Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Blaðsíða 39
UV Síðast en ekki síst MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 39 Spurning dagsins Strengir þú áramótaheit? Vil halda í þá galla seméghef „Nei, ég ætla ekki aö strengja áramótaheit. Ég er bara ekki vanur að gera þaö, vil líka halda íþá galla sem ég hef." Lárus Long námsmaður. „Nei, ég hefekkigertþað. En efég myndi strengja ára- mótaheitþá myndi það senni- lega vera að eign- ast meiri pening þvíallt ersvo dýrt á íslandi." Katherin Brown verslunarkona. „Ekkiíár en ég hefgert það. Ég hef strengt heit um að fara í líkams- rækt en hætti þó fljótlega, kannski það sé ástæðan, maður stendur svo sjaldan við þessiheit." Ingileif Malberg prestur. y Nei, ég strengi aldrei áramótaheit og ég hefaldrei gert. Kannski hefurmaður bara enga slæma ávana semmaðurþarf að losa sig við." Jóhannes Bjarni Bjarna- „Nei, það erengin ástæða tilþessað strengja slikt. Strengdi einu sinni heit um að hætta að reykja en gafst upp á þvf." Bergdögg Ólafsdóttir nemi. Margir strengja áramótaheit og vilja bæta sig með nýju ári, sumir standa við þau en aðrir láta allt slíkt í léttu rúmi liggja. Svona verða menn ráðherrar Ég hélt að ég hefði orðið umhverfisráð- herra á sínum með þeim hætti Jón Baldvin leit yfir hópinn, sá strák í öftustu röð og hugsaði með sér: „Er hann ekki líffræðingur þessi pjakkur? Ég geri hann að umhverfisráð- herra.“ Þegar hann bauð mér stólinn fylgdi þvi reyndar sú undarlega kvöð að ég færi í fram- boð utan Reykjavíkur. Ég skildi hvorki þá né síðar afhverju flutningur út á land tilheyrði pakkanum Ég komst ekki að því fyrr en hálfum áratug síðar. Ég hafnaði þess- um skilmálum með nokkuð afgerandi hætti. Boð formannsins stóð samt - og ég þáði stól Löngu seinna ■ spurði ég meistara # Jón hvort hann hefði fengið auga- stað á mér í embættið vegna þess að ég hefði menntast til líf- vísinda í boði Hennar Hátignar Bretadrottningar. Hann horfði á mig annars hugar, hugs- aði sig um, og sagði eitt- hvað á þessa leið: „Nei, ég held varla. Ætli það hafi ekki frekar verið af því þú bjóst á Vestur- götunni eins og éa.“ Össui Skatphéðinsson ritax á vef sinrt: hexia.net/ossur Hallgrímurog Mogginn Ég er ekki alveg að skilja hvers vegna Hallgrímur Helgason leggur slíka fæð á Morgunblaðið eins og birtist í grein sem hann skrifaði í DV i vikunni. Greinin frekar ofsafengin Hann kallar Matthías og Styrmi „pakk“.Við Hallgrimur erum báðir aldir upp við Morgunblaðið, á tíman- um þegar það var öfl- ugast fjölmiðla - i halda þvi fram að við höfum þá þjáðst í landi ■ sem var bara leyfð ein er lauðvitað þar ekki annað en skáldlegir órar. Hallgrímur segir að nýja auðvaldið hafi „gefið okkur valkost við Moggann“. Hver er hann? DV þar sem greinin birtist? Frétta- blaðið sem birtir mestan- part stuttar fréttir í kring- um auglýsingar? Þaxf virkilega að ganga svona langt í að útmála ólígarkana sem bjargvætti þjóðarinnar - eru þeir kannski hið eina sanna „góða auðvald11? En Mogginn var aldrei jafn öflugur og Hallgrímur læt- ur; fjölmiðlarnir á móti honum og til hliðar við hann ekki svona veikir. Dr. Gunni setti á sig jákvæðasta spámannshattinn sem hann fann og spáði fyrir nýbyrjuðu ári. Um: Áramóta- uppgjörið 2006 Jæja, bara komið nýtt ár. Og ég ætla ekki að æra óstöðugan með enn einu áramótauppgjörinu fyrir árið sem var að klárast. Nei, í staðinn set ég mig í völvustell- ingar og spái því að þetta nýfædda ár, 2006, verði besta ár í sögu íslands, hvorki meira né minna. Góðærið verður náttúrlega gífurlegt áfram og þenslan og kaup gleðin, en þegar skammt er liðið á árið, u.þ.b. þegar íbúatalan slefar yfir 300 þúsund, er eins og landsmenn hugljómist allir sem einn og hér kemst á ástand sem á sér ekki hliðstæðu nema í klikkuðustu himnaríkisvon um þeirra trúuðu. ísland verður hið eina sanna draumaríki og næstu áramótauppgjör, um næstu ára- mót, verða lyginni líkust. Þetta er meðal þess sem þar má lesa: Hressileg launaleiðrétting varð um mitt ár. Þá urðu landsmenn á einu máli um það að þetta gengi ekki lengur. í staðinn fyrir að forkólfar væru með 50 föld laun þeirra lægst launuðu snérist þetta á hvolf og endaði í því að leik- skólakennarar sem sýsla með það sem okk- ur er kærast urðu ívið betur borgaðir en tölvu- skjásstarandi millifærslufólkið sem sýslar með andvana fjármagn. Bankarnir kom- ust líka að því að þeir væru búnir að græða alveg nóg. Öll yfirdráttarlán voru því þurrkuð út um mitt ár og stimpil- gjöld og annar bankakostnaður langt aftur í tímann borguð tU baka. Matar- verð lækkaði líka svo mikið á árinu að Heimilishjálpin og Mæðrastyrksnefnd voru lögð niður. Á árinu varð líka að loka meðferðarheimilium SÁÁ og Kvennaathvarfinu vegna verk- efnaskorts. Fólk einfaldlega \ nennti ekki lengur þessu rugli. Þá lést enginn í umferðinni af því fólk tók sig svo rosalega á. ■ Engar fréttir heyrðust um .}f$M» A" . > 2 /» fi*9 s? NKj,. ■ ■r.-Sfc ■ r ■ ■>' -ýi 'Wh,- ■ - ýéÁ árinu varð hka að loka í/m iim cíT4*eimil- %»«&£££» VejnrJf]?,skatts^Fólk -^JSS að verið væri að níðast á erlendu verkafólki, enda var ákveðið að hækka laun þessa hóps um 500% um leið og ákveðið var að hætta við Kárahnjúkavirkjun og rffa það sem búið var að reisa. Tónleikarnir Hætta- hópsins í HöUinni reyndust svona áhrifamiklir. Kynþáttafordómar lögðust algjörlega af, sem og hómófóbía, eftir að Kári Stefánsson einangr- aði meingenið sem veldur þessum heilasjúkdómum. Þá var Hvanna- dalshnjúkur mældur aftur með enn fullkomnari græjum en síðast og reyndist hann nú vera mun hærri en hæsta fjall Svía, eða 2121 m.y.s. lla.ri Dr. Gunni SEFUR ALDREI Viðtökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er 550 5090 10.000.- kronur^!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.