Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Qupperneq 22
7 22 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 Lífið sjálft rxv Kaffið er spari Morgunstund „Ég sleppi þvi aldrei að fá mér morgunmatog hefaldrei gert. Mér finnst morgunmaturinn at- gjörlega leggja grunninn að deginum. Svona hversdags verðuryfírleitt eitthvað morg- unkorn fyrir valinu," segir Solla söngkona og tann- smiður og bætir við: „Helst Kellogg's Special K. „ Um helgar fæ ég mér stundum ristað brauð með einhverju góðgæti og ávaxtasafa. Ég byrja aldrei daginn á því að fá mér kaffi, drekk þaðbara svona spari tildæmis eftirgóðan kvöldverð á veitingahúsi eða í matarboðum. Ég drekk ekki heldur mikið af tei, þó það virð- ist oft fyigja söngvurum, en þó heldur meira afþví en kaffi.Ef ég þarfað hita upp röddina í morgunsárið finnst mér ein- faldlega best að fá mér heitt vatn sem mörgum finnst frekar furðulegt/'segir hún og brosir ómótstæðilega. 8SI1SP ; : Nammidagar Ég hefoft hugsað um svokaiiaða namtnidaga. Þeir eru oft notaðir tiiað komai veg fyrir að börn og ungiingar og jafnvel fullorðnirséu að innbyrða sæigæti I tíma og ótíma. Laugardagur virðist vera hvað vinsæiastur sem nammidagur, aila- vega bjóða margar versianir riflegan af- slátt á sælgæti á laugardögum. Ekki það að ég sé alfarið á móti nammidögum, heldur vil ég að fólk hafi fjölbreytni á nammidögum og láti börnin taka þátt í að und- irbúa og búa til nammirétti. Hollt sælgæti Ferskir ávextir eru mjög hollt og gott nammi, og þess vegna tilvaldir á nammihlaðborðið. Það er mjög fljótlegt að skera niður ávexti og ber og setja á diska eða i skálar og bera fram með ferskum ávaxtasafa. Börn hafa gam- an afþví að undirbúa nammikvöldin með því til dæmis að skola ávextina og berin og jafnvel að skera niður ávextina. Svo er einnig hægt aðbúa til ávaxta og berja- spjót. Setjum á spjót t.d banana t litlum bitum.jarðarber, sykurpúða (marshmallows). Það er hægt að nota flesta ávexti og ber i þennan rétt svo sem mango, epli, perur, kiwi, plómur og marga aðra ávexti og ber. Börnin eru hugmyndarík Börnin gætu komið með hugmyndir. Þetta ýtir undir áhuga barna og ungiinga á ávöxtum og berjum og þau fara að leita meira eftir þeim I verslunum i staðin fyrir að standa fyrir framan nammibarinna og vita ekki hvaðþau eiga að fá sér því að þau langar i allt. Hugsa sér að efverstanir væru með ávextabari llkt og þær eru með nammibari. Prófum þetta á laugardaginn! Góð kveðja, Ingvar mmamm ..-u . m»aiaaM.wa«>'«z . ■' ■ asa Spákona Vilborg Aldís Ragnarsdóttir er tveggja barna móðir. Hún heldur svokölluð sígaunaspilanámskeið sem byggð eru á tarotspekinni í samvinnu við Betra Líf. Vilborg er aðeins 31 árs og fræðir áhuga- sama um notkun spilanna. með qott innsæi „Ég byrjaði í spil- unum frekar ung," segir hún einlæg og ófeimin við að sýna spilin sín og heldur áfram: „Ekki nema fimmtán ára gömul. Mín fyrstu spil voru Aleister Crowley sem eru frekar flókin en mjög táknræn. Ég hef verið að stúdera rún- irnar og sígaunaspil sem ég fékk fýrir fimm árum síðan. Þau hef ég notað mikið til að fá svör við almennum spurningum fólks um daglegt líf og þess háttar. Tarotið nota ég svo líka með til þess að fá frekari tengingu við tilfinn- ingar spyrjandans og ítreka þau líka þá at- burði sem koma upp í sígaunaspilunum sem standa upp úr lestrinum. Þegar ég var að byrja fyrst í spilunum þá var þessu tekið misvel. Þá var umræðan ekki orðin eins opin og hún er í dag. Fólk er farið að sýna þessu miklu meiri áhuga og til- búnara til að ræða og kanna þessi mál í dag en áður fyrr. Eins og ég hef alltaf sagt þá er þetta skemmtileg dægrastytting og hana ber að taka með fyrirvara en fyrst og fremst að hafa gaman af þessu," segir Vilborg og hlær en ekki er laust við það að hún sjái meira en hún viðurkennir. Talið berst að námskeiðunum sem hún heldur fyrir byrjendur sem vilja kynna sér tarotspekina. „Nám- skeiðin byggjast upp á því að við- komandi fær spilin og ég læt hvern og einn skrifa niður tilfmninguna sem hann hefur fyrir spilunum. Því næst læt ég nemandann fá réttar skýringar á hverju spili. Annars vinn ég fyrst og fremst með innsæi þeirra inn á spilin og legg mesta áherslu á það. Svo sýni ég hvernig lesið er úr lögninni og hvað það merkir til dæmis þegar hringur og storkur standa saman en það táknar brúð- kaup,“ útskýrir hún töfrandi í fasi. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst forvitnin í fólki fyrir sjálfu sér. Kannski 50% af þeim sem koma á námskeiðin og sýna spifunum áhuga ætla að nota spekina eitthvað meira en fyrir sjálfan sig. Sígauna- spilin, sem ég kenni á, eru byggð þannig upp að þú leggur öll spilin á borð og táknin segja sig í raun og veru sjálf. SpUin segja þér voðalega mikið hvað er framundan á næstu dögum og mánuðum. Þau fara meira inn á daglegt líf fólks en ekki eins djúpt og tarot spUin sem kryfja „Þegar ég var að byrja fyrst í spilun- um þá var þessu tek- iðmisvel." nánast aUt. Þetta er svo auðveld lesning fyrir byrjendur og í raun betra að byrja á þeim ef fólk hefur áhuga á tarot. Ég hef aUtaf haft áhuga á þessum málefnum síðan ég man eftir mér. Kannski meðfæddur áhugi en hvort ég er næm þá er ég næm á tUfinningar og orku og tel að þetta haldist aUt í hendur því ef þú ætlar að vinna með slíkt kemstu ekki hjá því að vera ekki móttæki- legur fyrir slUcu." eiiy@dv.is Valið fæðubótarefni ársíns 2002 i Finnlandi Minnistöflur Birkiaska Umboðs- og Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN FOSFOSl. MEMORY Dreymdi hús og Udm Sigríður Klingenberg Droumar Innsendur draumur: „Ég varlbátí ólgusjó i byrj- un draumsins og náði að halda mér á floti en vissi ekki hvert ég var að fara. Snögglega sé ég skínandi Ijós beint fyrir framan mig og ég sé að það er verið að skjóta flugeldum á loft. Þá finn að ég verð glöð í hjartanu og kem að landi þar sem flugeldunum var skotið. Þar sé ég hús sem ég átti að eiga. Húsið virkaði mjög lltið en það var stór garður I kringum það og mikið af blómum. Blómin voru falleg. Þessi draumur hefur verið i huga minum síðustu viku og það er eins og þurfi a'ð fá einhverja ráðn- ingu." Svar Sigríðar: Heil og sæl kæra Silja. Öll faratæki eru framtið dreymandans. Að vera á litlum bát i ólgusjó þýðir að þú átt i erfiðleikum með að takast á við hlutina sem eru i gangi hjá þér um þessar mundir. Það þarf ekki mikið til að erfiðleikar steðji að og það veistu. Flugeldar Þú segist hafa séð flugelda framundan. Öll tákn á himni eru fyrir ófriði og þar af leið- andi er ófriður framundan sem þú gerir þér llklega ekki grein fyrir þar sem þú ert að flytja eða fara. Og afþvlþú ferð að landi annars staðar þá verða þarýmisleg læti I kringum þig og þá jafnvel fólkið sem þú annað hvort þekkir eða munt kynnast þar. Hús táknar sálina Hús er alltaftákn sáiarinnar i draumum en þar sem þú segir mér ekki hvort þú hafir far- ið inn Ihúsið eða ekki þá veit ég ekki hvernig er umhvorfs í sálarlifi þinu. Bn guli eða skæri liturinn gefur góða von. Ljósið gefur von um gleði. Fallegu biómin I kring tákna vini þina. Blóm og tré tákna vini dreymandans eða fólk sem stendur honum næst. Þú ert hólpin Draumurinn segir mér að í raun og veru ert þú hólpin þó þú lendir i striði við mannfólkið þvlþú ert með gott bakland Ikringum þig. Ég skynja Idraumnum að þú fáir ró og frið á endanum eftir mikil læti Iþfnu nánasta um- hverfi. Þetta mun taka nokkurn tíma en mundu það ávallt kæra Silja að öll él birtir um siðir og sólin á móti oss skln (það er gula táknið i draumnum þinum). Sigriður Klingenberg svarar innsendum bréf- um lesenda á þriðjudögum á siðum lifsstíls. Vinsamlegast sendið Sigríði drauma og það sem tiggurykkur á hjarta á netfangið: lifsstill@dv.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.