Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 Sport DV Sjö borgir vilja 0L2014 Nú síðar í mánuðinum hefjast vetrarólympíuleik- arnir í Tórínó á Ítalíu en nú fyrir skömmu staðfestu sjö borgir víðs vegar um heim- inn ósk sína um að fá að halda vetrarólympíuleikana árið 2014. Þær eru Sochi í Rússlandi, Salzburg í Aust- urríki, Jaca á Spáni, Almaty í Kasakstan, PyeongChang í Suður-Kóreu, Sófi'a í Búlgar- íu og Borjomi í Georgíu. Ákvörðun Alþjóðaólympíu- nefndarinnar um hvaða borg hreppir hnossið verður tilkynnt í júlí á næsta ári. Liverpool áfrýjar ekki Enska úrvals- deildarliðið Liver- pool mun ekki áfrýja rauða spjaldinu sem Jose Reina fékk í leik Iiverpool og Chel- sea á sunnudag. Reina braut fyrst á Eiði Smára Guðjohnsen og lenti svo i stimpingum við Arjen Robben með fyrrgreindum afleiðingum. Jerzy Dudek hefur verið úti í kuld- anum hjá Rafael Benitez knattspymustjóra og vildi helst losna frá félaginu í síð- asta tækifæri. Hann gæti nú fengið tækifærið langþráða, ýmist í markinu eða sem varamaður Scott Carson. Barton sérað sér Joey Barton, 23 ára mið- vallarleikmaður hjá Manchester City, sér nú eft- ir því að hafa lagt fram beiðni um að verða seldur frá félaginu í síðustu viku, eftir að hann hafnaði samn- ingstilboði félagsins. City hafnaði þessari bón og nú vonast Barton til að hann geti skrifað undir nýjan samning í vikunni. „Von- andi að gjörðir mínar á vell- inum og utan hans afsanni þær kenningar að ég vilji ekki leika með félaginu. Ég var ef til vill of fljótfær þegar ég lagði ffam beiðnina í síð- ustu viku." Keflavík sló bikarmeistara Njarðvíkur út úr undanúrslitum bikarsins Undanúrslit bikarkeppni KKI og Lýsingar fóru fram um helgina og nú er ljóst hvaða lið mætast í bikarúrslitaleikjunum 18. febrúar næstkomandi. Grindavík mætir Keflavík í karlaflokki og ÍS í kvenna- flokki og getur því orðið Qórða félagið til þess að vinna tvöfalt. jj I Rosaleg Jercia Watson I Þefur oft fariö illa meö | Keflavíkurliðið I viöur- | eignum liöanna f vetur. DV-myndVallil f miklu stuöi gegn | Skallagrími Jeremiah I Johnson átti stórleik I und- 1 anúrslitaleiknum, skoraði 137 st/g oggaf7 stoðsend- I ingar. DV-myndStefánI .......................................» Grindavík á í fyrsta sinn tvö lið í bikarúrslitum körfuboltans eftir að karla og kvennalið félagsins tryggðu sér farseðilinn í Laugardalshöllina með góðum sigrum í undanúrslitaleikj- um sínum á sunnudagskvöldið. Karlalið Grindavíkur mæt- ir Keflavík í úrslitaleiknum en kvennaliðið spilar við IS. Það er líka ljóst að bikarmeistarar síðasta árs ná ekki að verja titilinn, kvennalið Hauka datt út úr átta liða úrslitunum og karlalið Njarðvíkur tapaði í hörkuleik gegn nágrönnum sín- um í Keflavík í gær. «ist«isit Karlalið Grindavíkur hefur unnið bikarinn í öll þrjú skipt- in sem liðið hefur komist í Höllina, 1995 vann liðið Njarðvík, 1998 vann liðið KFÍ og 2000 vann liðið KR en það ólíkt komið með kvennaliðinu sem hefur tapað í báðum heim- sóknum sínum í Höllina, 1994 gegn Keflavík og [ svo f fyrra gegn Hauk- um. Það hafa aðeins þrjú félög, KR, Keflavík og ÍS, náð að vinna tvöfaldan sigur og gætu Grindvíking- ar bæst í hóp þeirra verði lið þeirra sigursæl í Höllinni 18. febrúar næstkomandi. . ® Réðu ekkert við Jeremiah Grindvík- ingar unnu 10 stiga sigur á Skallagrímsmönn- um í Grindavík, 97- 87, en Borgnesingar voru að reyna að komast í fyrsta bikar- úrslitaleikinn í sögu félagsins. Skallagrímsmenn réðu bara ekkert við Jeremiah Johnson í undanúrslitaleiknum. Johnson var kominn með 20 stig og 5 stoðsendingar í hálfleik og Grindvíkingar með 15 stiga for- skot, 50-35. Borgnesingar náðu að minnka muninn niður í átta stig en tveir þristar í röð frá Helga Jónasi Guðfinnssyni komu Grindvíkingum aftur í gott forskot og þeir gerðu síðan út um leikinn á vítalínunni í Qórða leikhlutanum. Johnson endaði leikinn með 37 stig en það gladdi líka Grindvíkinga að Helgi Jónas Guðfinnsson skor- aði 18 stig og sýndi að hann get- ur hjálpað mikið til við að landa titilinum í vetur. Jerica var ótrúleg Jerica Watson átti enn einn stórleikinn gegn Keflavík í vetur þegar kvennalið Grindavíkur tryggði sér sæti í bikarúrslitun- um annað árið í röð. Watson var með 41 stig, 21 frákast og 5 varin skot í 68-62 sigri Grinda- víkur á íslandsmeisturum Keflavíkur í Keflavík. Watson nýtti 18 af 27 skotum sínum og skoraði aðeins 4 af stigum sín- um af vítalínunni. Keflavík komst sjö stigum yfir, 31-24, í upphafi seinni hálfleiks en Watson svaraði með 26 stigum á næstu 14 mínútum og kom Grindavík mest 14 stigum yfir, 62-48, en Keflavík náði að kom muninum minnst niður í 4 stig á lokakaflanum áður en Watson kórónaði leik sinn með því að skora síðustu körfuna. ooj@dv.is FKKIMISSA 19.15 Heil umferð í DHL-deild kvenna. HK-Haukar, FH-Vfk- ingur, KA/Þór-Valur, Grótta-Fram, ÍBV-Stjarnan. 19.35 Birming- |»# y ham-Éeading í ensku bikarkeppninni í beinni á Sýn. &=rn 23.40 Ensku 1. deildar- mörkin á Sýn. Komnir með nóg af því að tapa fyrir Njarðvík í vetur Karlalið Keflavíkur er komið í Höll- ina í 9. sinn eftir fjögurra stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 89-85, í undanúrslitaleik bikarsins í Keflavík. Keflvíkingar lentu strax 2-7 undir en þá var eins og leikmenn liðsins hefðu fengið nóg af því að tapa alltaf fyrir Njarðvík en Njarðvík hafði unnið átta síðustu leiki liðanna. Keflavíkurliðið skoraði 10 stig í röð (12-7), var komið með sjö stiga for- skot eftir fyrsta leikWuta (32-25), 13 stiga forskot í hálfleik (56-43) og náði mest 19 stiga forskoti (64-45) eftir að hafa skorað 8 af fyrstu 10 stigum seinni hálfleiks. Njarðvíkingar gáfust þó ekki upp og vom búnir að koma muninum niður í tvö stig í upphafi fjórða leikhluta (72-70) en þeir náðu aldrei að jafna leikinn og þriggja stiga karfa fyrirliðans Gunnars Einarssonar gulltryggði sigurinn í lokin. A.J Moye var greinilega manna ákafastur í að bæta fyrir tapið í Njarð- vík um áramótin en hann var einmitt dæmdur í þriggja leikja bann fyrir olnbogaskot sem hann gaf Jeb Ivey í þeim leik. Moye var með 33 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum og nýtti auk þess skotin sín mjög vel (65%). Jeb Ivey skoraði 30 stig fyrir Njarðvík og Brenton Birmingham var með 19 en miklu munaði fyrir Njarð- vík að stóm mennirnir sem hafa oft farið illa með Keflavíkurliðið í vetur vom í villuvandræðum. Þeir Friðrik Stefánsson, Egill Jónasson og Halldór Rúnar Karlsson léku þannig aðeins í samtals 47 mínútur og 53 sekúndur í leikinum og uppskám á þeim tíma 13 villur. Njarðvfkingar vom búnir að vinna alla fimm leiki liðanna í vetur með yf- irburðum og samtals skildu 119 stig liðin þegar þau hófu leik á Sunnu- brautinni á sunnudagskvöldið. Tveir þessara ieikja vom í Reykjanesmót- inu, einn í Meistarakeppninni, einn í deildinni og einn í Hópbílabikarnum. Bætti upp síðasta leik AJ Moye burfti bæði að sætta við tap og leik- bann ileiknum á undan og hann var afar einbeittur í undanúrslitaleiknum gegn Niarðvlk um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.