Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Side 15
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 15 Lögreglumaður skotinn Rétt fyrir utan Brass Door mótelid varJim Sell skotinn. Eigandi mótelsins sá Sell liggja i blódpolli. „Ég var að horfa á veðurfrétt- irnar í sjónvarpinu þegar ég heyrði hvell," lýsir Hoyne. „Ég hélt fýrst að þetta væri í einhverjum bíl en þegar ég heyrði tvo eins hvelli í viðbót rann það upp fyrir mér að þetta voru skothvellir. Ég leit út um gluggann og sá lögreglubíl fyr- ir aftan græna bifreið. Ég sá hvern- ig grænu bifreiðinni var bakkað inn í lögreglubflinn og svo keyrt í burtu. Þá sá ég lögreglumanninn liggjandi og hvernig blóðið gusað- ist út úr sári á háisi hans. Ég vissi strax að honum varð ekki bjargað." Koma aftur eftir byssunni Hoyne hringdi á lögregluna og tilkynnti skotárásina. Hún segir Roþida hafa keyrt i burtu en svo snúið við og komið aftur. „Hann var að sækja byssuna sína. Hann hafði skilið hana eftir við hliðina á lfldnu. Hann stökk út úr bflnum sínum, sótti byssuna og stökk aftur inn í bflinn. Svo keyrði hann á brott í flýti," segir Hoyne. Skotbardagi við lögreglu í bænum Norfork, sem er í um 35 kflómetra fjarlægð frá Gassville, settu lögreglumenn upp vega- tálma. Hann dugði ekki til þess að stöðva Robida en naglar sem lög- reglan hafði dreift á götuna sprengdu þó tvö dekk á bfl Robida. Hann missti þá stjórn á bflnum, keyrði á nokkra kyrrstæða bfla og snerist í hálfhring. Hann byrjaði þá að skjóta að lögreglumönnun- um. Lögreglumennirnir svöruðu í sömu mynt og hæfðu Robida tvisvar í höfuðið og lést hann stuttu seinna. Bailey fannst einnig látin í bfl Robida og telja löreglu- menn að Robida hafi myrt hana. Enn er ekki vitað með vissu hvers vegna Robida réðst á menn- ina inn á Puzzle Lounge barnum. Lögreglumenn hafa fundið ýmis rit heima hjá Robida sem nýnas- istar hafa gefið út og er það talið lfldegasta skýringin að svo stöddu. Isabelle Dinoire fékk nýtt andlit grætt á sig Nú hef ég andlit eins og aðrir Isabelle Dinoire, 38 ára gömul húsmóðir frá Frakklandi, hefur nú komið fram í fjölmiðlum í fyrsta skipti eftir að hafa fengið grætt á sig nýtt andht 27. nóvember á síðasta ári. Dinoire missti andlitið bókstaf- lega eftir að labrador hundur henn- ar réðst á hana í júní á síðasta ári. Hundurinn réðst á hana á meðan hún svaf. Dinoire segir að ágræðslan hafi veitt sér sjálfstraust til þess að um- gangast ókunnuga. „Núna hef ég andlit, eins og aðr- ir," sagði Dinoire á blaðamanna- fundi í gær. Hún segir þetta vera allt annað líf. „Nú get ég opnað munn- inn minn og borðað. Eg get einnig notað varir mínar og nef. Samt sem áður verð ég að halda áfram að æfa mig, þjálfa vöðvana í andlitinu og taka lyf.“ Andlitið sem grætt var á Dinoire var af heiladauðri manneskju frá Lille í Frakklandi. Mikil áhætta fylgir slflcri aðgerð, líkaminn getur hafnað andlitinu. Einnig mun þetta auka lflcur á krabbameini. Dinoire tók áhættuna og enn er ekki vitað hvernig niðurstaðan verður. Aðal þjónustuaðili Bernhards og Ingvars Helgasonar. Dalvegi 16b • Sírni 517 1800 icefiimur@icefilmur.is • www.icefilmur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.