Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 Fréttir DV Stalforeldrabfl Að morgni sunnudags tók Lögreglan í Keflavrk 14 ára pilt í Sandgerði þar sem hann ók bifreið sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi heima hjá sér. Stöðvaði hann ekki biífeiðina fyrr en eftir nokkurn eltingarleik. Útafakstur varð á Sand- gerðisvegi en engin slys á fólki. í fyrradag var síðan tilkynnt að maður hefði brotið rúðu í íbúðarhús- næði á Hafnargötu í Kefla- vlk. Maðurinn var farinn þegar lögreglan kom á staðinn. Lögregla náði tali af hinum grunaða síðar um daginn en hann neitaði tg^ ^ sakargiftum. Spítt á Ísafírði Síðastliðið föstudags- kvöld hafði Lögreglan á ísa- firði afskipti af fjórum ung- lingum á aldrinum 16 til 17 ára sem voru í bíl í miðbæ ísafjarðar og vaknaði grun- ur um að þeir væru með fíkni- efiii í fórum sínum. Reyndist sá grunur á rökum í reistur. í bílnum fannst á annað gramm af því sem ætlað er að sé am- fetamín. Auk þess lagði lög- regla hald á áfengi sem fannst í bflnum. Ungling- amir voru færðir á lögreglu- stöð þar sem þrír þeirra voru látnir gista nóttina. Bjórkallará fitandi mat Þeir sem drekka bjór eru lfldegri til að kaupa óhollan og fitandi mat. Aftur ámótiervín- drykkjufólk lflc- legra til að kaupa grænmeti og ávexti. Þetta kem- ur frarn í niðurstöðum könnunar sem birt var í tímaritinu British Medical Joumal. Danskt rannsóknar- lið fr amkvæmdi könnunina og fór hún þannig ffam að innkaup í fjölda stórmark- aða vom könnuð. Rannsak- endumir sögðu þessa aðferð vera mun betri en að notast við spumingakannanir, því með þessu móti væri fólk ekki að reyna að fegra mat- aræði sitt. og gríðarleg uppbygging, mik- il fólksfjölgun, þannig að ástin ræður ríkjum I Árborg þessa dagana," segir Þorvaldur Guðmundsson formaður bæjarráðs Árborgar.„Viö vor- umað ___________ Landsíminn þykkja tímamótaákvörðun um að byggja hjúkrunarheimili við heilbrigðisstofnun Árborgar. Svo tókum við fyrstu skóflustungu að nýjum leik- skóla og í kjölfarið hverfa biðlistarnir þannig að það er bæði gott að vera gamall og ungur i Árborg." Sonur Guðnýjar Óskarsdóttur veiktist af geðklofa fyrir rúmum tuttugu árum. Guðný segir að hann hafi aldrei fengið þá læknisþjónustu sem hann þurfi. Heilbrigð- iskerfið mismuni sjúklingum eftir sjúkdómum. Sveinn Magnússon, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar, segir að kerfið taki ekki á málum ákveðins hóps geðsjúklinga. Þeir seyja ao sonur minn se nf veikur „íslensk lög kveöa á um aö allir þegnar landsins eigi að fá læknisþjónustu við hæfi. Samt hefur sonur minn aldrei fengið þá hjálp sem hann þarf,“ segir Guð- ný Óskarsdóttir. Sonur hennar er veikur af geðklofa. „Sonur minn veiktist af geðklofa f menntaskóla og þá var strax leitað til lækn- is. Síðan þá hefur gengið á ýmsu en í þau skipti sem hann hefur verið vistaður inni á geðdeild stoppar hann stutt við og er oftast sendur heim eftir nokkra daga með lyf til fárra daga og lyfseðil," segir Guðný Óskars- dóttir. Guðný er langþreytt á áralangri baráttu við heilbrigðiskerfið. Hún segir son sinn aldrei fá neina eftírfylgni eftír aö hafa verið inni á geðdeild og hann hætti að taka lyfin sfn fljótlega eftir að hann komi þaðan út. Of veikur fyrir geðdeild „Eitt sinn hringdi sonur minn í mig og sagði mér að honum hefði verið hent út af geðdeild. Ég hafði strax samband við lækn- inn á deildinni og spurði hvort það væri satt að syni mfnurn hefði veriö vísað út fár- veikum. Læknirinn svaraði því til að sonur minn væri of veikur til að vera inni á geð- deild, hann ógnaði bæði starfsfólki og sjúklingum. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum," segir Guðný sem fékk þessa skýringu staðfesta hjá yfirlækni deildarinn- ar. Einnig að ekki væri til sú deild sem gæti tekið við honum. Guðnýju þykir þetta til marks um að fólk með geðklofa sé utanveltu f heilbrigðiskerf- inu. „Krabbameinssjúklingar og aðstand- endur þeirra fá aflan þann stuðning sem þeir þurfa, jafiivel þó sjúklingamir séu dauðvona, og er það sannarlega gleðiefiú. Ég vil samt benda á að geðklofesjúklingar geta allt eins verið dauðvona og krabba- meinssjúklingar þar sem margir þeirra hafa tekið eigið líf," segir Guöný og spyr hvort betri heilbrigðisþjónusta gæti ekki dregið úr fjölda sjálfsvíga. Alltafá vaktinni „Saga sonar míns er sagan endalausa. Honum hefitr aldrei verið boðin vistun á sambýli fyrir geðfatlaða og ég efast um að til sé sambýli sem hentar honum. Það er heldur ekki hægt að reikna með því að fólk með geðldofa leiti sér læknishjálpar og sæki sjálfviljugt um pláss á sambýÚ," segir Guð- ný sem hefur verið ráðið frá því að svipta son sinn sjálfræði til að koma honum inn einhvers staðar. „Mér er sagt að það geti haft þær afleið- ingar að sonur minn missi traustið á mér, sem er eina manneskjan sem hann treyst- ir," segir Guðný sem eins og aðrir aðstand- endur sjúlklinga með geðklofa þarf að vera til taks allan sólarhringinn. Sárvantar úrræði Sveinn Magnússon, framkvæmdastj óri Geðhjálpar, segir að sárlega skorti meðferð- arúrræði fyxir ákveðinn hóp fólks með geð- rænvandamál. „Ég ætla ekki að kenna Landspítalanum eða öðrum meðférðaraðilum um en þeirra verklagsreglur kveða á um að þeir með- höndla ekki ákveðna einstaklinga sem eru , mikið veikir. En þá er ekki lausnin að vísa mönnum út á götu. Það verður að vísa þeim í einhvem annan farveg en sá far- vegur er ekki til innan heilbrigðiskerfis- ij ins," segir Sveinn sem Æ telur að ekki sé 1^ brugöist við vanda- málum þessa fólks fyrr en það valdi skaða í samfélaginu: „Kerfið grípur inn í þegar það brýtur af sér, en þá er það orð- ið of seint." svavar@dv.is Sveinn Magnússon Framkvæmdastjóri Geð- hjálpar segir að ákveðinn hópur geðsjúklinga sé úti í kuldanum. „Læknirinn svaradi því til að sonur minn væri of veikur til ad vera inni á geðdeild.' Guðný Óskarsdóttir Segir að kerfið hafí brugð- ist syni hennar frá upphafí. Bæjaryfirvöld á Akranesi þögul um gagnrýni fulltrúa minnihlutans Bærinn sendi starfsmönnum bréf frá Landsbankanum „Menn furða sig á þessum vinnubrögðum," segir Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Akra- neskaupstaðar. Guðrún Elsa sendi bæj- arráði bréf þar sem hún óskaði skýringa á því að Akraneskaupstaður dreifði kynningarefni fyr- ir Landsbanka íslands þar sem bankinn bauð bæjar- starfsmönnum sérstök kjör í bankavið- skiptum. „Lands- bankinn er viðskipta- banki Akra- neskaupstað- ar og að frum- kvæði kaup- staðarins Ift ætlaði bankinn að hafa samband við starfsmenn bæjarins og fara yfir mál hvers og eins og bjóða þeim einhver sérstök kjör," segir Guðrún Elsa. Jóni Pálma Pálssyni bæjarritara var á bæjarráðsfundi á fimmtu- dag falið að svara spurning- um Guðrúnar Elsu. Á sama fundi var samþykkt að fela starfshópi um innkaupamál að skoða hvort hægt væri að setja reglur um afsláttarkjör fyrirtækja í viðskiptum við Akxaneskaupstað fyrir starfsmenn kaup- staðarins. „Ég vil fá að vita hvort menn telja þetta eðlileg vinnubrögð. Það er bæjar- stjórnar- fundur á morgun [í dag] og ég vonast til þess að fá svarið fyrir þann fund. Það hefur fólk úti í bæ haft samband við mig út af þessu. Hinir viðskipta- bankarnir, bæði íslandsbanki og KB banki sendu bréf og eru ósáttir við þetta," segir Guðrún Elsa. Jón Pálmi segir málið vera byggt á misskilningi. Hann vildi þó elcki segja neitt frekar um bréfsending- arnar að sinni og sagðist ekki búast við því að hafa svar til reiðu fyrir bæjarstjórnarfundinn sem átti að fara fram í dag. Guðrún Elsa Furðarsig á vinnubrögðum Akra- neskaupstaðar og vill vita hver sendi bréfíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.