Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Page 25
DV Lífíð sjálft MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 25 Er heyrnin farin að gefa sig? Efþú ert komlnn 6 efri ir er heymln kannski farín að gefa slg. Lfídegt erað svo sé ef tvær eða fíelri af eftlrfarandl fullyrðingum eige vlö þlg: - Aðrir segja þér að útvarpið sé allt of hátt stiilt. - Þú heyrir en skilur ekki öll orðin. - Þú átt i erfiðleikum með að taka þátt í umraeðum í margmenni. - Þér finnst fólk umla með sjálfum sér. - Þú segir: Hvað segirðu? aftur og aftur. - Þér finnst fólk tala of lágt. T í Svavar Már Einarsson Segir að við hreyfum okkur mun minna en áður en borðum ekki i samræmi viö það. DV-mynd E.ÓI. og kemur meiru í verk," segir hún og bætir við að með hreyfingu sé hægt að sigrast á aðgerðaleysi sem margir glíma við. „Ef fólki líður illa og á erfitt með að koma sér af stað er gott að fara í læknisskoðun til að láta at- huga blóðþrýsting, járn og annað, því að stór hluti af íslenskum kon- um er með járnskort og vantar því þennan drifkraft sem þarf til að koma sér af stað. Þetta getur verið mjög mikilvægt því í rauninni hugsar enginn um mann nema maður sjálfur." Heilbrigði er einfaldlega forvörn „Nú er átakið að byrja þar sem allt á að gerast," segir Svavar Már Einarsson einkaþjálfari í World Class. Svavar Már segir strauminn liggja í ræktina þar sem jólin og áramótin séu liðin. „Fólk vill ná hámarksárangri, helst á nokkrum vikum, og skilur ekki að þetta er lífstíðarvinna. Þegar árangurinn næst ekki brotnar það svo niður," segir hann og bætir við að fólk verði að átta sig á að um lífsstíl sé að ræða. Borða sig upp og svo í átak „Við sitjum flest við skrifborð allan daginn og pikkum á tölvu og gerum ekkert annað en að borða. Við hreyfum okkur mikiu minna en við gerðum og borðum alls ekki í samræmi við það því við borðum miklu meira í dag en áður," segir Svavar Már og bætir við að fólk verði að setja sér raunhæf mark- mið. „Áramótaheitin snúast vana- lega um að borða sig upp og mæta svo í átak til að ná sér niður. Svo- leiðis á þetta ekki að vera, við verð- um að mæta köldum staðreyndum og skilja að við verðum að hreyfa okkur næstu 30, 40 árin og allt lífið en ekki bara í janúar og febrúar." Einkaþjálfun er fjárfesting Svavar segir marga hafa óraun- hæfar væntingar og að þeir ein- blíni á útlitið í stað heilbrigðis. „Heilbrigði er einfaldlega forvörn og að æfa líkamann er lykilatriði og miklu mikilvægara en að vera á ströngu fæði til að grennast. Best er að æfa og losa sig við óhollust- una í mataræðinu sem er svo slæm fyrir okkur." Þegar Svavar er spurður um góð ráð fyrir karlmenn sem vilja fara af stað á réttan hátt minnist hann á átaksnámskeiðin hjá World Class auk einkaþjálfunar. „Ég hef séð marga sem kunna ekki æfingarnar eða hugmyndafræð- ina á bak við þjálfunina. Ef fólk fjárfestir í einkaþjálfara fær það sjálfstraust og þekkingu sem til þarf til að kunna þetta og þá þarftu ekki að vera að horfa á hina og efast um að þú sért að gera þetta rétt." indiana@dv.is um borðum við hollan mat en allt of mikið magn afhonum. Gerðu þér grein fyrir hvað þú lætur ofan iþig og magninu sem þú borðar. Notaðu minni diska, viktaðu matinn og taktu stjórn. 6. Drekktu vatn Ofþornun er oft ruglað við hungur og hægir á efnaskiptunum sem hafa áhrifá einbeitingu og skammtíma- minni. Drekktu einn til tvo litra af vatni á dag. Þú losnar við liðverki, hjálpar lifrinni og nýrunum að starfa og gerir húðina fallegri. 7. Borðaðu alltaf morgunmat Efþú sleppir morgunmatnum telurðu líkama þínum trú um að þú sért hungruð/hungraður þvíþú hefur ekki fengið mat í marga klukkutíma. Því hægist á efnaskiptun- um en það viltu einmitt ekki. Morgun- maturinn færirlíkama þínum einnig orkuna sem hann þarfnast til að starfa á eðlilegan hátt. 8. Komdu hreyfingu inn i lifþitt Likamsrækt er besta vopnið / baráttunni við aukakílóin. Byrjaðu hægt og bættu við. Farðu út að ganga eða veldu hreyfingu sem þú hefur gaman af. Náðu stjóm á kólester- ólinu 1. Minnkaðu neyslu á mettaðri fitu Dýraafurðir eru ríkar af mett- aðri fitu. Minnkaðu við þig í kjöti, smjöri og mjólkurafúrðum. 2. Borðaðu fisk Fiskát hefur reynst þeim sem þegar hafa feng- ið hjartaáfall afar vel. 3. Veldu rétta olíu Ólívuolía, canolaólía og hnetuolía lækka kólesterólmagn- ið og em því góðir valkostir. 4. Borðaðu hvít- lauk Reyndu að borða hvítlaukinn hráan. 5. Neyttu trefja Trefjar lækka kól- esterólið og sérfræð- ingar mæla með 30 grömmum á dag. 6. Fáðu þér í glas Drekktu eitt létt- vínsglas á kvöldi. Ef þú drekkur meira breytast jákvæðu áhrif áfengisins í neikvæð áhrif. Rauð- vín hefur sérstaklega góð áhrif á æðamar. 7. Minnkaðu koffeinið Skiptu út kaffi, gos og tei fyrir hollt og gott japanskt grænt te. Kuldislæmur fyrírkvef Breskir vísindamenn sem rann- saka kvef segja mæður og ömmur hafa haft rétt fýrir sér. Ef kvefuðum einstaklingi verði kalt versni kvefið og því sé rétt að klæða sig vel yfir svokölluð „kvefaskeið". Þeir segja að fyrri rannsóknir hafi ekki sýnt sannanir fyrir að kuldi geri kvef verra. Vísindamennimir fylgdust með þátttakendum rannsóknarinn- ar þar sem helmingurinn sat með fætumar ofan í ísvatni yfir tímann sem flestir fá kvef á meðan hinn helmingurinn hafði fætumar ofan í tómri skál. Einn þriðji þeirra sem höfðu fætumar í ísnum fengu kvef en aðeins 9% hinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.