Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 Fréttir OV Verkfæraþjófar Verkfæra- þjófar líta á Reykjanesbæ sem gullpott þessa dagana enmiklar framkvæmdir eru í bæjarfé- laginu. Ekki hefur mikið borið á verk- færaþjófnaði upp á síðkastið en í fyrradag komu verka- menn að nýbyggingu í ná- grenni við Stapafell á Reykjanesi en þar hafði ver- ið brotist í læsta kistu. Úr henni var stolið þremur hleðsluborvélum, höggvél, slípirokk, jámsög, límbyssu og tveimur herslulyklum. Þjófnaðurinn átti sér stað um helgina en lögreglan veit ekki hver var að verki. Verðbólgan mælist4,2% Verðbólgan mælist nú 4,2% gangi verðbólguspá greiningardeildar íslands- banka eftir. Áfram verður verðbólgan því yfir effi þolmörkum markmiða Seðlabankans (4%) og langt yfir 2,5% verðbólgu- markiniði hans. Um er að ræða 23.mánuðinn í röð sem verðbólga reynist umffarn markmið bank- ans. Útlit er fyrir 0,9% hækkun vísitölu neyslu- verðs á milli febrúar og mars. Útsölulok hafa mikil áhrif til hækkunar og spá- in gerir ráð fyrir talsvert meiri áhrifúm til hækkun- ar en reyndust í fyrra, enda hafa útsöluáhrifin reynst meiri í ár en áður. UmrœÖan um harnavœndi? m Geir Ólafsson söngvari „Mér finnst öll umræða nauð- synleg og systurnar í Blátt áfram sem eru að vekja at- hygli á þessu með auglýsing- um í fjölmiðlum eru I mlnum huga algjörar hetjur. Þegar sjónvarpsþátturinn Kompás sat fyrir perrunum sem þar komu fram þá sá ég vel hversu mikil þörfer á þessari um- ræðu. Viö þurfum að vernda börnin okkar og þó að auglýs- ingarnar séu sláandi þá koma þær fólki til að hugsa. Stund- um þarfað slá fólk til þess að _________það hugsi." ______ Hann segir / Hún segir „Ég vil upplýsa börnin mln og finnst falleg hugsun og mark- mið að vernda bernskuna. Ég fletti hrattyfirauglýsingarnar frá Blátt áfram I Ijölmiðlum þvl þær snertu mig og fyrst I stað átti ég erfitt með að átta mig á því hvernig ég ætti að taka þeim. En það er tilgangur svona auglýsinga að ýta við fólkisvo það veiti þeim athygli og ég geri mér grein fyrir mik- ilvægi þess að vara börnin við hættunni. Það á að tala um þessi mál við börnin þó það sé óþægilegt. Halla Margrét Jóhannesdóttir söngkona [ Felgulykill Stórhættulegt vopn varnotað I árásinni Pétur Áskell Svavarsson er ákærður fyrir að hafa lamiö Freygarð Jóhannsson meö felgulykli í fyrirtæki hans í ágúst á síðasta ári. Aðalmeöferð málsins fór fram í Héraösdómi Reykjaness í gær. Freygaröur sakar iyrrverandi konu sína og dótt- ur liennar. Sólveigu Guðjónsdóttur um aö eiga sök á árásinni. Sólveig er vinkona Péturs Áskels og _ _ dóttir fyrrverandi sambýiiskonu Freygarös. Brk m Hún segir aö Freygarður ljúgi en hann lief- 10" IP | ur áöur veriö dæmdur fyrir líkamsárás á LJ! I bróður hennar og móöur þegar hann ■r * ii 18 8188 8 var í san mömmu hennar, Freygarður varð fyrir sérstaklega hættulegri líkamsárás í ágúst á síðasta ári þegar Pétur Áskell Svavarsson lúbarði hann með felgulykli og fór aðalmeðferð málsins fram í gær. Freygarður seg- ir að Pétur Áskell hafi ráðist á sig út af fyrrverandi konu sinni en Sólveig og Pétur Áskell eru góðir vinir. „Hann var að hóta fjölskyldunni," segir Sólveig Guðjónsdóttir sem er dóttir Stepönku Maríu Vavrickova en hún var í ofbeld- isfullri sambúð með Freygarði Jóhannessyni. „Þessi maður er djöfull í manns- mynd," segir dóttir Stepönku og vin- ur Péturs. Hún segir að hvorki hún né bróðir hennar hafi sent Pétur Áskel til þess að lemja Freygarð, hún segir að hann hafi bara fengið nóg af því hvernig Freygarður hafi verið að fara með fjölskylduna. Hún segir að Freygarður hafi verið að koma upp- dópaður heim og að hann hafi gert fjölskyldulífið að hreinu helvíti. Hræðileg sam- búð „Bróðir minn var að reyna að bjarga móður minni," segir Sól- veig en Freygarð- mifin var að reyna að bjarga móður minni." ur var dæmdur í 60 daga fangelsi fyr- ir líkamsárás á hendur bróður henn- ar síðasta haust. Sólveig segir að bróðir sinn hafi verið að reyna að vernda móður hennar ffá frekari barsmíðum Freygarðs þegar þeim lenti saman. Freygarður var einnig dæmdur fyrir að leggja hendur á móður Sólveigar en ekki gerð nein sérstök refsing í því máli. Heppin að lifa „Ég hélt að þetta yrði mitt síðasta," sagði Freygarður í viðtali við DV á síðasta ári -- vegna alvarlegrar árásar *' þegar Pétur Áskell kom inn á verk- stæði Freygarður Jó- hannsson Var mjög illa farinn eftir árásina. Frey- garðs í Kópavogi. Freygarður segir að hann hafi slopp- ið út af verkstæðinu með erfiðis- munum og það hafi hreinlega orðið sér til lífs. Hann segir að Sólveig hafi keyrt Pétur Áskel til sín en hún neit- ar því sjálf. Hús rót deilunnar „Hún var ósátt við það hvemig við skiptum húsinu okkar," segir Freygarður sem telur ósætti út af húsi hans og fyrrverandi konu hans vera rót árásarinnar á hann. Frey- garður segir að hann hafi ekki fylgst mikið með réttarhöldunum en von- ar að réttlætið sigri að lokum. Frey- garður segist ekki útilokað að hann fari í mál gegn fyrrverandi konu sinni. Hann telur að gmndvöllur sé fyrir slíku máli. valur@dv.is Hamraborg Árásin átti sér stað inn í Hamra- borginni Komin heim úr hvildarferð Dorrit við góða heilsu Dorrit Moussaieff forsetafrú er við góða heilsu og hefur náð fyrri kröftum eftir að yfir hana leið við af- hendingu íslensicu bókmenntaverð- launanna á Bessastöðum fyrir skemmstu. „Forsetahjónin bmgðu sér í fyr- irfram ákveðna ferð og em nú kom- in heim," segir örnólfur Thorsson forsetaritari. „Dorrit er við ágæta heilsu og líðui bara vel. Hún dvelur nú á Bessastöðum," segir forsetaritari. Gestir á Food & fun sælkerahá- tíðinni í Reykjavík fylgdust með Dor- rit snæða kvöld- verð með forset- anum, eigin- manni sínum, á Apótekinu í Póst hússtræti á laugardagskvöldið. Var þá bjart yfir Dorrit og bar hún alls engin merki þreytu. Hefur hvfldin ber- sýnilega gagnast henni vel og snýr hún því aftur til skyldustarfa sinna eins og ekkert hafi í skorist. Dorrit Moussaieff Úthvild og hress á Bessastöðum. Hraðakstur er algengari þegar dag tekur að lengja og akstursskilyrði eru betri Eins og kýr Hlýindin sem hafa verið undanfar- ið víða um landið hafa gert það að verkum að lögreglan á þjóðvegum landsins hefur haft nóg að gera við að stoppa ökumenn fyrir of hraðan akst- ur. Lögreglan á Hvolsvelli segir að lflcja mætti sumum bflstjómm við kýr sem sleppt er út á vorin í ákafa sínum að komast á milli staða. Einnig segir lög- reglan á Akranesi að síðasta vika hafi verið annasöm og sektaði hún 34 öku- menn fyrir of hraðan akstur. „Um leið og sólin fer að skína og birtan verður meiri fer bensínfótur manna að þyngjast," á vorin segir Gils Jóhannsson lögreglumaður á Hvolsvelli. Hann segir að hraðakstur hafi aukist og nýlega stoppaði lögregl- an á Hvolsvelli með hálftíma millibili tvo ökumenn sem vom á rúmlega 130 kílómetra hraða á klukkustund. „Fólk tapar dómgreindinni þegar sól skín í heiði og fólk slær í klárinn eins og við segjum hér í sveitinni," segir Gils. Hann segir að það sem geri það að verkum að ökumenn keyri hraðar séu betri akstursskilyrði en það sé lika vill- andi að skilyrðin séu betri. „Sólin er ennþá svo lágt á lofti að þegar keyrt er á móti sól blindast ökumenn gjaman og þá er oft hætta á að þeir keyri á bú- fénað." Gils segir að stundum sleppi hross úr girðingum og þá ráfi þau um veginn og er hætta á að þau verði keyrð niður þegar ökumenn blindast af sól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.