Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Blaðsíða 31
DV Flass ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 31 Leikarar í sjónvarpsþáttaröðinni Lost hafa fengið spikfeita launahækkun. Þau Matthew Fox, Evangeline Lilly, Josh Holloway, Naveen Andrews, Dominic Monaghan, Terry O’Quinn, Jorge Garcia, Daniel Dae Kim, Yunjin Kim og Harold Perrineau munu fá 80 þúsund dollara fyrir hvern einasta þátt í næstu seríu, ef þau taka þeim samningum sem þeim hafa verið boðnir. í síðustu þáttaröð fengu leikararnir um 20-40 þúsund dollara fyrir hvern þátt en nú hafa vinsældir þáttarins aukist svo mikið að launahækkanir voru nauðsynlegar. Jude Law og Sienna Miller eru hætt saman fyrir fullt og allt. Það gerð- ist í framhaldi af því að Jude ákvað að búa með fyrrverandi eiginkonu sinni og þremur börnum á meðan hann var við tökur í Los Angeles. fyrir fullt og allt Stjörnuparið Jude Law og Sienna Miller eru hætt saman eina ferðina enn, í þetta skiptið fyrir fullt og allt. Parið hefur átt í mjög stormasömu sambandi þar sem hefur gengið á ýmsu, eins og framhjáhaldi og sam- bandsslitum og opinberum rifrild- um. Sámbandið á nú að vera búið fyrir fullt og allt eftir að Jude Law sagðist ætla að flytja aftur inn til fyrr- verandi eignkonu sinnar, Sadie Frost. Leikarinn ætlaði að búa hjá fyrrver- andi eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra í mánuð, á meðan hann er við tökur í Los Angelses. „Sienna varð gjörsamlega brjáluð þegar Jude sagði henni frá því að hann ætlaði að búa með Sadie og börnunum. Hún reifst og skamm- aðist og gaf honum sannkallaða hár- blásarameðferð," segir vinur parsins. Vinurinn segir að Sienna hafi sagt við hann að fyrst hann væri tilbúinn að setja upp heimili með henni aftur í þennan tíma ætti hann bara að gera það fyrir fullt og allt, og jafnframt að Jude hafi fengið nóg og vilji eitthvað nýtt. Sienna hefúr átt erfitt með að treysta Jude eftir að hann svaf hjá barnfóstrunni á seinasta ári og hefur það farið í taugarnar á honum. „Hún hafði vafið honum um fingur sér vegna þess að hann hélt fram hjá. Hún hélt að hún myndi ráða öllu, en á endanum hrakti það hann í burtu.” Eiginkona Bítilsins Pauls McCartney segir að hann hafi reykt kannabis daglega áður en þau giftu sig. Hún setti honum úrslitakosti, annað hvort myndi hann hætta eða ekkert yrði af giftingunni. Heather Mills, eiginkona Bítilsins Pauls McCartney, sagði í viðtali að hún hefði sett eigmanni sínum úrslitakosti áður en þau giftu sig. Annað hvort myndi hann hætta JÉs að reykja kannabis lilMrn* eða hún myndi fara I frá honum. He- JánXr' atlter segir að Paul hafi notað kannabis „eins oft og aðrir drekka l|, te‘‘ áður en þau kynntust. „Hann W' og Linda reyktu á hverjum degi alla 1« tíð sem þau voru saman," segir yk Heather, en Linda var fýrrverandi IIU kona Pauls. „Ég vildi ekki gifta mig |n& ef hann notaði eiturlyf, ég hata H® dóp,“ segir Hetaher ákveðin. II Hún segir að bannið við kanna- SLJ bisinu hafi líka verið út af tveggja j ára dóttur þeirra Beatrice. Hún | segist ekki hafa getað þolað það að I hann lygi að barni þeirra að hann I væri ekld að nota eiturlyf og laumast } svo í smók. Heather segist aldrei hafa notað L dóp á ævinni og að það standi ekki | til. „Ég hef varla drukkið einu sinni. i Ekki fyrr en ég kynntist Paul. Nýlega I varð ég drukkin í jólaboði eftir að I hafa drukkið tvö glös. Að fara út með I mér er mjög ódýrt stefnumót," segir I Heather hress. Paris Hilton segist aldrei ætla að vera í Playboy, því hún sé Paris Hilton. Hótelerfinginn og djammdrottn- ingin Paris Hilton hefur neitað að sitja fyrir í karlatímaritinu Playboy. Þrátt fyrir að kynlífsmyndband með Hilton hafi lekið á netið á sínum tíma og nánast allir karlmenn heims hafi séð það, neitar Paris að sitja fyrir. Paris segir að Hugh Hefner hafi lengi reynt að fá hana til að sitja fyrir og sýna þokka sinn. „Þeir hafa spurt mig millj- ón sinnum. Þeir hafa verið að reyna að fá mig í blaðið frá því að ég var 17 ára og þeir hafa boðið mér mikinn pening. Ég mun aldrei gera það. Af hverju? Af því að ég er Paris Hilton." Það má svo deila um hversu frábært það er þessa dagana, en Paris greyið hefur verið iðin við að koma sér í fjöl- miðla undanfarið fyrir miseffirsókn- arverða hluti. Hún er sögð hafa pissað í leigubíl, virkað meira en lítið heimsk við réttarhöld þar sem hún er kærð fýrir að bera fram rangar sakir og að reyna að smygla kærastanum sínum sem er undir lögaldri inn á skemmti- stað. Spurning hvort stelpan djammi aðeins of mikið. 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.