Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006
Fréttir X>V
• Klámkvöldið í
Keflavík sem haldið
var um síðustu helgi
tókst vonum framar
þrátt fyrir andóf lög-
reglu og femínista.
Gleðin var haldin á
Hápunktinum en til stóð að Traffic
myndi hýsa herlegheitin. Jóhannes
Kristbjömsson, fyrrverandi körfu-
boltahetja úr Njarðvík og núverandi
lögreglumaður í Keflavík, sást þar
ásamt fleiri körfuboltamönnum svo
sem Teiti örfygssyni. Jóhannes lét
það ekki aftra sér að hafa staðið fr am-
arlega í andófinu ásamt starfsfélögum
ílöggunni...
• Haltur og blindur er Helgi Hjörvar
alþingismaður kominn til byggða eins
og hann orðar það í tengslum við að
Alþingi sé komið
saman á ný. Eftir
langt hlé ritar Helgi
grein á síðu sína og
segir af hrakförum
sínum en hálkan
reynist honum sjón-
döprum manninum
ákaflega skeinuhætt. Jafnvel ballett-
þjálfun Helga frá því hann var strákur
dugar ekki til að forða honum frá því
að fljúga á hausinn og er hann nú
marinn, blár og... haltur...
• Siggi Hlö og Valli Sport reka nú
auglýsingastofuna Hausverk en þeir
gerðu garðinn ffægan með sjónvarps-
þættinum „Með hausverk um helgar"
hér á árum áður. Þeir hrósa nú sigri
sem aldrei fyrr. Tíðindum þótti sæta
að Gunnsteinn Sigurðsson hreppti 2.
sætíð í prófkjöri sjálfstæðismanna um
helgina og skaut þar Armanni Kr.
Ólafssyni ref fyrir
rass. Ármann er
Manninn í nafninu
Nonni og Manni -
nú EnnEmm auglýs-
ingastofu. En Siggi
og Valli sáu um aug-
lýsingar og ímyndar-
útlit fyrir Gunnstein...
• Flestir gera ráð fyrir því að hinn
keiki Bjöm Ingi Hrafnsson, aðstoðar-
maður forsætisráðherra, taki kom-
andi prófkjörsslag ffamsóknarmanna
í Reykjavík þrátt fyrir bakslag í seglin
eftír fregnir af unglingadrykkju í kosn-
ingaskrifstofu hans. Hins vegar er það
ekkert nýtt að ffamsóknarmenn í
kosningabaráttu höfði til ungs fólks
með skemmtanahaldi þrátt fyrir að
eiga slagorðið Vímuefrialaust fsland
árið 2000. Til dæmis hélt Hjálmar
Amason írafársball í
Stapanum korteri í
síðustu Alþingis-
kosningar og fengu
allir ókeypis inn sem
vom með xB-merki í
barmi. En miðað við
rangfærslumar sem
úr þingflokksformanninum hrökkva
þegar hentar er hann vís til að halda
því fram að þar hafi ekki sést vín á
nokkmm manni...
* Jóhann Hlíðar Harðarson, varafor-
maður Blaðamannafélags íslands og
fféttamaður hjá NFS, hyggst nú venda
sfnu kvæði í kross. Líkt og margir sér
hann sér ekki mikinn hag í að vera
blaðamaður og hefur nú sótt um
vinnu hjá Háskóla
Reykjavíkur. Og fékk
þar starf sem mark-
aðsstjóri. Alda Sig-
urðardóttir hefur
einnig verið ráðin til
HR sem kynningar-
stjóri...
Milljónahagnaður er í sjónmáli fyrir stjórnarmennina i Sörla, þá Björn Bjarnason,
Hilmar Bryde og Sigurð Ævarsson, sem mæltu með sjálfum sér fyrir lóðaúthlutun
Hafnaríjarðar á Sörlasvæðinu við Kaplaskeið. Um 50 þúsund krónur greiðast til
HafnarQarðarbæjar fyrir hvert pláss í hesthúsunum en þegar húsin fjórtán hafa
verið reist verður hvert pláss metið á rúmlega eina milljón króna.
„Þetta er frekar klaufalegt," segir Haraldur Þór Ólason, leiðtogi
sjálfstæðismanna í Hafiiarfirði, um þá ákvörðun stjórnar hesta-
mannafélagsins Sörla að mæla með því að þeirra eigin stjórnar-
menn fái hesthúsalóðir á svæði félagsins. Haraldur vék af fundi
þegar málið var rætt í bæjarráði Hafnarfjarðar í síðustu viku
enda sjálfur einn þeirra sem stjórn Sörla mælti með. Gjafverð er
á lóðunum og mikill gróði bíður þeirra heppnu.
Eins og DV greindi fyrst frá á laug-
ardag er mikiil titringur meðal félags-
manna Sörla í Hafnarfirði eftir að í
ljós kom að þrír stjómarmenn hesta-
mannafélagsins mæltu með sjálfum
sér sem heppilegum umsækjendum
um hesthúsalóð á félagssvæði Sörla
við Kaplaskeið. Talsverð eftirspurn er
eftir fóðunum enda bárust 120
umsóknir um pláss í 14 hesthúsum.
Það er bæjarráð Hafnarfjarðar sem
útdeUir lóðunum en lögum sam-
kvæmt þarf að leita umsagnar stjóm-
ar Sörla um umsækjendur áður en
ákvörðun er tekin.
Gróði í vændum fyrir hina
heppnu
Verð Ióðanna sem nú er útdeUt
þykir í meira lagi hagstætt. Um 50
þúsund krónur greiðast til Hafnar-
fjarðarbæjar fyrir hvert pláss í hest-
húsunum. Kunnugir segja að þegar
húsin fjórtán hafa verið reist verði
hvert pláss verðmetið á rúmlega
eina mUljón króna. Töluverður
hagnaður er því í sjónmáli fyrir þá
heppnu sem fá úthlutað í Kapla-
skeiði.
Stjórnarmennirnir þrír í Sörla
sem mæltu með sjálfum sér, þeir
Björn Bjarnason formaður, Sigurður
Ævarsson varaformaður og Hilmar
Bryde gjaldkeri, eiga allir nú þegar
hlut í hesthúsum á félagssvæði
Sörla. Björn Bjarnason sagðist í
samtali við DV í gær eiga hlut í
þremur hesthúsum á svæði Sörla,
þar af einu afar nýlegu. Hann segist
ætla að selja sinn hlut í húsunum fái
hann úthlutað á nýja svæðinu við
Kaplaskeið.
Fómfúsum félögum
sýnd velvild
í stað þess að halda sig við þá
venju að tilgreina aðeins hverjir um-
sækjenda væru félagsmenn í Sörla
ákvað stjórnin að senda bæjarráði
lista með nöfnum sem heppilegir
þykja að hennar mati. Þar að auki
var rökstuðningur látinn fylgja.
„Umsögn stjórnarinnar og val
byggist á starfsframlagi og virkni
einstaklinga innan félagsins á und-
anförnum árum... Okkur er umhug-
að um að áfram verði haldið á sömu
braut og að fórnfúsum félögum sé
sýnd velvild með því að láta þá
ganga fyrir við úthlutun," segir með-
al annars í rökstuðningi stjórnarinn-
ar sem sendur var bæjarráði Hafnar-
ijarðar þann 16. janúar.
Brot á stjómsýslulögum?
Magnús Kjartansson tónlistar-
maður er einn þeirra umsækjenda
sem sóttu um lóð við Kaplaskeið.
Stjórn Sörla mælti ekki með því að
hann fengi lóð. Magnús bendir á að
það sé Hafnarfjarðarbær sem útdeili
lóðunum en ekki stjórn Sörla.
„Ég vona að bæjarráð fhugi um-
sögn stjórnar Sörla vandlega. En átti
sig um leið á því að ráðið er ekki
bundið af henni,“ segir hann. „Ég
hef fyrirvara á þessum starfsreglum
stjórnarinnar og grunar að þær
standist ekki jafnræðisreglu stjórn-
sýslulaganna," bætír Magnús við.
Björn Bjarna-
son Formaður
Sörla á von á
miklum hagnaði.
Vilja lenda málinu í sátt
Eftir að hafa móttekið umsögn
stjórnar Sörla var málið rætt í bæjar-
ráði í síðustu viku. Haraldur Þór Óla-
son, oft kenndur við Furu og leiðtogi
sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, vék
af fundi enda einn þeirra sem Sörla-
menn mæltu með að fengi lóð.
Hann segist ekki skilja hvaða for-
sendur séu á bak við
tilnefningamar
og segir málið
klaufalegt í
alla staði.
Að-
spurður
hvort
bæjarráð
hyggist
fara eftir
umsögn
stjórnar
Sörla þegar
lóðunum
verður út-
hlutað svar-
aði Haraldur:
„Bæjarráð mun
hafa þetta til
hliðsjónar. En ég hygg að við mun-
um vera í sambandi við stjórnina og
reyna að finna lendingu á þéssu sem
allir geta verið sáttir við.“
Pressa sett á stjórnarmenn
Heimildir DV herma að hjá bæj-
arfulltrúum í Hafnarfirði ríki nokkur
óánægja með útspil Sörlamanna
hvað tilnefningar þeirra varðar og að
bæði Haraldur Þór Ólason og Gunn-
ar Svavarsson, samfylkingarmaður
og forseti bæjarstjórnar, muni
skikka stjórn Sörla til að lagfæra lista
sinn til að koma í veg fyrir að þeir
þurfi að samþykkja hann í núver-
andi mynd. Kunnugir segja að þeim
félögum hugnist ekki að láta bendla
sig við það sem nefrít hefur verið
hagsmunapot stjórnarmanna Sörla í
lóðamálum svo skömmu fyrir kosn-
ingar.
andri@dv.is
Haraldur Þór
Ólason Stjórn
Sörla mælti með
leiðtoga sjálfstæð-
ismanna i Hafnar-
fírði. Hann segir
málið klaufalegt.
I Magnus Kjartansson Sótti um en fékk
I ekkj- Se9it starfsreglur stjórnarinnar
I mögulegt brot á jafnræðisreqlunni.
Bretar syrgja hvalinn Wally sem dó eftir hrakninga í Thames-ánni
The Sun vill varðveita beinagrind andarnefjunnar
Breska dagblaðið The Sun hyggst
safna 10 þúsund pundum til þess að
varðveita beinagrind hvalsins sem
synti um Thames-ána og dó, en
hvalnum hefur verið gefið nafnið
Wally. Þetta kemur fram á heima-
síðu blaðsins.
Hyggjast menn hjá The Sun fá
sérfræðinga á sviði dýraverndunar í
lið með sér til þess að vera í forsvari
fyrir söfnunina. Beinagrindina á að
nota í vísindalegar rannsóknir. „Við
viljum þó einnig votta hvalnum,
sem náði athygli heimsins með því
að synda um Thames-ána og inn að
miðri Lundúnaborg, virðingu okk-
ar."
Menn vilja rannsaka beinagrind-
ina til hlítar; komast að því hvar
Wally ólst upp og hvernig hann
komst til Lundúna.
Bretar hafa tekið ástfóstri við
Wally og töldu nánast öruggt að
þarna væri á ferðinni karlkyns vera.
En eftir að hafa rannsakað hræið
komust dýralæknar að því að þarna
væri á ferðinni sex ára gömul kýr.
Erfitt er að greina af hvoru kyninu
hvalir eru og það var ekki forgangs-
verkefni þeirra sém önnuðust dýrið.
Fyrst og fremst reyndu menn að
halda því lifandi. Frekari rannsóknir
verða gerðar á hræinu á komandi
dögum.
Óhætt er að segja að þessi björg-
un hafi verið í dýrara lagi. Nú hafa
reiðir björgunarstarfsmenn, sem
reyndu sitt besta til þess að bjarga
dýrinu, komið fram í breskum fjöl-
miðlum og kvartað sáran yfir stöðu-
mælasektum sem þeir
fengu á meðan björgunin
stóð yfir. Alls fékk björg-
unarfólkið rúmlega 30
þúsund króna sekt.
Sorgarstund I
menn fengu stc
á meðan þeir re
stoða andarnefj