Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2006, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR2006 -- / ._______________________________________________________________________;_______________Menning DV - » -'t -3* Strandhögg víkinga Hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags islands, „Hvað er útrás?" heldur áfram i dag og verður að venju i Þjóðminjasafni islands og hefst stund- víslega kl. 12.10. Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur talar um myndmál í viðskiptafréttum. Undanfarin ár hefur fyrirtækjum erlendis verið líkt við vík- ingaferðir á miðöldum. i opnunarerindi raðarinnar í janúar- byrjun komst Óiafur Ragnar Grímsson, forseti islands, svo að orði: „Hinirfyrstu islendingar voru sannarlega út- rásarfólk, jafnvel svo afgerandi að þau sem nú gera garðinn frægan blikna i samanburði." i nýlegri grein f breska tímaritinu Spectator var sama líking notuð. Greinilegt er að ekki vant- ar myndmál og líkingar í fréttir og frásagnir af umsvifum islendinga úti í heimi. f fyrir- lestri sínum mun Jón Karl Helgason greina goðsöguna um umsvif íslenskra fyrirtækja erlendis og sækir {sjóði franska fræðimannsins Roland Barthes. Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur. Gervais í Poddinn Breski leikarinn Ricky Gervais hefur skemmt sjónvarpsáhorfend- um hér á landi síðustu vikur með þætti sínum Extras. Velgengni þessa stuttfætta háðfugls er með eindæmum. Hann hefur slegið í gegn öðm sinni með Extras á eftir Office, er margverðlaunaður beggja vegna Atlantsála og nú er nýtt met slegið. Podkastið hans er orðið það vinsælasta f smttri sögu þessa nýja miðlunarfyrirbæris. Það em ekki allir sem vita það en Gervais er með vikulegan þátt á vefsíðu Guardian. Þar skemmtir hann áhugasömum með félögum sínum Stephen Merchant og Karl Pilkington. Þennan þátt sóttu 261.670 á viku fyrsta mánuðinn. Metið er nú skráð í Guinness World Records, nema öðrum tak- ist að velta Ricky úr sessi fyrir út- gáfu 2007 útgáfunnar næsta haust. Þáttur Gervais hefúr verið í boði hjá Guardian í tíu vikur og lýkur á tólftu viku. Þá verður gert hlé til að ráðast í röð tvö af Extras. Auk þess hefur Gervais skrifað stakan þátt fyrir Simpsons og komið fram í kvikmynd Bens Still- er, Night at the Museum. Slóðin fyrir þáttinn er www.gu- ardian. co. uk/rícky- gervais/0,,1652674,00.htmI. íslenska óperan frumsýndi Öskubusku eftir Rossini á sunnudagskvöld. Páll Baldvin skellti sér í Gamla bíó og hefur eitt og annað að athuga við verkið, svið- setninguna og söngvarana. r $m. Ricky Gervais Kunnuglegt andlit - kunnugleg rödd. Múslimarírevíum Um þessar mundir em danskir revíuhöfúndar að slá saman í sýn- ingar sem árvisst skemmta dönsk- um leikhúsgestum yfir sumarmán- uðina. Deilur um skopteikningar af spámanninum Múhameð hafa að sjálfsögðu komið til tais í þeirra hópi. Samkvæmt rlkjandi hefð er enginn heilagur í revíuskopi sum- arsins sem nærist á flestu því sem skjóta má á yfir veturinn og láta ekkert sér óviðkomandi. Þær em í stöðugri umritun meðan á sýning- artíma stendur og eru leiknar dag- lega á fleiri en einum stað í þétt- býlli Danmörku. Talsmaður Cirkusrevyen, Lisbet Dahl, sagði fyrir helgi að ekki væri efi á að skotið yrði á mótmælendur mynd- birtinga. Forráðamenn þeirra segja að verði ekki skopast með málið í revíum sumarsins eigi þær engan tilverurétt lengur. Leif Maibom, stjómandi reví- unnar í Sönderborg, sagði í viðtali við Berling fyrir helgi málið snerta kjama revíuspaugs: málfrelsið. Parið unga sem fellur fyrir hvort ödru: Gordar Thor og Sesselja. Er það ásættanlegt fyrir íslensku ópemna að setja upp stórt sviðsverk eins og öskubusku Rossinis og stefna í ú'u sýningakvöld á verkinu? Víst skaffar það rúmum tug hljóð- færaleikara vinnu í skamman tíma. Víst gefúr það þroskuðum söngvara eins og Bergþóri Pálssyni tækifæri til að sýna einu sinni enn hversu flink- ur hann er í túlkun hins skoplega þjóns. Garðar Thor fær sitt fyrsta tækifæri á íslensku sviði - ef frá er talið kynnisstarfið í undankeppni Eurovision - og sannar að hann á fullt erindi á svið. Svo gefur það Sesselju Kristjánsdóttur tækifæri til að takast á við flúraðan söng. En hvað annað? Graðhestarokk Öskubuska hefur löngum þótt með boðlegri verkum Rossini. Ekki fellur hann að mínum smekk sem tónskáid. Hann semur endalausar og þreytandi leikfimiæfingar fyrir söngvara, bæði í einsöng og sam- söng. Áhorfandinn er þrekaður orð- inn í sýningarlok. Ekki em laglínur hans eftirminnilegar og hljómsveit- arútsetningar hans minna óþarflega mikið á graðhestarokk eins og það gerist verst. Ekki útmálar hann per- sónur sínar í samtvinnun texta, lag- línu, hljómkviðunnar og stemningar á svið. Persónumar em staðlaðar, gmnnar og persónuleikalausar. Spennandi? Prins nær í vinnukonu Nú má vel vera rétt eftir Vínar- samningana að mönnum hafi þótt það spennandi á Ítalíu að prins (lág- aðall) næði sér í vinnukonu og stjúpdóttur vínkaupmanns. Það þykir spennandi í dag ef krónprins nær sér í lögfræðing af gömlum fangaættum í Ástralíu. En í sam- hengi óperunnar er þetta skelfilega smátt. Uppsetning Óperunnar er flutt til þriðja áramgsins. Sviðsmynd og búninga skortir allan glæsileik. Hér er öllu klastrað sem þarf ekki að vera af litlum efrium, því margt má gera stæh' fyrir lítinn pening. Það er smekkleysið sem ræður ódýmm lausnum í leikmynd og búningum. Og Óperan verður ekki lengur afsök- uð með aðstöðuleysi. Fyndinn baritónn Takið eftir: það var forvitnilegt að sjá þessa sýningu. Hún er gamal- dags í hugsun. Á stöku stað glæsi- lega unnin: Bergþór Pálsson stendur svo upp úr leiklega að það er vand- ræðalegt á að horfa. Það þýðir að hann hefúr gert sitt og leikstjórinn ekki megnað að taka hans stíl og yf- irfæra á aðra leikendur. En Bergþór er fyndinn og flinkur og bætir með- alsöng með skýrri mfrnik sem er kostur þar sem textinn fer fyrir ofan garð og neðan þótt hann sé á skjá. Leikandi tenór Garðar Thor Cortes minnti tals- vert á föður sinn þegar hann var að byija: þeim feðgum er báðum gefin afar eðlileg og trúverðug nærvera á sviði. Garðar yngri er flinkur leikari og náði einn í kastiriu upp í tiltektir Bergþórs á sviðinu. Ekld vom margir sprettimir sem hann gat notið radd- ar sinnar til fulls, eri á fáum stöðum fékk hann fr'na lýriska kafla og eina aríu sem sýndi hvað hann nær hátt. En þessi piltur þarf að fá að syngja miklu meira á sviði svo hann sjóist til átaka við stærri hlutyerk og kjötmeiri en þessa prinspísl. Sesselja mezzo öskubuska er örugglega valin af þeim sökum að ópemstjórinn vildi eitthvað létt og rómanú'skt og taldi sig hafa söngkonu í mezzohlutverkið sem réði við flúrið^. Sesselja Krist- jánsdóttir er fríð koi|a en var leikstýrt á afar bældan máta-lengi framan af sýningunni. öskubuska - sú milda mær - var afar skaphúl og ofbeldis- átökin sem hún lendir í við stjúpa sinn vom illa notuð úl að stækka dramatíkina. Sesselja er raddfögur söngkona og var raunar svohúð á parú fannst mér víða. Flúrið hennar var sungið af nokkurri áreynslu, en það má raunar segja um alla hraða- fimi í söng óperunnar, þeir kaflar vom ekki taktvissir né svo skýrir í framburði að ryþminn greindist. björtum llettum íslenska óperan sýnir í Gamla bíó: Öskubuska eftir Ross- ini og Feretti. Leikstjóri: Paul Suter. Hljóm- sveitarstjóri: Kurt Kopecky. Leikmynd og búningar: Sea- son Chiu. Ljós: Jóhann Pálma- son. Kosnertmeistari: Zbigni- ew Dubik. Framleiðslustjóri: Hildur Hinriksdóttir. Kór og hljómsveit íslensku óperunn- ar. Frumsýning 5. febrúar 2006. ★★ V'Á"ý' Leikhús - Tónlist á ■Hte JSSft i ■■ Til hvers innflutta leikstjóra? Sviðsetning var áreynslulíúl og yfir henni var láúaust öryggi en að sama skapi er hún tilþrifahtil. Veislukafh var leystur á skemmtileg- an hátt en líkamskippakaflar tveir í samsöng og kórkafla em yfirbreiðsla um átakanlegt hugmyndaleysi. Dav- íð Ólafsson var skemmtilegur á köfl- um og þær dætur hans Hlín og Anna furðu mildar systur miðað við texta verksins. Einar Th. söng af spekt og stilltri fegurð. Reyndar má segja að íslenska óperan verði að finna sterkari rétt- lætingar til að sækja hstræna stjóm- endur erlendis en þá uppsetningu sem hér var boðið upp á. Góða skemmtun Áhorfendur á frumsýningu skemmrn sér vel. Söngvurum og hljómsveit var vel tekið. Mig skortir raunar innsýn í hljómsveitarparúnn til að geta meúð hvemig hljómsveit- in skilaði sínu. Og þá skyggir á að mér þykir þessi tónhst óinúesant. Ég spyr enn hvað reki menn til að setja upp svona verk. Ég finn enga réttlætingu fyrir uppsetningunni. Og svo rándýr skemmtun fyrir 4000 gesta hóp er af og frá. Óperan verður að takast á við nýrri og brýnni verk en þessa skjótunnu uppsuðu Rossini ogkó. Páll Baldvin Baldvinsson Dirch Passer Kunnasti revluleikari Dana. ',.t • ' ^J§ , ; STÓRKOSTLEG VERÐLAUNAMYND UM ÆVI JOHNNY CASH M A rV ERDLAUNA M.A. BESTI LEIKARI OG BESTA LEÍ. VANN golden globe SFM BEbestmYND árs,ns, rssti leikari OG BESTA LEIKKONA. VIÐ BJÓÐUM I t SENDU SMS SKEYTIÐSJ- NÚMERIÐ 1900 OG ÞU UNNIÐ MIÐA FYRJf1 9. hver vinnur. VINNINGAR ERU: BÍÓMIÐAR FYRIR TY°’GnSn WALKTHogmabgtfÉE.ba FRUMSYND 3. FEBRUAR walk LEIKU SJÁÐU MYNDINA OG HLUSTAÐU Á TÓNLISTINA! Landsbankinn smnRR Vp Ria REonaaomn Vinningar veröa afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Meö því aö taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.