Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 Fréttir DV Mozartá Raufarhöfn Tónlist tónskálds- ins Wolfgangs Ama- deus Mozart mun hljóma á Raufarhöfn um næstu helgi. Er það söngdeild Tónlist- arskóla Húsavíkur ásamt Samkór Húsa- víkur og fjölda einsöngvara sem ætlar að halda tónleika í tilefni af 250 ára afmæli Mozarts. Sérlega vel þykir fara á þessari heimsókn frá Húsavík til Raufarhaihar þar sem íbúar sveitarfélaganna ásamt íbúum fleiri sveitarfé- laga á svæðin hafa samþykkt að sameinast í eina heild. Tónleikarnir verða í Hnit- björgum á sunnudaginn klukkan tvö. Ekki með leyfi Lögreglan á Sel- fossi fóru um síðustu helgi í leiðangur í veitingahús og á skemmtistaði til að kanna hvort þar væri til staðar gild skemmtana- og vínveitinga- leyfi, samkvæmt sunn- lenska.is. Á íjórum stöðum þurfti að hafa afskipti vegna þess að leyfi höfðu ekki ver- ið fengin eða þau útmnnin. Ýmis félagasamtök hafa komið sér upp aðstöðu fyrir starfsemi sína og halda þar samkvæmi eða leigja hús- næðið en til að halda slík samkvæmi þarf að vera fyrir hendi veitinga- og skemmt- analeyfi sem sótt er um hjá lögreglu. Leikið íslenskt sjónvarpsefiii Reynir Lyngdal leikstjóri. „Allt leikið, íslenskt sjónvarps- efni er afhinu góða. Það þyrfti frekar aðýta undir framleiðslu á leiknu Islensku efni en raun- veruleikaþáttum. fslenskir kvikmyndagerðarmenn þurfa að fá að æfa sig í því að gera svona. Ég hefreyndar ekki séð nýja þáttinn en við erum með Islendingana til að framleiða þetta. Fólk þarfbara að hafa tækifæri til þess að gera meira en eina þáttaseríu á þriggja eða tíu ára fresti." Hann segir / Hún segir „Ég hefbara séð hluta afþess- um tveimur þáttum sem hafa verið sýndir en það sem ég hef séð lofar mjög góðu. Það þyrfti bara að gera meira af leiknu islensku sjónvarpsefni. Við erum með svo mikið af góðu íslensku fagfólki sem getur unnið við þetta, það er bara synd að það er ekki meira framleitt afþessu. Við gætum orðið mjög góð á þessum vettvangi efvið bara myndum þróa þetta áfram." Arnbjörg H. Valsdóttir leikkona. Axel Karl Gíslason og Elías Andri Óskarsson eru ákærðir fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Þeim er gefið að sök að hafa slegið pilt í andlitið og sparkað ítrekað í búk hans og höfuð er hann lá í götunni. Axel Karl var dæmdur í tveggja ára fangelsi á síðasta ári fyrir að ræna ungum pilti úr Bónus og neyða hann til að taka út fé í hraðbanka ásamt Eliasi. Héraðsdómur Reykjavíkur Bónusmannræninginn ákæröup ivrir líkamsárás Yngsti síafbrotamaður Islands, Axel Karl Gíslason, er í slagtogi við Elías Andra Óskarsson ákærður fyrir líkamsárás á jafnaldra sinn í mars 2005 í Mjóstræti í Reykjavík. Þeim er gefið að sök að hafa slegið piltinn hnefahöggi í andlitið svo hann féll í götuna og sparkað nokkrum sinnum í höfuð hans og líkama með þeim af- leiðingum að hann hlaut ýmis meiðsli í andliti, kvið og væg heilahristingseinkenni. Forsaga máisins er sú að fjórir fé- lagar vom á veitingastaðnum Pizza Pronto að borða þegar Eh'as kom inn og skimaði eftir drengjunum. Sögðu vitni að einn drengjanna hefði falið sig því hann hefði óttast að Axel og Elías væm á eftir honum vegna skuldar sem þeir teldu sig eiga inni hjá hon- um. Sögðu vitni að Elías hefði brosað þegar hann sá drenginn reyna að fela sig og farið svo út og beðið. Þegar fé- ’ lagamir fjórir komu út sáu þeir Axel og Elías koma hlaupandi að þeim ásamt tveimur ókunnugum árásarmönnum og reyndu þeir þá að forða sér á hlaupum. Vildi hefna sín Yitni segir að drengimir hafi náð einum drengjanna í Miðstræti en þó ekki þeim sem þeir töldu sig eiga sök- ótt við. Hann var sleginn í jörðina og sparkað var í hann ítrekað á meðan hann lá í götunni. Eftir að hafa lumbrað á honum héldu árásarmennimir á brott. Dreng- urinn sem varð fyrir barsmíðunum komst í mikið uppnám og ætlaði að heftta s£n. Róuðu félagar hans hann niður og fóm með heim og í kjölfarið upp á spítala vegna gmns um að hann væri með heilahristing. Bónusmanr.ræningjar Axel Karl og Eh'as em ekki alveg ókunnugir dómskerfi Islands því Axel var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir marmrán og likamsárás. DV greindi frá því þegar Axel ásamt Elíasi og tveimur öðmm nam ungan pilt á brott úr vinnu sinni í verslun Bónuss og tróð í skott á bíl í septem- ber á síðasta ári. Þá var hann beittur ofbeldi og gert að taka út peninga Bónus Báðir sakborningarnir áttu þátt i Bónusmannráninu. vegna meintrar skuldar. Axel Karl var dæmdur til fanglelsisvistar á Litla- Hrauni í kjölfarið, aðeins sautján ára gamall. Ungur síafbrotamaður Axel mætti snoðkhpptur í Héraðs- dóm Reykjavíkur í fylgd fangavarða. Sátu Axel og Eh'as hinir rólegustu og hlustuðu á fjölda vitnisburða og setm upp hneykslunarsvip þegar vimin ásökuðu þá ítrekað um líkamsárásina. Axel eryngsti síafbrotamað- ur íslands. Hann komst fyrst í kast við lögin tólf ára og spannar því afbrotaferill hans fimm ár þrátt fyrir þennan unga aldur. Mál Axels og Elíasar bíður dóms. valur@dv.is „Sátu Axel og Elías hinir rólegustu og hlustuðu á fjölda vitnisburða og settu upp hneykslunarsvipi þegar vitnin ásökuðu þá ítrekað um líkamsárásina." Elías Andri Óskars- son Glotti þegar hann sá fórnalambið. rj pWTOii ÍNTJ Axel Karl Gíslason Mannræningi og ákærður fyrir að sparka i höfuð piits. ixBr "■ ______ . -ppí - - Starfsmenn Veðurstofunnar segja stjórnendur þurfa áfallahjálp eftir viðhorfskönnun Óveður á Veðurstofunni umar Páll Halldcrsson Yfir- maður eðlisfræðisviðs. Viðhorfskönnun til vinnustaðarins sem ráðgjafarfyrirtækið PARX vann fyrir Veðurstofti íslands var kynnt starfsfólki á fösmdaginn. Samkvæmt heimildum DV fékk yfirstjórn Veðurstofunnar falleinkunn þó mislág væri á milli deilda. Þykja niðurstöð- Magnús Jónsson | Veðurstofustjóri. sýna að óveður ríki á Veðurstofunni sem slota verði áður en allt fykur um koll. Þeir sem bestu útkomuna fengu náðu þó aldrei upp í hálft meðaltal og mun slíkt sjaldgæft í könnunum sem þessum. Versm útreiðina hlaut eðlis- fræðisvið Veðurstofunnar sem Páll Halldórsson stýrir en niðurstöður varðandi rekstrarsvið vom ekki kynntar. For- stöðumaður þar er Jón Gauti Jóns- son, fyrr- verandi bæjarstjóri í Garðabæ. „Starfs- reglur em Jón Gauti Jóns- son Yfírmaður rekstrarsviðs. Óveður Veðrið tekur á sig ýmsar myndir og starfs- menn Veðurstofu Islands reyna að sjá það fyrir. þær að kynna aldrei niðurstöður þar sem fimm eða færri svara," segir Jón Gauti sem vill þó ekki örvænta þrátt fyrir allt. „Þessi viðhorfskönnun er lið- ur í að efla liðsandann hér á Veðurstof- unni og ég hef trú á að sú verði raunin. Skipaðir hafa verið starfshópar sem vinna munu úr þessum niðurstöðum ogvæntum við mikils afþví," segir Jón Gauti sem tók við rekstrardeild Veður- stofunnar í sumar og er því tiltölulega nýr í starfi. Páll Halldórsson, yfirmaður eðhs- fræðisviðs, sem verstu útkomuna fékk, vill ekki tjá sig við DV um málið. „Ég hef ekkert um þetta að segja,“ svarar hann stuttur í spuna. Ekki náðist sam- band við Magnús Jónsson veðurstofu- stjóra. Einn starfsmanna Veðurstofunnar, sem sat mndimi þegar niðurstöður PARX vom kynntar, segir að nú þurfi yfirmenn Veðiustofunnar áfallahjálp. Starfsmenn vildu ekki tjá sig undir nafni af ótta við viðbrögð yfirmanna. „Við emm bundin trúnaði og tjá- um okkur ekld um einstaka viðsldpta- vini,“ segir Ragnheiður Agnarsdóttir sem sá um viðhorfskönnunina á Veð- urstofunni fyrir PARX sem er ráð- gjafarfyrirtæki sem byggt er á gamla Hagvangi sem eitt sinn var og hét.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.