegar Brown var orðaður við nýja stöðu utan Detroit í hverri viku. Svo fór að Joe Dumars fékk nóg og lét hann fara, sem í dag lítur út fyrir að vera frábær ákvörðun ef marka má gengi liðsins undir stjórn Flip Saunders. í stað þess að stýra liðinu með besta byrjunarlið deildarinnar og eiga möguleika á meistaratitíi, er Brown nú búinn að ráða sig í versta starf í heimi - þjálfarastöðuna hjá New York, þar sem hann virðist um- kringdur eintómum vitleysingum, enda vælir hann mikið og liðið er í tómu rugli. Stórleikur James stoppaði Detroit Lebron James átti ffábæran leik með Cleveland í NBA- deildinni í körfubolta þegar liðið stoppaði m'u leikja sigurgöngu Detroit Pistons. James var með 30 stig, 7 frá- köst og 7 stoðsend- ingar í 97-84 sigri Cavaliers. Detroit hafði unnið 23 af fyrstu 26 leikjum sínum en gengi Lebron James og félaga hefur einnig verið í miklum blóma en þetta var sjöundi sigur liðs- ins í síðustu átta leikjum. James braut 30 stiga múrinn í 11. sinn í síðustu 14 leikjum. Nógafnýjum mönnum Liðin í Iceland Ex- press-deild karla voru mörg með nýja menn í leikmannahópi sín- um í leikjum ára- mótaumferðarinnar. Skallagrímsmenn tefldu fram Pálma Þór Sævarssyni á ný, Bosníumað- urinn Nedsad Biberovic lék sinn fyrsta leik með Grindavík sem og Englendingurinn Mark S. Woodhouse með Þór. Þá þurftu Fjölnismenn að fá sér nýjan Bandaríkjamann, Steven Moore, í forföllum Fred Hooks og í leikmannahópi KR var kominn Ósvaldur Knúdsen sem lék síðast með KR-liðinu 1998. FH-ingar Norðurlanda- meistarar Handboltastrákar úr FH, fæddir 1989 og 1990, urðu Norður- landameistarar milli jóla og nýárs þegar þeir unnu óopinbert Norður- landamót unglinga í hand- bolta sem fram fór í Gautaborg í Svíþjóð. FH-liðið vann Sví- þjóðarmeistrara IFK Tumba, 27-26, í úrslitaleiknum. FH- liðið hefur ekki tapað leik á ís- landi síðustu þrjú árin og með liðinu leika margir bráðefni- legir strákar en þjálfari liðsins er Einar Andri Einarsson. AF ÞESSU Nýr þjálfari hjá botnliði Hauka í Iceland Express-deild karla í körfubolta Ágúst þjálfar bæði karla- og kvennaliðið út tímabilið 12.40 Enska úrvals- >deildin á Skjá einum. Beint frá leik West Ham og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. >14.50 Enska úrvals- deildin á Enska boltan- um. Beint frá leik Bolton og Liverpool í f mörg horn að líta Það veröur nóg að gera hjá Ágústi Björgvinssyni næstu mánuði en hann mun þjálfa bæði karla- og kvennaliö Hauka út tímabilið og framundan eru því að lágmarki 25 leikir á næstu tíu vikum. Haukar gerðu róttækar breytíngar fyrir áramótin en Predrag Bojovic sagði þá upp störfum sem þjálfari meistaraflokks karla í körfubolta hjá félaginu en Haukaliðið er í neðsta sætí Iceland Express-deildarinnar eftir fyrri umferðina með einn sigur í 11 leikjum. Við starfi hans tekur Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs fé- lagsins, og mun þjálfa bæði liðin út tímabilið. Undir stjóm Ágústs varð hið unga kvennalið Hauka bæði bik- armeistari og Powerade-meistari á ár- inu og situr í efsta sætí Iceland Ex- press-deildar kvenna eftir fyrri um- ferðina. Haukaliðið á ekki lengur raunhæfa möguleika á að komast í úr- slitakeppnina og því er það forgangs- verkefrú hjá Ágústí að bjarga liðinu frá falli. Það verður nóg að gera hjá Ágústi en framundan em að lágmarki 25 leikir á næstu tíu vikum, því bæði lið em enn með í bikarkeppninni. Ágúst Björgvinsson tók við Vals- mönnum í svipaðri stöðu tímabilið 2002-2003 en liðið var þá í botnsætí deildarinnar með einn sigur eftir 9 leiki. Undir stjóm Ágústs vann liðið 4 af 13 leikjum en það var þó ekki nóg til þess að bjarga því frá falli. Ágúst verður fyrstí þjálfarinn í fimm ár til þess að þjálfa bæði karla- og kvennalið í efstu deild en síðastur á undan honum til þess var Karl Jóns- son sem þjálfaði báða meistaraflokka KFÍ veturinn 2000-2001. Karl tók einnig við karlahði ÍR eftír áramót 1998 en hann þjálfaði þá kvennaliðið. Jón Kr. Gíslason er hins vegar eini þjálfarinn sem hefur gert bæði karla- og kvennalið að fslandsmeistumm á sama tímabilinu en undir hans stjóm unnu báðir meistaraflokkar Keflavík- ur íslandsmeistaratítilinn vorið 1989. Þrisvar sinnum á síðustu íjómm tímabilum hefur þjálfari íslands- meistara kvenna haft sterk tengsl við karlaliðið því þjálfaramir Sverrir Þór Sverrisson (Keflavflc 2005), Hjörtur Harðarson (Keflavík 2004) og Keith Vassell (KR 2002) vom allir leikmenn karlaliðsins á sama tíma. ensku úrvalsdeildinni. 16.00 Ensku mörkin á 1ÚV. Bjami Felixson fer yfir valda kafla úr leikjum síðustu um- ferðar í enska fótbolt- anum. 18.00 íþróttaspjallið á Sýn. Þorsteinn Gunn- arsson fær þá sem em í eldlínunni til sín í spjall. 21.30 íþróttaannáll á Sýn. Rifjuð verða upp si=n~i öll helstu atvikin á ís- lenska íþróttaárinu 2005.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.