Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDACUR 7. FEBRÚAR 2006 Lífíð * Íð-Hh. % 1. Herra Jack Ass kærir sjónvarps- þáttinn Maður að nafni Bob Craft lét breyta »"«<igjtafni slnu I Jack Ass árið 1997. W ÞegarJackass byrjaði fannst Jack sá óábyrgðarlausi sjónvarpsþáttur skemma •4 „það góða nafn sem ég hef byggt upp með þrotlausu for- varnarstarfi" og kærði. 2. Offitusjúklingur kærir snakk Eftir að bandarlsk stofnun komstaðþviað lOOgraf snakktegundinni Pirate's Booty innihélt I raun 147hita- einingar, en ekki 120 eins og stóð á pokanum, fannst offitusjúklingnum Meredith Berkman tilvalið að fara I mál. Hún fór fram á 50 milljón dali af þvl að þetta misræmi upplýsinga hefði valdið hennijilfinningalegum þjáningum, þyngdaraukningu, sál- arkvöl, svívirðu og gremju. “ 3. Foreldrar látins háhyrningsvin- ar kæra sædýrasafn Foreidrar Daniets Dukes kærðu SeaWorld I Florída eftir að nakið llk Daniels fannst I háhyrningsbúrinu. Hann hafði smyglað sér framhjá vörðunum til að synda með háhyrningnum I skjóli nætur. Foreldrarnir kærðu safnið fyrir að auglýsa hvalinn sem fjölskylduvænan mannvin, en ekki það mannýga óargadýr sem drap son þeirra. 4. Opinber starfsmaður vill ekki vera með bindi lan Jarman, 46 ára, fór Imál viðt vinnustað sinn, vinnumiðlun- ina Job Center Plus, eftir að fyrirtækið tók upp þá reglu að starfsmenn þyrftu að vera með bindi I vinnunni. „Þetta er kynjamisrétti!" sagði lan æstur og benti á að kvenkyns starfsmenn gætu mætt bindislausar.„Ég hefunnið hér I 26 ár og læt ekki bjóða mér þetta!" 5. Sykursjúkur dómari kærir kók Sykursjúkur þýskur dómari kærði Kóka kóla og Snickers- fyrirtækið fyrir að setja ekki jy viðvörunarmiða á vörur sln- ar. Dómarinn taldi vist að kók og snlkkers ættu stóran þátt I veikindum slnum, en ekki ákvörðum hans sjálfs að neyta þess- 6. Bill Wyman kærir nafna sinn Bill Wyman, bassaleikari Rollingana, kærði nafna sinn, blaðamann hjá Rolling Stone tlmaritinu eftir að hann skrifaði um nokkrar Stones-plötur I blaðinu. Bassaleikarinn fórfram á að blaðamaðurinn tæki það sér- staklega fram I enda hverrar greinar aðhann væri ekki bassaleik- arinn fyrrverandi úrRolling Stones. Bassaleikarinn hét reyndar William George Perks en tók upp Bill Wyman nafnið til heiðurs manni sem hét Lee Whyman.Blaðamaðurinn varhins- vegar skýröur Bill Wyman. 7. Skóreim veldur meiðslum I New York kærði bæklunarskurð- læknir Iþróttaskóframleiðand- ann Nike og fór fram á 10 milljón dala tjónabætur. Meiðslin höfðu verule g áhrif ágetu læknisins til skurð- lækninga, en það eina sem talsmenn Nike vildu segja um málið var að„stundum bindur fálk ekki reimarnar nógu vel". 8. Kona kærir draugahús Cleanthi Peters, 57 ára, kærði Universal Studios I Flórlda fyr- ir að valda sér tilfinningaleg- um skaða. Konan fór Idrauga- húsið og fannstþað alltof ógnvekj- andi. Cleanthi fór fram á 15.000 dala tjónabætur vegna ofsahræðslu, sál- arkvala og tilfinningalegs uppnáms. 9. Maður kærir forvitna eigin- konu ■ Maðurl Turin á Itallu kærði konuna slna fyrir að opna póst- inn sinn. Maðurinn var margoft búinn að biðja konuna slna að hætta þessu en þegar hún lét sér ekki segjast lagði hann fram kæru. 10. Kristján Hreinsson kærir Silvfu Nótt Skáldið úr Skerjafírði hefur lagt 1 fram stjórnsýslukæru til útvarps- J ráðsþar sem hann kærir að lag Silviu Nóttarsé ennþá I keppninni. Lagið lak út á netinu, en munurinn á lagi Silvlu og öðrum lögum erað fólk sækir I að hlusta á lag Silviu en er nokk sama um hin. Þessu vill Kristján ekki una, en hann á texta við þrjú lög sem eru komin áfram I sjálfa úrslita- keppnina. Sígild mynd af Iggy Pop frá The Stooges-tímabilinu Goldie galgopará Nasa á föstudaginn Usa Ekdahl er Ijuf ifcft'. Laibach œt!a að messa með hörðum takti Strax orðið uppseit á Katie Melua Arcade Fire á Airwaves? Síðustu árin hafa verið góð fyrir tónleikaþyrsta íslendinga. Hingað hafa stjörnumar streymt og fyllt hús um alla borg. Dollarinn er ennþá lágur svo það verður pottþétt fram- hald á þessu, enda Islendingar að verða góðu vanir og bregðast fljótt og vel við þegar þeim er boöið upp á eitthvað af viti. Nú þegar hefur verið tilkynnt um átta tónieika og heyrst af fjölmörgum öðrum þótt staðfesting- ar vanti. Ljúfar stelpur og harðir Sló- venar Þeir sem ríða á vaðið þetta tón- leikaárið em galgoparnir í Goldie Lookin Chain sem ætla að koma fram með undirleik af bandi á Nasa á fóstudaginn. Þeir em frá Wales og komust á plömsamning með hjálp grínrokkarana í The Darkness en sveitimar spiluðu saman á tímabili. Lagið „Guns Don’t Kill People, Rapp- ers Do“ er helsti smellur bandsins sem þykir skemmtilegt á sviði. ís- lendingar ættu að kannast við strák- ana eftir viðtal Silvíu Nætur við þá í einum þættinum hennar og það ættu að verða fagnaðarfundir þegar drottningin og gríngengið hittast á ný. Næst koma hinir dönnuðu Bretar í The Rushes. Sveitin gerði góða hiuti á síöustu Airwaves-hátíð og mætir aftur með sitt huggufega þjóðlaga- rokk í næstu viku. Slóvenamir í Lai- bach koma í mars og ættu að bjóða upp á mikið sjónarspil enda elfefú manns í hópnum sem kemur hingað. Hljómsveitin er ævagömul og eins- konar afar bæði Rammstein og Ham. Sveitin spilar taktþunga ádeilutónlist ■j, með húmor. A eftir slóvenunum koma tvær ljúfar konur. Hin sænska Iisa Ekdahl kom síðast árið 2004 en kemur nú í mars til að kynna áttundu plötuna sína, „Parlor Av Glas“, sem er nýkomin út. Nú þegar er uppselt á tónleika Katie Melua í Laugardals- höU, en þessi söngkona sem á rætur að rekja til Georgíu sló í gegn í fyrra með laginu sínu um reiðhjólin í Pek- ing. Afar britpopps og pönks og synir snillings Þegar ljúfú söngkonunum sleppir er komið að gömlu körlunum. Sá sem jafnan er nefndur „afl brit-poppsins”, Kinksarinn Ray Davies, verður í Há- skólabíó með hljómsveit, sem verður þá í fyrsta skipti síðan árið 1970 sem hann spilar hér með bandi. Hann er að gefa út sína fyrstu sólóplötu með nýrri tónlist, „Other people’s Lives” og mun spila lög af henni auk þess sem gefið hefur verið það loforð að eitthvað af Kinks-sniUdinni fái að hljóma líka. Almenn miðasala hefst á föstudaginn og í boði eru þrjú verð; 6.500, 9.900 og 13.900 kr. Það er góð- æri. Iggy Pop ásamt hljómsveit sinni The Stooges ætlar að heiðra landann í LaugardalshöU 3. maí. The Stooges með hinn brjálaða Iggy í fararbroddi var hljómsveit sem átti ekki miklu fylgi að fagna þegar sveitin var starf- andi í kringum 1970. Hún gaf þó út þrjár plötur. Tónlistin fór fljótlega að ganga aftur og þegar pönkið spratt fram var það samdóma niðurstaða beggja vegna Atlantshafsins að tón- list The Stooges, ásamt reyndar tón- list Velvet Underground, væri undir- 10. febrúar 16. febrúar 22. mars 24. mars 31. mars 14. apríl 3. maí 9. júnf STAÐFESTIR TÓNLEIKAR Goldie Lookin Chain, Nasa, miðasala stenduryfir (3.700 kr) The Rushes, Þjóðleikhúskjallarinn, miðasala stendur yfir (1.200 kr) Laibach, Nasa, miðasala stendur yfir (2.900 kr). Lisa Ekdahl, Háskólabíó, miðasala stendur yfir (4.500 - 6.500 kr) Katie Melua, Laugardalshöll, uppselt. Ray Davies, Háskólabíó, miðasala hefst 10. feb. (6.900.9.900.13.900 kr) Iggy & The Stooges, Laugardalshöll, miðasala ekki hafin. Zappa plays Zappa, Laugardalshöll, miðasala ekki hafin. staða pönksins og að plöturnar væru meistaraverk. Iggy Pop var því snar- lega titlaður „afi pönksins". Hann hefur síðan gefið út fjölda frábærra sólóplama og m.a. unnið með David Bowie. Aðrir í Stooges vom þó ekki í eins góðum málumi og hljóta að hafa verið glaðir þegar Iggy stakk upp á kombakki árið 2003. Þeir sem sldpa The Stooges í dag em bræðumir Scott og Ron Asheton á trommur og gítar, Mike Watt úr The Minutemen og flREHOSE sér um bassaleik og Steve MacKay, sem lék á Stooges- plötunni Fun House, blæs í saxófón. Sveitin hefúr spilað grimmt síöustu árin og er tilbúin með plötu með nýju efiii sem hún tók upp með Rick Rubin. Gömlu mennimir (Iggy verð- ur nýorðinn 59 ára þegar hann kem- ur hingað) þykja engu hafa gleymt svo rokkhundar landsins geta farið að hlakka til. í júní fá svo Frank Zappa-aðdá- endumir sinn skammt því synir meistarans, þeir Ahmet og Dweezil, mæta ásamt velskipaðri hljómsveit og spila lög pabba síns í Höllinni. Margt fleira spennandi í boði Eins og alltaJf er bærinn fullur af sögusögnum um hitt eða þetta band- ið sem er á leiðinni. Þeir sem standa að innflutingi erlendra tónlistar- manna em þöglir sem gröfin þegar á þá er gengið og memi passa sig á því að láta ekkert uppi fýrr en allt er klappað og klárt. Mörg dæmi em um að innflytjendumir yfirbjóði hvor annan í innbyrðis keppni um að krækja í eftirsótt bönd og því em þreyfingar nánast hemaðarleyndar- mál. Mjög ólíklegt er að Rolling Sto- nes heiðri okkur með nærvem sinni en enn er von til að U2 mæti á klak- ann. Ein heitasta rokksveit heimsins um þessar mundír er hin kanadíska Arcade Fire, sem vinnur að sinni annarri plötu um þessar mundir. Sú tíðindi hafa lekið út að sveitin sé væntanleg til landsins, verði jafnvel aðalnúmerið á næstu Airwaves-há- tíð. Þá hefúr heyrst af hingaðkomu nokkurra framúrstefriulegra kvenna- banda. Rokkskvísumar í Sleater- Könney em væntanlegar í júní, ofúr- krúttið og hörpuleikarinn Joanna Newsome er á leiðinrú í maí og indí- þjóðlagarafdúettinn Coco Rosie er væntanlegur bráðlega. Við þessa upptalningu á svo auðvitað hellingur eftir að bætast og því er full ástæða til að tónlistaráhugafólk sé á tánum. glh@xlv.is I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.