Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Blaðsíða 23
DV Llfiö sjálft ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 23 Niðurstöður rannsóknar frá Royal-barnaspítal- anum f Brlstol varðandl ungbarnadauða sýna fram á að foreldrar ættu að forðast að sofna með börnum sínum (sófanum f stofunni. Pró- fessorinn Peter Flemíng sem stýrði rannsókn- inni segist ekki geta útskýrt af hverju ungabörn deyi frekar ef þau sofa með foreldrum sfnum f sófa. Hann segir reyklngar tvfmælalaust tengj- ast ungbarnadauða en að tfðnin hafi lækkað hjá þeim börnum sem sofi uppi f rúmi foreldra sinna. Flemíng segir auk þess best fyrir börnin að sofa á bakinu. „Þetta háði mér að vissu leyti enda tengt mörgum tilfinningamál- um en í dag er tekið allt öðruvísi á málunum," segir Sigríður Elrn Olsen. Sigríður Elín fæddist með skarð í vör og sonur hennar Adam Halldór, sem er þriggja ára, einnig. Sigríður var um tíma í stjóm samtakanna Breið bros sem em samtök aðstandenda bama með skarð í vör og/eða góm og hafa verið stariiækt síðan árið 1995. Algengur fæðingargalli Sigríður Elín segir að þegar Adam byrjaði í leikskóla hafi hann verið kynntur fyrir hinum börnunum og þeim sagt að hann væri með sár á vörinni. Börnin hafi því fengið þetta beint í æð og Adam Halldóri hafi ekki verið strítt fyrir vikið. „Þrátt fyrir að vera eitt af algengustu meðfæddu lýtunum hefur þessi fæðingargalli verið mjög lítið í umræðunni og því höfum við í samtökunum Breið bros barist fyrir aukinni fræðslu og þetta fer allt batnandi," segir Sigríður. Samspil erfða og umhverfisþátta Sigríður Elín segir um það bil tíu börn fæðast með skarð í vör og/eða góm á íslandi á ári hverju. Stundum sé hægt að sjá fæðingargallann í són- ar og oft virðist sem hann gangi í ætt- ir. „Auk erfðakenninga telja læknar að um samspil erfða og umhverfis- þátta sé að ræða. Þeir vara við lyfja- notkun á fyrstu þremur mánuðum meðgöngunnar auk þess sem minnst hefur verið á bætiefnaskort og reyk- ingar þótt ekkert hafi verið sannað í þeim efrium," segir hún. Truflun á samruma veldur skarði Böm sem fæðast með skarð í gómi þurfa stundum á talþjálfun, tanméttingum og jafnvel beinaflutn- ingi að halda en fæðingargallinn er misalvarlegur. Sum börn eru aðeins með skarð í vörinni, önnur í vörinni og tanngarðinum og enn önnur með skarð í gegnum vörina, tanngarðinn og góminn. I bæklingi sem samtökin Breitt bros gáfu út árið 1999 kemur fram að efri vörin og nefið myndist á fimmtu til sjöundu viku meðgöngu. Harði og mjúki gómurinn myndist hins vegar á sjöundu til tólftu viku. Ef einhver truflun verði á samruman- um geti skarð myndast. „í bæklingn- um kemur fram að 29% tilfella séu aðeins með klofria vör, 46% með klofna vör og góm og 25% einungis með klofinn góm,“ segir Sigríður Eh'n. Flestir með skarð vinstra megin „Varaskarð og alskarð er mun al- gengara hjá drengum en gómskarð eitt og sér er algengara hjá stúlkum auk þess sem skarð í vöm vinstra megin er mun algengara en skarð hægra megin, án þess að við höfum nokkra skýringu á því,“ segir Sigríður og bætir við að um það bil 13% ein- staklinga sem hafi skarð hafi einnig einhverja aðra meðfædda líkams- galla. Sigríður tekur þó fram að þessi börn séu oft afar sjarmerandi auk þess sem þau hafi undantekingar- laust áberandi falleg augu og jafnvel mikla hæfileika á einhverjum svið- um. Ör og flatt nef Adam Halldór ber þess merki að hafa fæðst með skarð í vör en hans ör er mun minna en ör móður hans. „Tæknin er orðin mun betri í dag og þeir em farnir að framkvæma að- gerðimar fyrr, ég var sex mánaða þegar ég fór í aðgerð en Adam aðeins þriggja. Maður ber þess samt alltaf einhver merki enda er aldrei hægt að „Þennan stuðning vantaði alveg þegar ég var að eignast minn son og hér áður fyrr settu mæður putt- ann einfaldlega fyrir skarðið og vonuðu hið besta . fela örið alveg auk þess sem nefið getur orðið flatt og pínu öðruvísi," segir Sigríður en bætir við að Ólafur Einarsson skurðlæknir sem sjái um skarðabömin sé mjög fær á sínu sviði. Geta ekki tekið brjóst Böm með skörð í vör og góm geta ekki tekið brjóst og þurfa því á sér- stökum pelum að halda sem eru mjög dýrir. Þegar bam fæðist með gallann em samtökin látin vita sem svo bjóðast til að heimsækja foreld- rana og færa þeim pelann að gjöf. „Þennan stuðning vantaði alveg þeg- ar ég eignaðist minn son og hér áður fyrr settu mæður puttann einfaldlega fyrir skarðið og vonuðu hið besta. Bömin gátu hins vegar ekki sogið og urðu því oft undir meðalþyngd." Skarðið er mitt karaktereinkenni Aðspurð segist Sigríður Elín ekki vildu vera lau&við örið sitt. „Ég þoldi þetta ekki sem unglingur en í dag finnst mér þetta einfaldlega vera mitt karaktereinkenni," segir hún að lok- um. Hægt er að lesa meira um fæð- ingargallann og samtökin Breið bros á heimasíðunni breidbros.is. Þar geta áhugasamir skráð sig sem fé- lagsmenn auk þess sem hægt er að fá upplýsingar um stuðningsaðila. indiana@dv.is eru með Er barnið þitt ofvirkt? 1. Viðurkenndu vandamálið. Afneitun hjátpar hvorki þérné barninu. 2. Vertu viðbúin/n að þurfa að eyða meiri tlma með barn- inu en öðrum I fjölskyldunni. 3. Þróaðu með þér þolinmæði. Þúátt eftir að rekast á mörg Ijón á veginum, bæði með barnið og kerfið. 4. Haltu rútínunni. öll börn þarfnast aga, sama hvortþau eru ofvirk eða ekki. 5. Engin hegðun breytist á einni nótt.Bætt hegðun getur tekið marga mánuði að þróast. Gerðu barninu grein fyrir væntingum þínum. 6. Vertu viss umað allir sem komi að uppeldi barnsins séu á sömu bylgjulengd. Haltu fund með öllum aðilum og gerðu þeim grein fyrir reglum og afleiðingum. 7. Ofvirk börn eru misjöfn. Sumir dagar eru góðir, aðrir ekki. Ekki taka þvf sem gefnu að barninu muni ganga vel i dag þar sem gærdagurinn gekk snurðulaust fyrir sig. r aberandi I. Ofvirk börn eru viðkvæm fyrir umhverfi slnu. Hljóð, litir, fólk og hreyfing gera barninu erfiðara fyrir með einbeitn- ingu. Passaðu upp á örvunina. 9. Þúmunt hitta fólk sem trúir ekki á sjúkdóminn og heldur að um óþægö sé að ræða. Ekki láta það skemma fyrir þér. 10. Ekki láta stimpilinn há barninu. Kenndu barninu að lifa með ofvirkninni. II. Ekki gleyma sjálfum þér. Þú getur ekki hugsað al- mennilega um barnið efþú ert llkamlega og tilfinninga- lega búin/n á þvl. Gerðu eitthvað fyrir sjálfa/n þig. Mættu á stuöningsfund, farðul bló, I verslunarleiðangur eða til sál- fræðings. 12. Það er margt óþekkt varðandi ofvirkni en meðferðir verða alltafbetri og betri. Ekki missa vonina þótt ámóti blási. 13. Treystu innsæi þínu. Þú þekkir barnið þitt betur en nokkur annar. Hilmir Snær Guðnason er 37 ára í dag. „Hjálpsemi, sanngirni og vinnusemi ein- kenna manninn sem veit að lausnir fást ekki fyrir kraft viljans heldur með því að láta undan. Hann verður leiddur í gegn- umjákvæða reynslu sem ýtir undir vellíðan hans og ekki síst vel- gengni næstu misseri." Hilmir Snær Guðnason Mnsbefm (20. jan.-18.febr.) Hjá stjörnu þinni er það hjart- að sem veit hið rétta svar og sendir boðin áfram. Gerðu þér grein fyrir því að þú ein/n skapar þlna eigin framtíð með vali þinu allar stundir. Yndisþokki og mýkt eru einkunnarorö stjörnu þinn- ar út vikuna framundan. Fiskarnir/iafek-m/nanj Fiskurinn er tólfta merki dýra- hringsins, breytilegt vatn. Því er stjórnað af Neptúnusi, og er eitt þriggja vatns- merkja dýrahringsins. Þar sem það er hið slðasta I röð tólf merkja safnast I þvl eðl- iseinkenni hinna ellefu. Eins og að þú ert móttækileg/ur og með öflugt innsæi. Hrúturinn (21. mars-19. apni) Hér er minnst á að þú átt það til að verða reiö/ur mjög fljótt. Þú hvekkist og reiðist auðveldlega og þú gengur oft úr skaftinu. En þessu má breyta með hreyfingu og réttu matar- æði til dæmis og það veistu sjálf/ur (ræktaðu þig vel). NaUtið (20. aprH-20. mal) Þú munt brátt fagna aö loknu erfiðlelkatlmabili ef þú leyfir þér að njóta stundarinnar og heldur fast I heiðarleika þinn og festu þegar viöskipti eru annars vegar.Tekjuaukn- ing tengist þér sem og hamingja og auðlegð I víðum skilningi. W\bmm (21.mai~2l.júní) Þér berast boð frá hjartanu þessa dagana og nú mættir þú temja þér að hlusta betur. Ef þú þráir að takast á við nýjungar ættir þú ekki að hika við að segja hug þinn og biðja án afláts. Leyfðu hverjum atburði sem þú upplifir að kenna þér eltthvaö jákvætt. Kfa\)bmi22.júni-22.júll) Gættu þess að sýna ekki þrjósku gagnvart þvl óhjá- kvæmilega sem þú upplifir á næstunni. Ef einhver skaðar þig á tilfinningasvið- inu áttu það til að bregðast við með því að svara I sömu mynt en ættir að reyna að breyta því. i\Ón\<!)in.)úli-2lúgúst) Ljónið er eldmerki og sér þar af leiðandi það dramatlska við hverja hreyfingu eða atvik. En þú skap- ar sjálf/ur framtíð þlna með vali þlnu svo mikið er víst. Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Eini vandinn sem birtist hér þeg- ar stjarna meyju er skoðuð, er að þú hefur úr óteljandi verkum að velja og þarf þvl að taka ákvörðun hvert þeirra á best við þig. \lOq\f\ (23 sept.-23.okt.) Ef tilfinningar þínar innihalda reiði og leiða er þeim mun betra að losa þær sem fyrst og vera heiðarleg/ur þegar kemur að ákvarðanatöku um framhaldið. Þú ert gefandi og hjálpfús og með við- skiptavitið til að ná góöum árangri. Sporðdrekinn cHokt.-21.mrj Leyfðu þér að fagna sólinni með jákvæðum huga og bjartsýni. Nú er komið að því að þú ákveðir hvert skal haldið þegar nám eða starf er annars vegar. Bogmaðurinn/77.míi'.-2i.itej Þú gætir sært þá sem verða á vegi þínum ef þú tekur ekki afstöðu gagnvart tilfinningum þlnum og gjörðum. Steingeitin(72.fe.-i9.j<w.) Sýndu samvinnu I stað þess að rökræða þegar verkefni sem þú tengist er annars vegar. Ijákvæðum skilningi birtast hér miklar annir. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.