Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006
DV Fréttir
Blíðan högna vantar heimili
Þessi gráhvíti högni fannst í hesthúsahverfinu við Vatns-
enda í Kópavogi. Hann hefur verið lengi á flækingi en get-
að snapað sér að borða hér og þar. Hann kom í Kattholt
þann 19. desember en við nánari skoðun reyndist hann
ógeltur og ómerktur. Sigríður í Kattholti segir á vefsíðu
sinni að hann eigi skilið
að fá gott heimili enda
hafi Kattavinafélag ís-
lands einmitt verið
stofnað á sínum tíma til
að aðstoða yfirgefnar
kisur og þær sem lendi á
vergangi. Hann er falur á
gott heimili þar sem vel
verður um hann hugsað.
Kýr í sundlaug
í kuldanum hér heima vildum við gjarnan fá hiýja vinda til að verma okkur svona annað kastið. Þeir
sem búa við hlýjuna nærri miðbaug hugsa líklega öndvert við okkur og óska sér stundum ferskrar
golu. Líklega hefur hún eitthvað verið að velta fyrir sér ferskum andvara kýrin sem stakk sér til sunds
í sundlaug við eina villuna í Brasilíu um daginn. Hún gerði sér irtið fyrir, ruddist út úr girðingunni í hag-
anum og hljóp sem leið lá að næsta húsi. Þar stökk hún yfir háa girðinguna í kringum garðinn og lét
sig síðan vaða. Eigandi hússins heyrði að heldur betur var buslað í lauginni og trúði ekki sínum eigin
augum þegar hann kom út og sá skepnuna njóta þess að kæla sig í sundlauginni hans. Hann brást
hratt við og hringdi á
slökkviliðið sem kom
og bjargaði kýrinni
úr lauginni og kom
henni til síns heima.
Bergljót Davíðsdóttir
skrifarum dýrin
sín og annarra á
þriðjudögum i DV.
| NUTRO - 30% AFSLATTUR
Þurrfóður fyrir hunda og ketti í hæsta gæðaflokki.
Full búð af nýjum vörum. 30% afsl.af öllu.
Opið mán. til fös 10 - 18, Laugard. 10 - 16, sunnud. 12-16.
TOKYO HJALLAHRAUNI 4
HAFNARFIRÐI SÍIVII 565 8444
Svartrass stökk úr búrinu sínu á leið í gæslu í Kattholti og eigandi hans, Sigurður
Jónsson, átti ekki von á að sjá hann aftur á Ljósvallagötunni þar sem þeir búa.
Hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þegar Svartrass var það fyrsta sem
hann sá þegar hann vaknaði einn morguninn, fimmtiu dögum eftir að hann týndist.
Rataði hæinn á enda
Aríel Þula
bloggar
„Sælt veri fólkið nú hef ég
stórar fréttir að færa... mamma
og fjölskyldan hennar eru bara
búin að ákveða að ég verði
mamma núna eftir næsta lóðarí
jæja mamma hélt uppá ammæl-
ið sitt um helgina og Halldóra,
Guðrún, Gríma og Anna komu á
föstudeginum og svo hinar vin-
konur mömmu á laugardegin-
um.. Andrea, Díva og Gríma
gáfu mér líka pakka : ég fékk
svona æðislega fína kápu. En
jæja við sjáumst.
Hvuttakveðjur Aríel Þula.“
blog.central.is/ariel
17. janúar 2006.
Sýningarþjálfun
Papillon
Pappilondeildin telur að ekki
sé ráð nema í tíma tekið og hefur
þegar hafið sýningarþjálfun fyrir
marssýningu HRFÍ. Þjálíúnin fer
fram í bflastæðahúsinu við Fjörð
í Hafnarfirði á fimmtudags-
kvöldum og er skipt í tvo hópa.
Fyrri hópurinn byrjar klukkan
19.30 og stendur til 20.15 en sá
síðari hefst klukkan 20.30. Deild-
in hefur fengið til liðs við sig
Auði Sif Sigurgeirsdóttur, sem á
að baki langan feril með ungum
sýnendum, hefúr ósjaldan unnið
til verðlauna og er nú formaður
unga fólksins. Papilloneigendur
eru hvattir til að mæta og nýta
sér þetta tækifæri.
„Ótrúlegt en satt þá rataði
Svartrass úr Árbæjarhverfinu þar
sem hann týndist og heim til sín
vestur í bæ. Það sýnir hve kettir geta
verið ratvísir þótt maður viti ekki
hvað stjórnar því,“ segir Sigurður
Jóhannsson sem býr við Ljósvalla-
götuna en hann missti Svartrass frá
sér þegar hann var á leið með hann í
Kattholt í gæslu fyrir nokkrum mán-
uðum.
Búrið opnaðist
Sigurður þurfti að bregða sér út
úr bænum og fór með kettina sína
Svartrass og Brand í búri á Hótel
Kattholt. Þegar hann tók búrið út úr
bflnum opnaðist það og Svartrass
sem er mjög styggur hvarf út í busk-
ann.
„Það upphófst mikil leit að hon-
um og ég fékk fregnir af honum en
hann náðist ekki hvað sem menn
reyndu að laða hann til sín. Ég sá
honum bregða fyrir einu sinni en
hann gaf ekki færi á sér. Sigríður í
Kattholti gerði hvað hún gat en
hann lét ekki blekkjast þótt lagðar
væru fyrir hann gildrur. Mér leið
hörmulega að vita af honum á ver-
gangi og óttaðist að hann yrði villtur
eða færi sér að voða.“ segir Sigurður.
„Jú, það var ekki um
að villast, ólin sem er
mjög sérstök og ég
hafðisettum háls
hansvarþar enn og
það var sannarlega
kappinn sjálfur sem
var kominn heím"
Kominn heim alla leið
vestur í bæ
Einn morguninn þegar Sigurður
kom fram, lá þá ekid kappinn þar
eins og hann hefði aldrei farið neitt
og geispaði. Sigurður trúði ekki eigin
augum og var í byrjun ekki viss um
hvort þetta væri Svartrass sjálfur.
„Jú, það var ekki um að villast, ólin
sem er mjög sérstök og ég hafði sett
um háis hans var þar enn. Brandur
tiplaði í kringum hann og malaði á
milli þess sem þeir kysstust og hann
þefaði af hónum. Það voru fagnað-
arfundir og ótrúlegt að sjá hve
Brandur var glaður að fá vin sinn til
baka,“ útskýrir Sigurður.
Ótrúlega mikill félagsskapur
af kisunum
Sigurður sem er eftirlaunaþegi hef-
ur ekki alla ævina verið með ketti.
Hann gerði það liins vegar fyrir bama-
bömin að taka þá félaga að sér þegar
þau komu með þá og fengu ekki að
hafa kisur heima hjá sér. „Þeir veita
mér mikla ánægju og nú hef ég fengið
einn í viðbót, h'tinn kettling. Eg hefði
ekki trúað hve þessar kisur veita mér
mikinn félagsskap og ánægju," segir
hann og mælir með því fyrir alla sem
hafa aðstöðu til að fá sér kött til að
dekra við.
Gæsir eru engir kjánar
„Gæsir eru engir kjánar, það
sýndi sig fyrir helgi þegar þær
þrömmuðu allar sem ein á eftir
mér út á strætóstöð," segir Guð-
munda Helgadóttir, eftirlaunaþegi
sem býr í Kópavogi.
Guðmunda býr á annarri hæð í
blokk í Smáranum og á túninu á
bak við blokkina koma gæsirnar
daglega og kroppa í freðna jörðina.
Hún hefur því annað slagið fleygt
til þeirra brauðmolum og öðru
bitastæðu. „Þær hafa tekið því
fagnandi og ég hef haft hina mestu
ánægju af því að gefa þeim af svöl-
unum en ég hef aldrei komið nær
þeim. Það var mér því mikið undr-
unarefni þegar ég einn daginn fór
út og gekk út á strætóstöð, að þær
skyldu allar elta mig þangað," seg-
ir Guðmunda og hefur enga aðra
skýringu á því en að þær hafi þekkt
hana.
Til að komast að strætisvagna-
skýlinu þarf að fara yfir götu sem
talsverð umferð er um. Gæsirnar
Guðmunda Helgadóttir hefur
hænt að sér gæsirnar Þærelta
hana þegar hún bregður sér út
fyrir en merkilegt nokk þá þekkja
þær velgjörðamann sinn.
létu umferðina ekki aftra sér held-
ur kjöguðu yfir götuna á sínum
hraða og stilltu sér síðan upp fyrir
framan hana og horfðu á hana
hungruðum augum. „Þær voru í
mesta lagi metra frá mér, að
minnsta kosti tíu, fimmtán
saman," segir Guð-
munda og hvetur
borgarbúa til að
gefa fuglunum yfir
hörðustu mánuð-