Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS2006 Lífsstíll DV Sulta og gott gúmmu- laði um helgar Morgunstund Ardís Ólöf Víkingsdóttir söngkona „Ég fæ mér rautt LGG og létta abt-mjólk með ferskjum, hind- berjum og músll og einhvem ávöxt. Til dæmis banana," svar- ar Ardís Ótöf Ijúf. Talið berst síö- an að helg- unum og hvað hún fái sérþegar hún hef- ur nægan tíma:„Þá fer ég I bak- arlið og fæ mérgott brauð,“ svarar hún og heldur áfram: „Sultu og gott gúmmulaði. Eitt- hvað sætt og gott. Það er nefni- lega svo gaman að gera sér dagamun." Ingvar H. Guðmundsson Matur Gómsætt taco s § Mexlkóskur matur hentar vel þegar þú vilt bjóða upp á bragðgóða rétti sem skapa skemmtilegt andrúmsloft við matarborðið. Mexíkóskur matur er oft- ast einfaldur I matreiðslu og hentar vel alla daga vikunnar. Grænmetis-tacos Uppskrift fyrir sex: Um 1 kg blandað grænmeti að eigin vali, t.d. paprika, laukur, kúrbitur o.fl. 12 stk. Santa Maria Taco-skeljar 1 pkn. Santa Maria Taco Seasoning Mix I krukka Santa Maria Chunky salsasósa I20gr.rifinnostur Ólifuolía Forhitið ofninn 1230 'C. Setjið bökunar- pappir á ofnplötu. Setjið niðurskorið grænmetið í stóra skál og hellið smá óllfuoliu yfir. Setjið siðan kryddið útáog hrærið vel I. Setjiö grænmetið á ofnplötuna og setjið hana neðst í ofninn. Bakið 112 til 15 min. Setjið salsasósu I taco-skeljarnar og hit- ið þær iofni 11 til 2 mín. Eldri börn spyrja frekar: „Er þetta^ þitt hár?" eða „Ertu með hár- kollu?“tfonandi eiga þau svo síð- ar meir eftir að halda áfram að fara íleikhús í framtíðinni. ■ ■ ■■■ ■ Bornin skilja og skv Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikur Ronju Ræningjadóttur sem býr með foreldrum sínum og ræningjahópi í Matthíasar- skógi á sviði Borgarleikhússins. Það sem vakti athygli Lífsstíls var að hún syngur eins og engill. Okkur lék forvitni á að vita hvernig hún upplifir börnin sem áhorfendur. „Börnin eru næm og skilja það sem fram fer. Þau upplifa sorgina og gleðina af einlægni eins og þegar Skallapétur dó og þegar pabbi hennar Ronju hafnaði henni. Þau einfaldlega skilja og skynja þessar tilfinningar og taka virkan þátt í sýningunni." Þegar grænmetið er tilbúið setjið það ofan I taco-skeljarnar og að lokum setj- ið rifna ostinn ofan á. Berið fram strax. \ Góð kveðja, Ingvar NJOTTU LIFSINS með HEILBRIOÐUM LIFSSTIL „Það er rosalega gaman að leika fyrir börnin,“ svarar Arnbjörg Hlíf leikkona einlæg og viðurkennir að sama skapi að hún hafi leikið í þó nokkrum barnasýningum eins og Dýrunum í Hálsaskógi og Klaufum og kóngsdætrum. „Börnin eru næm og skilja það sem fram fer. Þau upplifa sorgina og gleðina af einlægni eins og þegar Skallapétur dó og þegar pabbi hennar Ronju hafnaði henni. Þau einfaldlega skilja og skynja þessar tilfmningar og taka virkan þátt í sýningunni. Það er töluvert erfiðara að ná ungu áhorfendunum heldur en þeim fullorðnu því ég heyri ef það er ekki einbeiting í salnum," segir hún og hugsar sig eilítið um og heldur áfram: „Það er ofsalega gaman að sjá hvað börnin lifa sig inn í sýning- una eins og í Ronju. Til dæmis á dramatískustu mómentunum og þegar við flytjum rólegu söngvana, þá sitja þau dolfallin og fylgjast með af kostgæfni." Syngur eins og engill „Ballet, skíði, skautar, kórstarf og klarinett. Ég var nánast í öllu sem barn. Það var prógamm alla daga. Ég hóf tónlistarnám snemma. Það er líka margt söngfólk í fjöl- skyldunni minni og því byrjaði ég fljótt að syngja. Elín Sigurvinsdóttir söngkennari kenndi mér söng í Leiklistarskólanum. Alveg frábær söngkennari. Hjá henni fékk ég góða þjálfun fyrir framhaldið. Ann- ars hef ég í gegnum tíðina meira verið í dramatík og þannig verkum og ekki alltaf sagt já við sönghlut- verkum sem hafa boðist. Vonandi fer ég að gera meira af því, mér finnst svo gaman að syngja,“ segir hún og hlær skemmtilega við frá- sögnina. Tekur á að leika Ronju „Það er mikilvægt að vera í góðu formi í hlutverki Ronju því það er mikið af tröppum á sviðinu. Leik- myndin er 4 metra há og ég er hopp- andi og klifrandi endalaust. Dans- andi, syngjandi og grátandi. Já, hlut- verkið er krefjandi og það líkamlega líka. Til dæmis síðasta sunnudag eft- ir tvær sýningar í röð hélt ég að ég yrði ekki eldri daginn eftir," segir hún og skellihlær en bætir við: „En með íþróttirnar og dansgrunninn að baki er ég í góðum málum." Ungir leikarar á sviðinu með Ronju „Krakkarnir sem leika í sýning- unni eru yndislegir að starfa með. Þeir leika grádvergana og kalla mig aldrei annað en Ronju,“ segir hún hlæjandi og bætír við: „Líka þegar ég mætí í vinnuna þá kalla ungu leikar- arnir: „Ronja!" Ótrúlega sætt. Allur leikarahópurinn, leikstjórinn og þeir sem að þessu koma eru frábært fólk. Það er nefnilega aldrei hægt að gera vel nema allir vinni saman. Leikshús er alltaf hópvinna." Enginn glamúr heldur einfaldleiki „Ákveðið var að halda grunnin- um og fylgja sögunni eftír en ekki skapa glamúr á sviðinu. Ræningjalíf- ið er jú einfalt. Ræningjarnir lifa á nátttúrunni og eru alltaf í sömu skítugu fötunum. Börnunum líkar það og skilja. Ég fæ stundum að hitta börnin og ræða verkið eftír sýning- arnar. Það er virkilega gaman að finna að þau elska karakterana í leik- ritinu. Börnin hlaupa upp í fangið á mér og gefa óendanlega hlýju og endalaust traust því þau trúa og upplifa að ég sé Ronja í raunveru- leikanum. Það þykir mér vera alveg rosalega skemmtilegt og gefandi. Eldri börn spyrja frekar: „Er þetta þitt hár?“ eða „Ertu með hárkollu?" Vonandi eiga þau svo síðar meir eft- ir að halda áfram að fara í leikhús í framtíðinni. Mikilvægt að kynna fyr- ir börnunum töfra leikhússins. Ég gleymi því til dæmis aldrei þegar ég fór fyrst í leikhús." elly@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.