Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Page 32
32 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006
Menning DV
Sólveig Anspach og Mireyja Samper
| Framleiðendur myndarinnar.
íþessu máli
sýndáRÚV
Samningai hafa tekist milli
Ríkisútvarpsins - sjónvarps og
Sólveigar Anspach um sýningu
heimildarmyndar hennar /
þessu máli sem hér hefur verið
sýnd í kvikmyndahúsum og á
kvikmyndahátíð. Myndin var
önnur tveggja mynda sem
gerðar voru um stóra
málverkafölsunarmálið. Hina
vann Þorsteinn J. Vilhjálmsson
og hefur hún þegar verið á dag-
skrá Sjónvarps.
Samningar við Sjónvarpið
um mynd Sólveigar hafa tekið
langan tíma. Síðasta sumar
kvartaði hún opinberlega yfir
fálæti Sjónvarpsins um verkið,
en sem kunnugt er lyktaði mái-
inu sem var í þann tíma eitt
dýrasta rannsóknarmál sem fór
fýrir íslenska dómstóla með
sýknu.
f mynd hennar er málið er
skoðað út frá persónulegum
sjónarmiðum ákærðra sem og
ákærenda en einnig út frá þjóð-
félagslegu sjónarmiði og fárán-
leika þess í heild sinni. Helstu
viðmælendur eru Amar Jens-
son, Ólafur Ingi Jónsson, Viktor
Smári Sæmundsson, Pétur Þór
Gunnarsson, Jónas Freydal
Þorsteinsson, Kjartan Gunnars-
son, Jón Ragnarsson, Gunnar
Snorri Gunnarsson og Bragi
Guðlaugsson.
Mynd sína vann Solveig í
samstarfi við Artye og hefur
myndin þegar verið sýnd ytra
og fengið jákvæðar umsagnir í
helstu blöðum Frakklands þar
sem Sólveig starfar og er þekkt
fyrir heimildarmyndir sínar.
í þessu máli er á dagskrá
Sjónvarps þann 8. janúar.
Listamenn fá
fálkaorðu
Afþeim tólf sem Ólafur Ragn-
ar Grímsson forseti veitti heiðurs-
merki hinnar
íslensku fálka-
orðu í gær,
fengufimm
orðuna vegna
starfa sinna
við iistir eða
menningar.
Þaueru
Brynja Bene-
diktsdóttir fyrir störf sín í þágu
leiklistar, Guðmimdur Páll Ólafs-
son fyrir ritstörf í þágu náttúru-
vemdar, Hafliði Hallgrímsson
fyrir tónsmíðar, Jónas Jónasson
fyrir störf í Qölmiðlum og framlag
til fslenskrar menningar og Þóra
Kristjánsdóttir fyrir framlag til
varðveislu íslenskrar menningar-
arfleifðar.
Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is
Mary Poppins endurgerð
Mary Poppins vaknar á ný á hvita tjaldinu.
Richard Eyre, fyrrum þjóðleikhússtjóri
Breta, setti verkið á svið í London i fyrra
og setur það upp á Broadway á næsta ári.
Eru allir sammála um að honum hafi tekist
vel til. Nú standa yfir viðræður um að
kvikmynda verkið að nýju. Steven Spiel-
berg mun hafa áhuga á að framleiða nýju
gerðina, en kvikmyndin frá 1964 er enn
afar vinsæl. Hún staðfesti Julie Andrews
sem stórstjörnu, en hún hafði árinu áður
orðið af hlutverki Elisu í My Fair Lady.
Lengi var setið á rétti til að gera úr bókum
Travers söngleik, en á næsta ári verður
hann á fjölunum austan hafs og vestan og
mun þaðan fara víða. Hefur verið áhugi á
sviðsetningu Mary Poppins í stóru leik-
húsunum hér en réttur ekki verið falur.
iMaryPoppin sKápaaf
I islenskri útgáfu sögunnar.
Síðasta frumsýning ársins var á Smíðaverkstæðinu 29. desember. Kvennablómi
gerir sér mat úr fimm smásögum Svövu Jakobsdóttur og tekst i langflestu
afbragðsvel að færa knappan stíl og flókin söguefni af bók á svið. Sýningin er
hressandi gustur á heldur daufu leikhúshausti.
Krufið til merujar
Sviðsetning og túlkun kvenna-
liðsins (fyrirgefrð strákar) á fimm
smásögum Svövu Jakobsdóttur er
hressandi og hugmyndarík. Hún er
vel balanseruð milli skops og
harms, full af lifandi augnablikum,
vandlega undirbyggð og samsett.
Sögurnar fleyga hvor aðra í gegnum
þessar níutíu mínútur, það er varla
að finna dauðan punkt - þótt sögu-
efnið úr Gefið hvort öðru væri
daufast meðhöndlað - sem því
miður kom nokkuð niður á hlut
Unnar Aspar Stefánsdóttur sem fer
með hlutverk konunnar sem gefur
brúðguma sínum hönd sína - bók-
staflega.
Er þá nokkuð meira að
segja?
Er nema von að menn spyrji?
Það er gríðarlegur vandi að koma
þessu efrii á svið. Það þarf til þess
töluvert hugrekki og djörfung. Vala
Þórsdóttir reyndist kjörin mann-
eskja í það verk. Sýnilega hefur
vinnsla leikgerðarinnar grætt mikið
á frjálsum spuna með leikefnið sem
er mótað í þaulhugsaðar og tálgað-
ar setningar. Kjarnann sjúga þær
systur úr beinabyggingu sögunnar,
kryfla til mergjar, í spunaærslum og
heilaspuna, festa á blað og vinna
svo áfram. Vinnuaðferðin leiðir
síðan til glaðhlakkalegrar áferðar í
upphafi flestra sagnanna sem renna
síðan hægt til niðurstöðu - sem oft
er harla grá, stundum svört.
Góð tækifæri
Öðrum en Unni gefast góð tæki-
færi. Hér er Aino Jarva í stilltu
tragísku hlutverki húsmóður og
óbyrju sem byggir hið fullkomna
eldhús, hið glæsilegasta hús, svo
glæsilegt að á endanum passar hún
ekki inn í það. María Pálsdóttir
glansar í.sögu móður frá getnaði til
fæðingar - skemmtilega grátt atriði.
Margrét Vilhjálms fín sem dauð-
vona stúlkan sem deyr á brúð-
kaupsdaginn. Þórunn Lárusdóttir
nær nýrri hæð í þættinum af móð-
urinni sem missir fyrst heilann í
hendur barna sinna og er svo kom-
in með of stórt hjarta.
Á móti þessum kvenhlutverkum
bregður Kjartan Guðjónsson sér í
margra karla líki og var á köflum
óborganlega fýndinn. Þess utan eru
allar stúlkurnar í smærri pörtum og
gefa heldur ekkert eftir þar.
Stíllinn
Ágústa hefur látið hafa eftir sér
yfirlýsingar um að hún vilji líkam-
gera leikhúsið. Hún vill leitast við að
láta leikara sína beita skrokknum
meira. Ókei. Sýningin ber þess ekki
sérstök merki. Ágústa aftur trúð-
gerir leikinn, notar paródíu, skop-
stælingu á hófsaman hátt en afger-
andi, rammar stök atriði inn í af-
markaðan stíl sem hún svo rýfur. í
gáfumannahjali væri hún sögð af-
byggja bæði texta og leikstíl.
Hún hefur náð fínni samstillingu
á hóp krafta sem hafa alls ekki
skinið skært saman fyrr. Kjartan er
sér á parti, Margrét Vilhjálmsdóttir
hefur verið leitandi. um nokkur
misseri; Unnur, Aino, Þórunn og
María hafa ekki verið að sýna neitt
sérstakt: þær eru búnar að vera
efnilegar en ekki meir. Hér lenda
þær í höndum leikstjóra sem fær
þær til að blómstra á fyrirhafnar-
lítinn hátt að því er virðist.
Umbúnaður allur
Smíðaverkstæðið er rassgats-
svið. Þau Stígur og Ágústa nota
brúna og tröppur niður í leikrýmið
af mikilli hugkvæmni, bæta við
hallandi rampi, stök tjöld. Þetta er
allt í köldum glansandi efnum í
stáli, hvítu og svörtu, bognum
plastflötum sem skapá spéspegils-
tilfinningu og dýpt - falska dýpt.
Sýningin er prýðilega lýst við
nokkuð erfiðar aðstæður, búin til
dýpt í inngangi. Búningaflóra,
grfrnur og höfuðföt (eru það ekki
allt búningar?) Kristínar Þorvalds-
dóttir er frá barokkkenndum
skrautklæðum í einfaldar módern-
ískar dragtir. Búningaskipti eru
mörg og hröð, leikmunir fáir. Hér er
allt unnið með einfaldleika og
ekkert að flækjast fyrir:
Þjóðleikhúsið sýnir á Smíða-
verkstæði: Eldhús eftir máli -
Hversdagslegar hryllings-
sögur. Höfundur: Vala Þórs-
dóttir eftir smásögum Svövu
Jakobsdóttur. Leikstjóri:
Ágústa Skúladóttir. Leikmynd:
Stígur Steinþórsson. Búning-
ar: Kristín Þorvaldsdóttir. Lýs-
ing: Hörður Ágústsson. Tón-
list: Björn Thorarensen. Frum-
sýning 29. desember 2005.
Leiklist
Sigri hrósandi
Þetta er fyndin og hugkvæm
leiksýning, hugvekja á sinn máta -
sumt af broddi Svövu hefur sljóvg-
ast í tímans rás, en flest reynist
furðu samtímalegt. Óhætt er að spá
sýningunni velgengni og vinsæld-
um á næstu vikum og nú er bara að
sjá hvort leikhúsunnendur taka
áskorun Þjóðleikhússtýrunnar og
virða hinn hraða og samfellda gang
leiksýninga sem hún vill gera að
reglu í rekstri hússins, drífi sig í leik-
hús sem fyrst - þeir munu skemmta
sér vel.
Páll Baldvin Baldvinsson