Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Page 14
. 14 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Jakob Bjarnar Grétarsson • Góðmennt var í Leifsstöð árla föstu- dagsmorguns og voru þar margir höfðingjarnir að kankast á. össur Skarphéðinsson var á leið til Toga sem formaður Spes - samtaka um upp- byggingu þorps fyrir foreldralaus börn. Jón Ársæll Þórðarson fylgir össuri sem grár köttur og ætlar að gera sér mat úr ferð hans... • En þar sem þeir eru í ferðafötun- um, að fá sér morgunverð í fljótandi formi, setjast þeir Jón Arsæll og Steini í Sjálfstæöu fólki til borðs hjá Geira á Goldfinger sem er á leið til Búdapest í ókunn- um erindagjörðum. Jón Ársæll spyr hvort Geiri sé styrkt- araðili Toga og Geiri hélt það nú. Toga- Toga, það væri nú annað hvort. Og þegar Jón spurði hvað hefði orðið til þess sagði Geiri að það væri eiginlega til að koma sér í mjúkinn hjá Súlu-ættbálknum sem væri þarna í grendinni. Það væru hans menn... • Mikill straumur íslendinga, auk Geira á Goldflnger, hefúr verið til Búlgaríu sem virðist nú vera fyrir- heitna landið. Ró- bert Wessman er búinn að koma sér vel fyrir og blasir Actavis fyrirtækið við öllum sem eiga leið um höfuðborg- ina með risavaxið skilti á byggingu við aðal torgið í höfðuborginni. Og DV heyrir af ein- unt sem var á leið út nú um helgina sem var að festa kaup á 300 fm ein- býlishúsi, bflskúr fyrir sex bfla, við strönd Svartahafsins á aðeins fjórar milljónir... • Frægðin er fallvölt eins og dæmin sanna. Þannig stóð Silvía Nótt víst undir nafni sem stjarna kvöldsins baksviðs í forkeppni Eurovision- forkeppninnar og var miðpunktur athyglinnar meðan minna fór fyrir Birgittu Haukdtfl. í eftirpartýi sem hald- ið var á Apótekinu var sama sagan: Silvía fór með him- inskautum og bað- aði sig í athyglinni. Hvernig atkvæðin féllu er hernaðarleyndarmál en DV heyrir það úr innstu herbúðum að ekki þyrfti að spyrja að leilcslokum miðað við hvernig þau skiptust að kvöldi laugardags - eini maðurinn sem getur komið í veg fyrir að Silvía Nótt fari til Grikklands er Kristján Hreinsson... • Sturla Böðvarsson og Samgöngu- ráðuneytið vilja nú ráða sérstakan áróðursmeistara. Kannski ekki van- þörf á. Fjöldi umsókna barst og voru einhverjir kall- aðir í viðtöl. Þeirra á meðal var Ragn- heiður Davíðsdóttir forvarnarfulltrúi á VÍS. Hún hefur ekki vandað Sturlu Jcveðjurnar í gegn- um tíðina í tengslum við umferðar- mál. En þegar til átti að taka vildu VÍS menn ekld af sínum skelegga talsmanni sjá og buðu henni betri kjör sem hún og þáði... Hinn 18 ára gamli Jacob Robida skaut einn mann og réöst á tvo aöra með saxi inni á skemmtistað sem ætlaður er samkynhneigðum. Robida var eftir- lýstur af lögreglu. Hann flúði heimabæ sinn, New Bedford í Massachusetts- fylki. í smábæ í Arkansas skaut hann lögreglumann til bana. Stuttu síðar tókst lögreglumönnum að stöðva Robida. Endaði það með skotárás og lést Robida í kjölfarið. Hommahalari gekk berserksgang og —-—--- Morðingi Robida myrti lög- reglumann og talið er að Þonn hafi einnig myrt konu ■ o tertugsnldri. Hann réðst einnig d þrjd menn, væntan- íö le9° fyrir þaðeittað vera H samkynhneigðir. i lÍLf’ 23 „Þá sá ég lögreglu- manninn liggjandi og hvernig blóðið gusaðist út úr sári á hálsi hans." Bar fyrir samkynhneigða Puzzles Lounge i New Bedford er skemmtistaður ætlaður samkynhneigðum. Robida lík- aði illa við það. Á sunnudaginn lenti hinn átján ára gamli Jacob Robida í skot- bardaga við lögreglu í Arkansas í Bandaríkjunum. Robida var eftirlýstur fyrir morð á lögreglumanni og fyrir að ráðast á þijá menn. Lögreglumönnum tókst að sprengja tvö dekk með þeim afleiðingum að Robida missti stjórn á bíl sínum og klessti á kyrrstæðan bíl. Hann hóf þá skothríð sem endaði með því að hann fékk tvö skot í höfuðið. Allt hófst þetta með því að Robida réðst á þrjá menn og særði þá alvarlega, fyrir það eitt að vera inn á skemmtistað fyrir samkynhneigða menn. Jacob Robida gekk inn á skemmtistaðinn Puzzles Lounge í bænum New Bedford í Massachu- settsfylki á fimmtudagsmorgun. Robida pantaði sér drykk f mestu makindum og spurði bar- þjóninn hvort staðurinn væri ætl- aður samkynhneigðum mönnum. Þegar barþjónninn játti því tryllt- ist Robida. Hann réðst með saxi að tveimur mönnum sem voru að leika ballskák. Síðan sá Robida þriðja fórnarlambið sem kom gangandi út af snyrtingunni á staðnum. Flúði og sótti konu Robida flúði á grænum Pontiac Grand Am, árgerð 1999, til Charleston í Vestur-Virginíu. Hann sótti þar 33 ára gamla konu, Jennifer Bailey. Óljóst er hvernig sambandi þeirra var háttað. „Það er ljóst að þau hafa eitt- hvað þekkst áður,“ segir C.J. Ellyson, yfirmaður lögreglu í Vest- ur-Virginíu. Robida hélt áfram för sinni, nú með Bailey sér við hlið. Þau héldu til Gassville sem er smábær í Arkansas. Þar voru þau stöðvuð af lögreglumanninum Jim Sell. Robida tók upp skammbyssu sína og skaut lögreglumanninn. Skothvellir í veðurfrétta- tíma Maryann Hoyne, 67 ára gamall eigandi mótels í Gassville, varð vitni að morðinu. Ástvinir fórnarlambanna í ferjuslysinu hópuðust saman Eigendur ferjunnar fengu það óþvegið Ástvinir fórnalambanna úr ferjuslysinu við Egyptaland söfnuð- ust saman fyrir utan fyrirtækið el- Salam Martime, sem átti ferjuna sem sölck á Rauðahafmu fyrir helgi. Fólkið henti húsgögnum fyrir- tækisins út á götu. að sögn vitna. Meðal þess sem kastað var út á götu voru stólar, borð, viftur og skjala- skápar. Síðan var eldur borinn að hús- gögnunum. Lögreglan þurfti að not- ast við táragas til þess að sundra hópnum og slökkvilið var kallað á staðinn til þess að slökkva eldinn. Fólkið er reitt út f fyrirtækið. Skipið þótti gamalt, skipsstjórinn mun hafa yfirgefið sökkvandi skipið og upp- íýsingaflæðið er af skornum skammti. 1414 manns voru um borð í ferj- unni, sem var á leið frá Sádí Arabíu til Egyptalands. Alls hefur 460 Sorg Mikil sorg er d meðal ástvina fórnar- lambanna, enda ekki vitað um tæplega þús- und manns. manns verið bjargað og 135 lík verið dreghvé land. Því er ennþá ekki vit- að um tæplega þúsund manns. Flestir farþegarnir voru Egyptar sem ^tunda. yýmu sína í Sádí Arabíu en ekicifólks'ém var að koma úr pfla- grímaferð eins og sagt var í fýrstu. Mikil reiði Fólk safnaðist saman fyrirutan el-Salam Martime og brenndi húsgögn fyrir- tæksins. Eigandi el-Salam Martime, Mamdouh Ismail, sagði í viðtali á egypskri sjónvarpsstöð að hann myndi gefa fjölskyldum fórnar- lambanna rúmlega 2 milljónir króna. troðningi Um helgina létust 79 manns í Pasig á Filipseyjum. Verið var að sýna vinsælan sjónvarpsþátt á íþróttaleilcvangi og tróðust marg- ir undir. Ástvinir þeirra látnu söfnuðust saman í gær til þess að syrgja þá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.