Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006
Sport DV
Bo skrifaði
undir
Á laugardaginn skrifaði
danski framherjinn Bo
Henriksen undir samning
við ÍBV um að spila með
liðinu í Landsbankadeild-
inni í sumar. Henriksen
kom hingað til
lands fyrir síðastlið-
ið tímabil á vegum
Valsmanna en hon-
um tókst ekki að
vinna sér sætiílið-
inu. Honum var
leyft að fara til
Framara þar sem
hann fékk meira að
spila og skoraði
nokkur mörk. Eftir tímabilið
óskuðu Framarar þó ekki
eftir kröftum hans og fékk
þá ÍBV hann til liðs við sig.
Kvartað und-
an fagnaðar-
látum Neville
Enska knattspyrnusam-
bandið hefur fengið kvört-
un frá lögreglunni í Man-
chester vegna fagnaðarláta
Garys Neville að loknum
leik Manchester United og
Liverpool á sunnu-
dag. United vann
leikinn 1-0 og eftir
hann hljóp Neville
völlinn þveran til
að fagna sigrinum
fyrir framan stuðn-
ingsmenn Liver-
pool sem höfðu
sent honum ýmsar háðs-
glósur allan leikinn. Bróðir
Garsy, Phil, lýsti leiknum
fyrir Sky og sagði að þetta
gerði hann alltaf eftir sigra
gegn Liverpool og hann ætti
að fá að gera það í friði.
Pettersen
sker niður
Gunnar Pettersen,
landsliðsþjálfari Norð-
manna í handbolta, skar í
gær EM-hóp sinn
niður um ijóra og
fer með sautján
leikmenn til Sviss.
Þeir leikmenn sem
urðu eftir úti í
kuldanum eru þeir
Thomas Skoglund,
Lars Erik Björnsen, Sindre
Walstad og Kenneth Klev,
leikmann CD Altea á Spáni.
Aðeins sextán leikmenn eru
gjaldgengir til þátttöku á
mótinu og bíður Pettersen
væntanlega með að til-
kynna sinn síðasta mann
þar til ljóst verður hvort
Kjetil Strand geti leikið, en
hann er meiddur á hné.
Adu spilaði með
landsliðinu
Ungstimið bandaríska
Freddy Adu spilaði í fyrsta
skipti um helgina með
bandaríska landsliðinu í
knattspyrnu. Adu er yngsti
leikmaður liðsins frá upp-
hafi en hann _
var 16 ára og
234 daga gam-
all er leikurinn,
sem var gegn
Kanada, fór
fram. Hann
fékk reyndar
gult spjeild fyrir
leikaraskap
strax eftir að
hann kom við boltann í
fyrsta skipti en leiknum
lauk með 1-1 jafntefli.
Bandaríkin mæta svo Norð
mönnum á sunnudaginn
kemur.
Enski landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson var þögull sem gröfin eftir fund
sinn með enska knattspyrnusambandinu vegna ásakana hans, sem komu fram í
News of the World um helgina, um spillingu í enskum úrvalsdeildarliðum. Margir
telja að Eriksson eigi að víkja strax og ekki einu sinni fá tækifæri til að klára HM.
á bláþræði
Ef eitthvað er meira á milli tannanna hjá áhugamönnum um
enska boltann en Sven-Göran Eriksson, þá eru það mútumál
sem margir segjá að plagi íþróttina. Sú umræða náði nýjum
hæðum um helgina ér einmitt Eriksson var sagður ásaka þrjá
knattspyrnustjóra enskra úrvalsdeildarliða um að þiggja reglu-
lega mútur. Eriksson hitti forráðamenn Enska knattspyrnusam-
bandsins í gær vegna þessa en
honum loknum.
Enska knattspyrnusambandið
hefur staðið við bak Erikssons und-
anfarna viku en þarsíðasta sunnu-
dag birtust í fyrsta sinn fréttir af
fundi Erikssons og dulbúnum
blaðamanni News of the World en
hann þóttist vera arabískur fursti
sem væri að setja á stofn knatt-
spyrnuskóla í Dubai. Þá var Eriksson
sagður hafa haft ýmislegt misjafnt
að segja um leikmenn landsliðsins
auk þess sem hann benti furstanum
á að Aston Villa væri hugsanlega til
sölu og hann falur til að hætta með
enska landsliðið til að taka við knatt-
spyrnustjórn liðsins. Hann kæmi
svo með David Beckham sem kaup-
bæti.
í fyrradag birtust svo frekari frétt-
ir af samtali „furstans" og landsliðs-
þjálfarans og nú var umræðunni
vikið að mútuþægni í enska boltan-
um. Mike Newell, knattspyrnustjóri
Luton, tjáði sig nýlega opinberlega
um þessi mál og sagði að umboðs-
menn knattspyrnumanna væru að
leggja íþróttina í rúst með mútu-
starfsemi. Skömmu síðar kom Ian
Holloway, knattspyrnustjóri QPR,
fram og sagði að sér hefðu verið
boðnar mútur en hann hafnað
þeim.
I samtali Erikssons og furstans
nefndi landsliðsþjálfarinn knatt-
spyrnustjóra ensks úrvalsdeildarliðs
á nafn og sagði hann spilltan. Um-
boðsmaðui; Erikssons, Athole Still,
var einnig á staðnum og nefndi ann-
an mann á nafn og ýjaði að misjafnri
sagði ekkert við blaðamenn að
starfsemi þriðja úrvalsdeildarliðs-
ins. News of the World ákvað hins
vegar að birta ekki nöfn þessara fé-
laga eða manna sem þeir eru sagðir
tala um.
Það sem hefur verið rauði þráð-
urinn í þessari umræðu er munur-
inn á að geta talað um mútustarf-
semi annars vegar og skaffað sönn-
unargögn máli sínu til stuðnings
hins vegar. Bæði Newell og Hollo-
way hafa verið kallaðir á fund Enska
knattspyrnusambandsins og mun
árangur þeirra funda koma í ljós er
nefndin sem rannsakar málið skýrir
frá niðurstöðum. Það þykir þó víst
að fundur Erikssons og nefndarinn-
ar mun lítinn árangur bera þar sem
hann hefur engar sannanir undir
höndum. Enda voru hans orð upp-
ljóstrun en ekki höfð í yfirlýsingu
hans.
Það sem þó stendur eftir er
starfsöryggi Erikssons sem er ekki
mikið um þessar mundir. Samband
Erikssons og leikmanna hans var
enn sagt gott í liðinni viku þrátt fyrir
atburði helgarinnar en öðru máli
gegnir þegar heilu félögin eru dregin
inn í umræðuna. Samband Enska
knattspymusambandsins og enskra
úrvalsdeildarfélaga er ekki gott fyrir
og er talið víst að félögin muni setja
mikinn þrýsting á Eriksson um að
sanna mál sitt. Háttsettur aðili inn-
an knattspyrnusambandsins sagði
við enskan fjölmiðfl að „heiðarlegur
maður myndi segja af sér“.
Það þykir víst að Eriksson muni í
Sven-Göran Eiriks-
son Hangir tæpur I
starfi sínu sem lands-
liðsþjálfari Englands /
knattspyrnu.
SÍð-
asta
falli
hætta eft-
ir heims-
meistara-
keppnina í
sumar. En eins
og staðan er nú
er erfitt að
ímynda sér það
enska knattspyrnu-
félag sem myndi vilja
ráða hann til starfa.
HNEYKSLISMÁL SVENNA
OKTÓBER 2001: Enskur útvarpsmaöur hringir i Sven-Göran og þykist
vera Kevin Keegan. Þá sagði Svenni að hann vildi að David Beckham yrði
landsliðsfyrirliði og uppljóstraði ýmsu meira um áætlanir sínar um enska
landsliðiö.
2002: Sven er sagöur eiga (ástarsambandi við löndu sína Ulrika Jonsson
sem er sjónvarpsstjarna í Bretlandi. Ýmislegt annað kom upp á í kjölfarið, til
dæmis kom sjónvarpskonan Jayne Connery fram og sagðist hafa átt í þriggja
mánaða ástarsambandi við Svenna.
SUMAR 2004: Svenni er sagður hafa sængað hjá Fariu Alam, ritara hjá
Enska knattspyrnusambandinu, sem mun hafa einnig átt vingott við Mark
Palios, formann sambandsins.
NÓVEMBER 2005: Nancy Dell'Olio, sambýliskona Erikssons, sagði frá
því í enskum fjölmiðlum að hann bannaði leikmönnum sínum að stunda kyn-
líf fyrir leiki með enska landsliðinu.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson sprakk úr hlátri þegar hann las um ráðabrugg
stuðningsmanna Wolves
STUÐNINGSMENN WOLVES VRLJA
KAUPA GUNNAR HEIÐAR
Stuðningsmenn enska 1.
deildar liðsins Wolverhampton
1 Wolves hafa lagt til að leggja í púkk
til að bjóða í okkar eigin Gunnar
Heiðar Þorvaldsson. Þeir segja
Gunnar Heiðar vera falan fyrir 250
þúsund pund en ætla að safna 300
þúsund pundum til að leggja fram
raunhæft tilboð. í íslenskum krón-
um eru það tæpar 33 miiljónir
króna en Halmstad ku þegar hafa
hafnað tflboði frá spænsku liði upp
á 40-50
Fyndið Gunnari
Heiðari var
skemmtyfir
rdðabruggi
stuðningsmanna
Wolves.
mflljónir
punda.
„Við
fengum til-
boð en það
var svo lágt að ég tel það ekki einu
sinni með,“ sagði Bengt Sjöholm,
forseti Halmstad, í samtali við DV
Sport í síðustu viku um málefni
Gunnars Heiðars. Hann á eitt ár eft-
ir af samningi sínum í Svíþjóð og
virðist flest benda til þess að hann
klári þann samning og fari svo frítt
frá félaginu í haust. Eitthvað virðist
sem heimfldir íslenskra fjölmiðla og
stuðningsmanna Wolves segi ekki
sömu söguna því talsvert ber á milli
um hver verðmiðinn á Gunnari
Heiðari sé.
Hugmyndin kom fýrst fram á
heimasíðu stuðningsmanna
Wolves og er hugmyndin sú að allir
stuðningsmenn liðsins sem mæta á
leik Wolves og Manchester United í
fjórðu umferð ensku bikarkeppn-
innar greiði tólf pund í sjóðinn. Það
ætti að verða nóg tfl að afla fjárins
sem nota ætti tfl að kaupa Gunnar
Heiðar. Ef þetta tekst verður um
sögulegan viðburð að ræða.
„Þetta er algjör snilld," sagði
Gunnar Heiðar við DV Sport í gær
um þetta mál. „Ég var að lesa þetta í
morgun á síðunni þeirra og bara
sprakk úr hlátri. Þetta er ótrúlegt,"
sagði Gunnar sem játti því hvorki né
neitaði að Wolves hefllaði hann.
„En það er ljóst að það er strax kom-
in svaka pressa á mann - þó svo að
maður sé ekki búinn að spfla einn
leik.“
Nordic Photos/Getty