Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006
Sport 0V
Nýr kani til
Valsmanna
Grant Davis hefur geng-
ið til liðs við 1. deildarliðs
Vals í körfubolta. Hann er
Bandaríkjamaður og lék
með ÍR í 1. deildinni í fyrra
og skoraði að jafnaði 21 stig
og tók 12 fráköst í leik að
meðaltali. Richmond Pitt-
man, sem hefur leikið með
Val fram að þessu og sigr-
aði eftirminnilega í troðslu-
kepþninni í stjörnuleik KKÍ,
hefur haldið til Bandaríkj-
anna í nám.
Baldur
til Noregs
Baldur Ingimar Aðal-
steinsson fer í vikunni til
Noregs þar sem hann verð-
ur til reynslu hjá norska úr-
valsdeildarliðinu Lyn sem
Stefán Gíslason leikur með.
Baldur lék síðasta sumar
með Valsmönnum en sagði
upp samningi sínum við lið-
ið í haust og ætlaði að reyna
að koma sér að erlendis.
ísland í 21.
og 26. sæti
Islenskum félagslið-
um í handbolta karla
og kvenna hefur verið
raðað á alþjóðlegum
styrkleikalista sem
Handknattleikssam-
band Evrópu gaf út í
gær. íslensk karlalið
eru í 21. sæti og kvennalið-
in í 26. sæti. Listinn byggir
á árangri liðanna í Evrópu-
mótunum árin 2002 til
2005 en staða karlaliðanna
er óbreytt frá síðasta lista
en kvennaliðin hafa hækk-
að sig um þrjú sæti. Efst hjá
körlunum eru lið frá Spáni
og svo Þýskalandi en hjá
konunum eru lið frá Dan-
mörku og Ungverjalandi í
efstu sætunum.
Scolari til í að
þjálfa England
Brasilíumaðurinn Luis Felipe Scolari
væri alveg til í að taka að sér að
þjálfa knattspyrnulandslið Englend-
inga, en aðeins ef Sven-Göran Eriks-
son hættir eftir HM (Þýskalandi í
sumar. Scolari var orðaður við starfið
eftir að þau hneykslismál sem hafa
plagað Eriksson undanfarna daga
urðu til þess að það sé talið nánast
öruggt að hann hætti eftir HM í
sumar. Sagði Scolari að sér væri
sýndur heiður þegar nafn hans væri
nefnt í sambandi við þjálfarastöðu
enska landsliðsins.
Arsenal haföi betur í kapphlaupinu um TheoWalcott, táningsstjörnu Sout-
hampton. þrátt fyrir gylliboö ensku meistaranna í Chelsea. Eftir allt saman
voru þaö ekki peningarnir sem skiptu mestu máli heldur þjálfarinn. Faöir
og vinir hins 16 ára leikmanns ráðlögðu honum að fara til Arsene Wenger.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sýnt það og sannað á sínum
sigursæla stjóraferli að hann getur hjálpað ungum og efnilegum
leikmönnum að verða að frábærum fótboltamönnum. Spánverj-
inn Fabregas er eitt dæmi um ungan mann sem Wenger sá eitt-
hvað í og gerði að alvöruleikmanni en leikmenn eins og Hollend-
ingurinn Robin Van Persie og Svisslendinguimn Philippe Sender-
os em tvö önnur dæmi um unga leikmenn sem Wenger hefur
mótað á síðustu árum. Þetta veit Don Walcott, faðir Theo Walcott,
og hann veit líka af því að Wenger er mjög umhugað um að halda
álagi á sínum ungu leikmönnum í lágmarki þannig að þeim takist
að þroskast bæði lfkamlega sem og andlega.
Það hefúr verið mikið álag á Theo
Walcott að undanfömu enda að
spila stórt hlutverk með Sout-
hampton og Arsene Wenger gerði
sér vel grein íyrir því. Fyrsta spum-
ing Frakkans til nýja leikmannsins
síns var því hvort hann væri þreyttur
og þegar Walcott játti því sendi
Wenger hann í tíu daga frí til þess að
safna kröftum og ná áttum. Þarna
kom í ljós við fyrstu kynni ein af
ástæðunum fyrir því af hveiju
Walcott valdi Arsenal yfir Chelsea
þrátt fyrir að hafa fengið spuming-
una frá ensku meisturunum: „Hvað
þurfum við að gera til þess að þú
komir til okkar?“ Walcott vill ekki
bara fá tækifæri tij að þroskast og
verða betri knattspyrnumaður því
hann vill gera það á réttum hraða og
vill passa upp á það að brenna ekki
út strax í upphafi ferils síns.
Sá hann fyrst 14ára
Wenger vissi fyrst af Walcott þeg-
ar hann sá strákinn spila við ung-
lingalið Arsenal aðeins 14 ára. Síðan
þá hefur Frakkinn fýlgst vel með
þróun mála hjá þessum fljóta og
leikna framherja sem hefur þegar
spilað 23 leiki með meistaraflokki
Southampton. Wenger lætur öll
unglingalið Arsenal spila sama
leikkerfi og aðalliðiö og það má bú-
ast við að Walcott fá skólun með
yngri liðunum fyrst um sinn en
Wenger hefur neitað að gefa út einn
ákveðinn dag sem Walcott komi til
með að spila sinna fyrsta leik. Þeir
sem þekkja vel til stráksins búast þó
við að hann fá tækifærið mjög fljót-
lega enda hafl hann þegar þolað að
spila í 1. deildinni sem þykir jafnvel
harðari en úrvalsdeildin.
Gengur ekki eins vel með
Englendinga
Þrátt fyrir gott gengi Wengers
með unga leikmenn hefur honum
ekki gengið alveg eins vel með enska
stráka og með stráka af meginland-
inu. Hér eru menn fljótir að nefiia til
leikmenn eins og Francis Jeffers,
Richard Wright, Matthew Upson og
síðast en ekki síst Jermaine Pennant
sem Wenger getur notað sem víti til
vamaðar enda gekk lítið hjá Penn-
ant innan sem utan vallar þau ár
sem hann var undir stjóm Wengers.
Það er bara Ashley Cole sem hefur
náð að vaxa og dafiia hjá Wenger af
þeim ensku unglingum sem hann
hefur tekið undir sinn vemdarvæng.
Nú er að sjá hvort Theo Walcott
geti fetað í fótspot Fabregas, Van
Persie og Senderos og unnið sér sæti
í liði Arsenal. Eitt er vfst að Wenger
ætlar sér að taka sinn tíma í að skóla
strákinn til og hann setur hann ekki
inn í aðalliðið fyrr en hann er 100%
viss um að hann sé tilbúinn.
ooj@dv.is
Dýrustu táningarnir í sögu fótboitans:
2,9 milljarðar Wayne Rooney, frá Everton til Man. Utd. 2004
2,1 milljarðar Antonio Cassano, frá Bari til Roma 2001
1,7 milljarðar Ronaldo frá PSV, til Barcelona 1996
1,6 milljarðar Javier Saviola, frá River Plate til Barcelona 2001
1,32 milljarðar Cristiano Ronaldo, frá Sporting Lissabon til Man. Utd 2003
1,29 milljarðar Theo Walcott, frá Southampton til Arsenal 2006
Hvað verður um Garcia?
Ástandið á Jaliesky Garcia
er ekki eins og gott og von-
asthafði verið til.
íslenska handboltalandsliðið fer til Sviss til dag en Garcia er enn aumur
Útlitið ekki bjart hjá Jaliesky Garcia
„Eftir því sem mér best skilst er
ástandið ekki eins og gott og vonast
hafði verið til," sagði Einar Þorvarð-
arson í samtali við DV Sport í gær
varðandi mál Jaliesky Garcia. Hann
gekkst undir aðgerð á tá skömmu
fyrir jól og er enn á sjúkralista félags
síns, þýska úrvalsdeildarliðsins
Göppingen. íslenska landsliðið í
handbolta hélt í dag til Sviss þar sem
Evrópumeistaramótið hefst á
fimmtudaginn kemur. ísland mætir
Serbum í fyrsta leik.
Vonast hafði verið til að Garcia
gæti spilað með á mótinu þar sem
breidd íslenska hópsins á vinstri
væng liðsins er ekki mikil. Arnór
Atlason er sem stendur helsta vinstri
skytta liðsins og leysti Sigurður Egg-
ertsson hann stundum af hólmi í
leikjunum gegn Frökkum. í leikjun-
um tveimur skoraði ísland eldcert
mark af ellefu metra færinu vinstra
megin og verður það að teljast mik-
ið áhyggjuefni.
Markús Máni Michaelsson hefur
verið fyrsti kostur í þessari stöðu í
undirbúningi liðsins í haust en hann
meiddist í leik með Dússeldorf í des-
ember. Logi Geirsson hefur einnig
verið frá stærstan hluta tímabilsins
en hann gæti þó verið í betra formi
en Garcia er nú. Viggó Sigurðsson
landsliðsþjálfari getur leitað til hans
ef þörf þykir. Annars er lfldegt að
Viggó tilkynni fyrst um sinn fimmt-
án manna landsliðshóp og bíði þá
með sextánda sætið, hvort sem
Garcia taki það sæti eða einhver
annar.
Annars gekk æfing landsliðsins
í gær vel og tók Roland Eradze
fullan þátt í henni. Ekki munu
önnur meiðsli hrjá íslensku
landsliðsmennina sem stendur.