Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006
Fréttir jyv
Sparhjöðurlnn ( Keflnvfk
Metgróði
sparisjóðs
Sparisjóðurinn í Keflavflc
græddi heldur betur á ár-
inu 2005 en þá var met-
hagnaður í sögu sparisjóðs-
ins. Hagnaðurinn á árinu
nam 1.392,6 milljónum
króna fyrir skatta saman-
borið við 508,9 milljónir
króna árið áður. Hagnaður
eftir skatta nam um 1.150
milljónum en 409 milljón-
um króna árið áður. Að
sögn Geirmunds Kristins-
sonar sparisjóðsstjóra gera
áætlanir fyrir árið 2006 ráð
fyrir áframhaldandi góðri
afkomu.
Kaupmáttur
að vaxa
Greiningardeild KB
Banka heldur því fram að
hækkanir á vísitölu neyslu-
verðs á síðustu mánuðum
hafi einkum verið reknar
áfram af hækkandi fast-
eignaverði. Án húsnæðis
hafi hækkun vísitölunnar
einungis verið um 1% á síð-
asta ári. Sé húsnæðisverð
undanskilið hefur því kaup-
máttur einstaklinga hækkað
um 6,2% á ársgrundvelli.
Þessa kaupmáttaraukningu
má að stórum hluta rekja til
hærra gengis krónunnar
sem hefur lækkað verð á
innfluttum vörum sam-
kvæmt greiningardeildinni.
Heilsuæði á
Álftanesi
Heilsuæði hefur nú grip-
ið um sig í sveitarfélaginu
Álftanesi. Einn af hverjum
tíu Álftnesingum sem hafa
aldur til hefur keypt sér að-
gangskort í nýopnaða
heilsuræktarstöð Nautilius
sem staðsett er í íþrótta-
miðstöð sveitarfélagsins,
þrátt fyrir að stöðin hafi að-
eins verið opin í rúmar
tvær vikur. Þau Ólafur
Ragnar Grímsson og Dorrit
Moussaieff opnuðu stöðina
6. janúar síðastliðinn og
hefur það greinilega gefið
stöðinni byr undir báða
vængi.
Eiginkona Hallgríms Helgasonar ætlar aö skella sér í prófkjörsslag Samfylkingar-
innar. Oddný Sturludóttir er vel studd af manni sínum sem gætir bús og barna á
meðan og passar upp á aö frambjóöandinn fái gott að borða og hvílist í erli fram-
boðsins. Oddný ætlar sér fjórða sætið.
Oddný Sturludóttir, rithöfundur,
píanókennari og eiginkona Hall-
gríms Helgasonar, hefur ákveðið að
skella sér í stjórnmál og tekur þátt í
prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík. Oddný vill fjórða sætið
því hún ætlar ekki að blanda sér í
stríð þríeykisins á toppnum.
„Það hefur lengi blundað í mér
pólitísk taug en hún braust ekki
fram fyrr en nú. Og það vegna ijölda
áskorana," segir Oddný en minnstu
munaði að hún sjálf stofnaði stjórn-
málaflokk í sumar. „Ég hitti konu í
sundlauginni í Hrísey og við töluð-
um svo mikið saman að minnstu
munaði að við stofnuðum flokk í
sturtunni," segir Oddný sem er 29
ára og tveggja barna móðir. Það er
ekki síst móðurhlutverkið sem fær
hana til að stíga nú það skref sem að
baki er.
Rífandi eftirspurn
„Ég þýddi bók í fyrra, Móðir í hjá-
verkum, og fór þá víða til að kynna
hana og hitti marga. í þeim ferðum
fann ég hvað þessi mál öll brunnu á
fólki, líkast bylgju eða vakningu. Það
gefur auga leið að þegar dagvistar-
málin eru í ólestri, þá bitnar það á
börnunum og reyndar öllum."
Oddný segir að fjölmargir hafi
hvatt sig til framboðs og eigi það við
um fólk jafnt innan Samfylkingar-
innar sem utan. Eins og rífandi eftir-
spurn væri eftir ungri konu sem tal-
aði máli þess:
Rífst við sjónvarpið
„Svo styrktíst ég í trúnni á kvenna-
frídeginum sem tókst frábærlega. Þá
gat ég ekki setíð lengur og rifist við
sjónvarpið. En þetta væri ekki hægt
nema hið frábæra feðraorlof hefði
komið til. Prófkjör er mikil vinna og
lfldega meiri vinna en ég geri mér
grein fyrir. Og Hallgrímur styður mig í
öllu því sem gerir mig glaða og ham-
ingjusama," segir Oddný.
Á meðan Oddný stendur í próf-
kjörsslagnum gætir Hallgrímur
Helgason bús og bama og sér til þess
að eiginkonan fái eitthvað gott að
borða þegar hún kemur þreytt heim.
Og Hallgrímur gefur henni líka góð
ráð þegar börnin eru sofnuð.
Hrifin af Steinunni Vaidísi
Ekki vill Oddný gefa upp hvern
hún styður í slagnum á toppnum hjá
Samfylkingunni. En af orðum henn-
ar má ráða að hún halli sér helst að
Steinunni Valdísi:
„Mér finnst sitjandi borgarstjóri
hafa verið að gera ótrúlega flotta
hluti. Stefán Jón er vel kynntur og
hefur verið duglegur og Dagur B.
Eggertsson er foringjalega vaxinn.
En ég er mjög hrifin af Steinunni
Valdísi. Hún er með reynslu og fersk
„Og Hallgrímur styður
mig í öllu því sem ger-
ir mig glaða og ham-
ingjusama
í slagnum," segir Oddný sem yfirtek-
ið hefur skrifstofu eiginmanns síns í
Hafnarstræti 18 og breytt í kosn-
ingaskrifstofu. Þangað eru allir vel-
komnir til að ræða málin og þiggja
kaffisopa.
Pólitískar spurningar
Nýja Hringbrautin?
„Það er skrýtin framkvæmd."
Flugvöilurinn?
„Hann víkur auðvitað."
Fleiri börn í bígerð?
„Ekki næstu þrjár vikurnar," segir
Oddný Sturludóttir sem ætlar sér
fjórða sætíð á lista Samfylkingarinnar
í næstu borgarstjómarkosningum.
Meint unglingadrykkja á kosningaskrifstofu Björns Inga
Lögreglan ætlar ekki að aðhafast meir
Geir Jón Þórisson Segirlög■
reglu ekki geta staðfest hvort
unglingamir hafi drukkið inn-
an- eða utandyra.
„Það verður ekkert aðhafst í
þessu," segir Geir Jón Þórisson, yfir-
lögregluþjónn hjá Lögreglunni í
Reykjavflc, þegar hann er spurður um
meinta unglingadrykkju á kosn-
ingaskrifstofu Bjöms Inga
Hrafnssonar síðastliðið
laugardagskvöld. Björn Ingi
býður sig fram í 1. sætí Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík fyr- Jf|H
ir komandi borgarstjórnarkosn- *
ingar. Lögreglan var kvödd á
staðinn þegar stuðningsaðilar
Björns Inga héldu partí á
kosningaskrifstofunni
Hvað liggur á?
og gmnur lék á að fólk undir aldri
væri að drekka áfengi.
„Einu aðilamir sem em undir aldri
em utan salar, em þama þrír í and-
dyrinu. Við getum ekki stað-
fest hvort þau hafi drukkið
1 innan- eða utandyra.
Þarna var sannarlega
samkvæmi, einkasam-
kvæmi sem var ætlað
| ákveðnum gestum en á stað-
inn komu fleiri en var boðið. Þegar
þeir sáu það og lögreglan bentí þeim
á þetta ákváðu þeir að hætta þessu og
rýma skrifstofúna," segir Geir Jón.
Leigubflstjórinn Kristínn Snæland
keyrði unglinga í samkvæmið sem
hann telur hafa verið undir tvítugu.
Sjálfur er Kristínn gallharður og
flokksbundinn framsóknarmaður
sem segist ekki styðja Bjöm Inga.
Hann vill þó ekki gera upp á milli
önnu Kristinsdóttur og Óskars Bergs-
sonar sem em mótframbjóðendur
Bjöms Inga.
„Það liggur á að klára æfingar og frumsýna Ronju," segir Arnbjörg Hlif Valsdóttir
leikkona, sem fer með aðalhlutverkið i Ronju Ræningjadóttur, sem verður frumsýnd í 1 '
Borgarleikhúsinu í febrúar.„Þetta gengur vel. Ég held ég sé að færast nær uppruna I
mínum. Er svolítið sveitabarn imér en er búin að vera í borginni aðeins oflengi." ™ '
Partí á skrifstofunni Björn
Ingi var ekki á staðnum og vill
ekki taka ábyrgð á drykkjunni.