Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2006, Blaðsíða 40
 P? éiteisk o'a m töKun, víð fréttaskotum allan sólarhrínginn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrír besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar J^iafnleyndar er gætt. _*-• *-• q (JQ SKAFTAHLlÐ24, 705REYKJAVÍK [STOFNAÐ1910] SÍMI5505000 5 690710 111117 • Það fór kliður um mannskapinn á ára- mótabrennunni við Ægisíðu á gamlárs- kvöld þegar nýjasti ís- landsvinurinn, Quent in Tarantino, mætti á svæðið um níuleytið. hans var að sjálfsögðu að finna leikstjórann Eli Roth og stofn- anda Wu Tang-flokksins, RZA. Að brennunni lokinni hélt QT, eins og Quentin ku vera kallaður af vinum sínum, á Rex þar sem hann var heið- ursgestur ÍVIP- veislu. Ekki er vitað hvort hann hafi í leiðinni niður á Rex komið við hjá Björk Guðmundsdóttur, sem á faÚegt einbýlishús beint á móti brennustæðinu áÆgisíðu. Þar var einnig djammað fram undir morgun í árlegu gamlárs- partfi söngkonunnar... Ætli hún fái Edduna? í föruneyti WM Edda Björgvinsdóttir Fékk aðstoð þriggja barna sinna viö aö koma skaupinu á koppinn. Edda aö drukkna í haminpóskum Langar aö leikstýra skaupinultur „Ef mann langar til að leika sér með líf sitt og taugakerfi, þá er skaupið málið," segir Edda Björg- vinsdóttir, leikkona og leikstjóri, sem fékk það vandasama verkefni að leikstýra Áramótaskaupi Ríkis- sjónvarpsins árið 2005. Hún segist ánægð með viðtökurnar og er að drukkna í hamingjuóskum. Búin að fá mörg hundruð SMS-skilaboð. Edda er enn að jafna sig á stress- inu sem fylgdi því að fylgjast með frumrauninni í sjónvarpinu á gamlárskvöld. Segir það hafa tekið mikið á. „Ég var alveg rosalega stressuð. Sat úti í homi með hnút í magan- um," segir hún létt í bragði enda mesta stressið mnnið af henni. „Þetta lagaðist svo að mestu þegar fólk fór að hlæja. Þá fór mér að líða betur." Fjölskylda Eddu spilaði stóra mllu í skaupinu í þetta skiptið. Auk Eddu sjálfrar sem leikstýrði, skrif- aði og lék lítið hlutverk, fóm tveir synir hennar, Björgvin Hans og Ró- bert Óliver, með hlutverk, auk þess sem dóttir hennar, Eva, kom að búningahönnun. „Björgvin sonur minn er nátt- úrulega gæddur ómetanlegum hæfileikum og sló í gegn að mínu mati," segir Edda stolt enda er mál manna að poppeftirhermur sonar hennar hafi verið með hápunktum skaupsins þetta árið. Róbert Óliver lék svo forseta íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, með glæsibrag. Lítið afpólitíkþetta árið? „Já, við tókum ákvörðun um að vera með smá afturhvarf til fortíðar. Svona eins og þetta var árið ‘81. Þá var minna af pólitík. Við erum nátt- úrulega með Spaugstofúna allt árið sem tekur hana vel fyrir og vildum því frekar gera eitthvað annað. Ég held að það hafi bara heppnast vel." Aftur á næsta ári? „Þrátt fyrir allar áhyggjurnar og stressið sem fylgir þessu, þá var þetta ótrúlega gaman. Ég held ég myndi alls ekki segja nei við því ef mér yrði boðið að leikstýra skaup- inu aftur," segir Edda Björgvins- dóttir. Björgvin Franz Gfslason Sonur leikstjórans fórá kostum i Ára- mótaskaupinu. Aðalflutningar Starfsfólk Aðalflutninga sendir viðskiptavinum sín nýárskveðjur með ósk um farsæld á komandi ári Vatnagörðum 6 • S. 581 3030 • Fax: 471 2564 • adaleg@simnet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.