Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2006, Qupperneq 25
DV Lífsstíll FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 25 Ást og fjölskylda Þórunn Lárusdóttir er fædd 06.01.1973 Llfstala hennar er reiknuö út frá fæöingardegi. Hún tekur til eig- inleika sem eiga öðrum fremur að móta lifÞórunnar. Lífstala Þórunnar er 9 Eiginleikar sem tengjast þessari tölu eru: Mannúð, örlæti, óeigingirni, skuld- bindingar og sköpunargáfa - hættir til að tapa áttum þegar ofmikið álag ein- nnnHnH| kennir starfhennar eða jafnvel einkalif. Árstala leikkonunnar er6 Árstala erreiknuð útfrá fæðingardegi og þvi ári sem við erum stödd á. Hún á að gefa visbendingar um þau tækifæri og hindranirsem árið færirokkur. Ríkjandi þættir sexunni eru ást, fjölskylda, heimili og ábyrgð. Sexan sýnireinnig að Þórunn býryfir óbilandi krafti, hugsjón- um og góðmennsku og er vissulega fær um aðsetja marksittá heiminn. Meðvituð og bjartsýn Helga Soffia Konráðsdóttir er 46 ára í dag, 23. febrúar 2006. „Konan er svo sannarlega bjartsýn en henni finnst hún ef til vill standa í sömu sporum og hún gerði fyrir hálfu ári en svo er þó ekki og hún má ekki gleyma því. Lífsreynsla hennar er sex mánuðum lengri og þess vegna er hún meðvitaðri en hún hefur áður verið.“ Hjjll Wmmm MMMMMMHÍ —PHI í ", I. ..l'- ' itfii'ÉM, Vinabandið leikur fyrir gesti og af því tilefni hittum við Unnl Eyfells sem ljómar af gleði og ánægju. Henni leiðist aldrei enda er hún músíkant af lífi og sál. Brjálaö að gera hjá Vinabandinu m V „Ég er eldhress,“ svarar Unnur aðspurð hvernig hún hafi það og bætir við að mórall- inn innan Vinabandsins sem hefur verið starf- andi síðan 1967 sé firábær. „Þetta er ótrúlega gaman og nóg um að vera. í gær spiluðum við tO dæmis fyrir balli. Við erum alltaf að koma fram. Við komum oftast saman hjá honum Arngrími en bandið er jú alltaf að koma fram. Við erum svo helvíti fær,“ segir hún og hlær smitandi hlátri yndslega töfrandi og heldur áfram: „Ég hef rödd og ákvað fyrir löngu að ég skyldi nota hana í stað þess að sitja heima og láta mér leiðast," segir Unnur og bætir við að í Gerðubergi sé góður félagsskapur: „Þar er mjög þægilegt, þroskað og gott fólk.“ Talið berst að heilsunni og Unnur segist vera dugleg við að hreyfa sig. „Ég stirnda sundleikfimi fjórum sinnum í viku en Gerðu- berg gengur fyrir því ég get alltaf farið í sund. Þegar kemur að trimminu er ég svolítið kæru- laus að því leyti að ég vil ekki taka það eins og það sé manískt því ég er alls ekki kærulaus manneskja. Ég er músfkant og hef ánægju af að syngja. Söngurinn gefur mér svo mikla hugarró." etiy@dv.iS Á morgun, föstudaginn 24. febrúar, verður efnt til heilmikillar Breiðholtshátíðar á vegum þjónustumiðstöðvar Breiðholts í Álfabakka. Tilefnið er Menningarhátíð eldri borgara. Vinabandið Við trommur situr Ingi- björg Svemsdóttur og eiginmaður hennar Arngrimur Marteinsson með harmónikku. Til vinstri Haraldur Hjálmarsson og Unnur Eyfells sem Lífsstfll ræðir við. Til hægri Jón Hilmar Gunnarsson og Guðrún S. Krist- jánsdóttir (á myndina vantar Þorgrim Kristmundsson og EinarMaqnússon.) wmmmmzmmmmmsmm wmmMmmmmmmmmmmmm Vilborg Aldís Ragnarsdóttir Spski Langt fram á sextándu öld voru grasalækn- ingar nán- ast eina lækninga- aðferðin sem notast var við. Grasalækningar eru meðal elstu lækningcihefða og hafa þróast með mannkyninu frá örófi alda. Nánast öll menningar- samfélög eiga sér langa hefð í þess- um efnum og var/er jafnan notast við staðbundna flóru, þ.e. jurtir. Fræði grasalækna oft tengd hjátrú Menn trúðu því líka að hver lík- amshluti væri undir stjórn ákveð- ins stjörnumerkis og hvert lækn- ingargras undir stjóm ákveðinnar reikistjörnu. Nútímalæknavísindi eru að mörgu leyti byggð á fræðum hinna fomu grasalækna. Flest venjuleg lyf sem framleidd em hjá lyfjafyrir- tækjum innihalda raunar eftirlík- ingar náttúrulegra efna og virku efnin úr hinum ýmsu fornu nátt- úrulyfjum em uppistöðuþáttur í mörgum algengum lyfjum í dag. Kínverjar, Japanar, Indverjar og indíánar Norður- og Suður-Amer- íku eiga sér langa hefð í grasalækn- ingum. Talið er að hefðbundnar kínverskar grasalækningar eigi sér Hjátrú og grasalækningar allt að 4000 ára sögu, bæði hafa grasalækningar verið kenndar þar með formlegum hætti en einnig er til alþýðleg hefð grasalækninga í Kína. Margar fjölskyldur búa til sín eigin grasalyf og uppskriftir af þeim ganga kynslóð fram af kynslóð. Hrá- efnið er vanalega þurrkað og oft em lagaðar súpur, seyði, eða efnið er unnið í piÚur, duft, áburð, heilsu- drykki eða te. í Kína og Japan hvetja stjómvöld til notkunar á grasalyfj- um og telst það eðlilegur þáttur í heilsugæslukerfi þjóðarinnar. Ævaforn læknalist Á Indlandi em grasalækningar hluti af hinni ævafomu ayur- vedísku („vísindi lífsins“) læknalist sem enn er víða stunduð. Þetta kerfi er sagt vera eitt elsta og víð- tækasta lækningakerfi í heimi. Ræturnar liggja til fomindverskrar menningar og heimspeki hindúa- siðar. Margt er sameiginlegt með ayurveda og kínverskri læknalist. Samkvæmt ayurveda er maðurinn smækkuð mynd alheimsins sem er skipt í fimm frumefni, rúm, loft, eld, vatn og jörð og í mannslíkam- anum samsvara þau skilningarvit- unum fimm, þ.e. heyrn og sjón og snerti-, bragð- og lyktarskyni og eins starfstækjunum fimm, hönd- um og fótum og tal-, meltingar- og kynfærum. Bæði í kínverskri læknalist og ayurveda skipta hug- myndir um lífsanda eða orku og jafnvægi í líkamanum miklu máli og er líkaminn talinn stjórnast af óefnislegum kröftum sem tengjast áþreifanlegu efni. Ayurvedískum aðferðum er beitt um allt Indland og víðsvegar í þróunarlöndunum og eru þær viðurkenndar af Al- þjóðaheÚbrigðismálastofnuninni. Austrænar grasalækningar hafa með rannsóknum í þúsundir ára orðið að háþróaðri og flókinni fræðigrein. í kínverskri læknalist skiptir mataræði miklu máli við meðferð sjúkdóma og austrænir grasalæknar gefa fyrirmæli um leiðréttingar á matarvenjum og lífsháttum. Flestir grasalæknar telja að líkaminn starfi ásamt sál- inni og tilfinningunum að því að viðhalda því jafnvægi sem er for- senda góðrar heilsu og vellíðunar. Samkvæmt þessari heildrænu af- stöðu nota grasalæknar þekkingu sína á eiginleikum plantna til að koma jafnvægi í lífsorku sjúklinga sína, þannig að líkami þeirra geti læknað sig sjálfur. Læknavísindin telja það að líkami og sál séu að- skildar heildir. Brugðist er við sjúk- dómum og meinsemdum með að- gerðum sem eingöngu beinast að einkennum og að hinum sjúka lík- amshluta. í hefðbundum lækning- um er gefið andhistamín við of- næmi en i óhefðbundnum lækn- ingum er leitast við að finna orsak- ir vandans og snúast gegn þeim. Allir grasalæknar viðurkenna að skurðlækningar og lyfjagjafir séu gagnlegar undir vissum kringum- stæðum og að framfarir í nútíma- læknavísindum geti styrkt grasa- lækningar og öfugt. í raun getur hver sem er búið til áhrifarík grasalyf en svo er ekki mælt með nema að viðkomandi búi yfir sérþekkingu á þessum efnum eða hafi fengið nákvæmar leiðbein- ingar frá fagaðila. Lækningajurtir fást í heilsuvöruverslunum og sér- verslunum. Þær má kaupa í tepok- um eða sem pillur, hylki, duft, seyði og mixtúrur sem og áburði og smyrsli, en fyrir alla muni skal bera allan heilsufarsvanda undir lærðan grasalækni eða venjulegan lækni áður en meðhöndlun lyfjanna hefst. Grös geta verið mjög kröftug og í of stórum skömmtum geta þau verið eitruð, því verður að með- höndla þau rétt ef þau eiga að koma að gagni. Stjörnuspó Vatnsberinn (20.jan.-1s. febr.) Bestu eiginleikar þínir fela í sér sérstöðu og eru ekki alltaf það sem fólkið í kringum þig sér í fari þínu. Efldu hæfileika þína sjálf/ur. Fiskarnirr?9. fébr.-20. mars) Þú ert minnt/ur á að leyfa öðrum að leggja orð í belg næstu daga af einhverjum ástæðum. Hlutleysi á sannarlega rétt á sér en það ætti ekki að vera ráðandi í lífi þínu. Ekki setja möguleikum þínum takmörk. ®Hrúturinn (21.mars-19.aprn) Ekki gleyma áætlunum þín- um og gakktu fyrr en síðar í verkefni sem þú hefur látið sitja á hakanum lengi vel. Þér er ráðlagt að nota stolt þitt á jákvæðan máta til að efla þitt innra jafnvægi. Ekki ýta verkefnum líð- andi stundar frá þér því þá áttu á hættu að gleyma að takast á við þau. NaUtið (20. april-20.mai) Um þessar mundir hefur þú geysilega þörf til að sýna þínum nán- ustu mikla ást. Þú hefur tileinkað þér að hætta að hugsa stöðugt til fortíðar og eflir styrk þinn meðvitað með því að upplifa nútímann frjáls og óháð/ur. ©WlbUMM (21.mal-21.júni) Þú munt finna fyrir þægilegu jafnvægi í dag og næstu daga ef þú til- einkar þér milliveginn og innra jafn- vægi. Ekki óttast framtíð þína því götur þínar eru greiðfærar. ffadbbm (22. júni-22.júli) Ekki hika við að læra að koma í veg fyrir að aðrir kenni þér það sem þú þráir að kynnast þessa dagana. Krabbinn vill sannarlega vera elskaður og ætti að leyfa sér að upplifa sanna | ást án skilyrða. l]Óf\\b(23.júli-22.ágúst) W Skynjun þín er næm um þessar mundir og þú áttar þig á að- stæðum en væntir þess oftar en ekki að aðrir geri slíkt hið sama. Leyfðu þér að vera einlæg/ur. Níey'ján (23. ágúst-22.sept.) W Ef þú tilheyrir stjörnu meyju ættir þú að hlusta á hjarta og huga þegar kemur að tilfinningalegri ákvarð- anatöku sem þú stendur frammi fyrir. Hugsaðu fyrst og fremst um eigin hag. Vogill (23. sept.-23. okt.) Ekkert verður úr engu, kæra vog. Hér birtist jákvæð spenna og vellíðan sem virðist einkenna leið þína. Hvað innri líðan þína varðar, er komið að því að þú hugsir betur um þínar til- finningar og óskir. Sporðdrekinn fK0tr.-21.mr.) f Ef þú ætlar þér að breyta stöðu þinni og áherslum í lífinu ættir þú að framkvæma drauma þína og stuðla að almennri velllðan. Ef ástandið helst óbreytt munt þú standa þar sem þú ert í dag. Örlögin bíða eftir að þú gangirtil verks. Bogmaðurinn (22.n6v.-21.des.) Næstu daga munt þú takast á við verkefni sem þarfnast dugnaðar af þinni hálfu og þér er ráðlagt að gefa ekki eftir því hér er um tímabundið verkefni að ræða. Árangurinn er alfarið undir þér kominn. hm Steingeitin (22.des.-19.jan.) 'mW Leggðu áherslu á að nýta orkuna rétt. Þú mættir einnig leggja þig betur fram við að hlúa að sjálfinu. f SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.