Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Blaðsíða 28
i
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006
Lífíð DV
Dfðrik Jón Krtstófarssor
Gerir jafnvæglsæfíngu
með alvæpní.
Taijutsu «r óvopnaOur
bardagi Þar gilda lásar,
j{ Ninja verðtir að
kunna á boga Dið-
rík er lunkinn með
bogann elns og
önnur vopn.
hálstök, spörk og högg.
Barist mri og kannt á
vopnHérer keðjuslgð
á móti sverði.
Ninjitsu dugar til flestalls sem kem-
urfyrir á lífsleiðinni
Ninjitsu er merkileg bardagalist. Hún
byggir á speki og lífsstíl ninjanna sem voru
goðsagnakenndur persónur í Japan til forna.
Diðrik segir að ninjitsu sé að öllu leyti bar-
dagalist og að í henni læri einstaklingurinn
að nýta möguleika sína í baráttu gegn fjand-
skap og illindum af ýmsu tagi með þróaðri
bardagatækni. Hann segir einnig að einstak-
lingar sem æfi ninjitsu bæti náttúruleg við-
brögð sín og auki við skilningarvitin. „Samt
sem áður og utan ágætiskunnáttu í margvís-
legum fantabrögðum, þá hef ég fremur þá
reynslu að ninjitsu dugar til flestaUs sem fýr-
ir kemur á lífsleiðinni og ekki einungis gegn
illmennsku andstæðinga, heldur við hvaða
hættu og/eða óhappi," segir Diðrik enn-
fremur.
Ninjan er ekki illvirki
Ninjur hafa birst okkur Vesturlandabúum
í kvikmyndum, bókum og tölvuieikjum, sem
blóðþyrstur launmorðingi. Diðrik neitar
þessari ímynd og segir að ninjur hafi ekki
verið annað en eðlifegt fólk sem notaðist við
óhefðbundnar, óeðliiegar og óvinsælar að-
ferðir til að komast af á ófriðartímum. „Orð-
ið ninja þýðir einfaldlega réttlátt hjarta.
Samkvæmt því lærir ninjan að halda stöðugt
áfram og gefast aldrei upp þótt margt vegi á
móti, heldur finna alltaf nýjar og betri leiðir
til þeirra verka er fyrir liggja."
Nemendur læra á vopn
Diðrik mun kenna nemendum sínum á
hnífa, sverð, höggvopn, stafi, barefli, keðju-
vopn, launvopn og kastvopn ásamt einhveij-
um skotvopnum, til dæmis boga. Engin aí-
vörutól verða til staðar fyrst um sinn, en fyr-
ir þeim þarf að fá sérstakt leyfi. Þau vopn
sem Diðrik mun kenna á eru smíðuð úr
gúmmí rauði og timbri, og eru algjörlega
hættulaus. Hann segir þó mesta áherslu
lagða í taijutsu sem eru óvopnaðar aðferðir
líkamslistarinnar.
„Það var um miðjan síðasta áratug og við
lok BA-gráðu í grafi'skri hönnun í mislukkuð-
um skóla á Kýpur, að tækifæri gafst á fram-
haldsnámi í myndmennt við Listaakademí-
una í Rotterdam. Á þessum tíma stóð ég þeg-
ar í bardagalistafikti og hermdi eftir mismun-
andi ninja-bókum, rembdist við undarlegar
stellingar og hamaðist með flugbeitt ninja-
sverð," segir hinn 31 árs gamli Diðrik Jón
Kristófersson um upphaf sitt í bardagalistum.
Þegar til Rotterdam var komið kynntist Dið-
rik hópi fólks sem einnig hcifði áhuga á hinni
fornu list ninjitsu. „Eitt leiddi út í annað og
fyrr en varði hafði ég sagt skilið við hópinn,
hellt mér út í alvöruþjálfun og hafið sémám
undir persónulegri leiðsögn vel þekkts kenn-
ara hér í Niðurlöndum. Sem stendur er þetta
orðið að mikilfenglegri atvinnumennsku og
æfi ég stöðugt, sex daga vikunnar," segir Dið-
rik sem einnig þjálfar og kennir börnum og
fuliorðnum ninjitsu í Rotterdam.
Á leiðinni til íslands að kenna
ninjitsu
Diðrik, sem enn er staddur í Rotterdam,
er á leiðinni til íslands að kenna ninjitsu.
Laugardaginn 11. febrúar verður haldin sér-
stök kynningaræfing í íþróttahúsinu við Ár-
túnsskóla og em allir velkomnir. Þáttöku-
gjald er 1.500 krónur og greiðist það við
hurð. Þetta er í fýrsta skipti sem ninjitsu er
kennt á íslandi og er Diðrik bjartsýnn á að
listin nái fótfestu hér á landi. „Það tel ég hik-
laust enda margt líkt með eyjarskeggjum og
góðar horfúr á að víkingaandinn nái að blása
í okkur aukinn kraft og vilja."
dori@dv.is
Diðrik Jón Kristófersson hefur alið manninn 1 Hollandi að undanförnu. Þar hefur hann lagt
stund á hina fornu list ninjitsu og má segja að hann sé atvinnu-ninja. Diðrik er á leiðinni
heim til íslands þar sem hann ætlar að kenna íslendingum ninjitsu, en þar læra menn með
al annars á vopn af ýmsu tagi.