Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR I. MARS 2006 Fréttir DV Bandarískur lax horfinn „Náttúruverndarstofn- anir sem bera hag laxa- stofna á austurströnd Bandaríkjanna fyrir brjósti hafa nú síðustu vikurnar lýst því yfir að þeir telji að baráttan fyrir því að vernda Atlantshafslaxinn í Maine-fylki sé að stórum hluta töpuð," segir á vefsetri Stanga- veiðifélags ís- lands. „Snemma árs 2001 lýstu þarlendir vísindamenn því yfir að þarlendir stofnar Atíantshafslaxa væru í út- rýmingarhættu og nú fimm árum síðar er barátta sem kostað hefur skattgreiðend- ur um tuttugu milijónir bandaríkjadollara talin nánast töpuð." Ákvörðun frá Alcoa í dag Álfyrirtækið Alcoa mun gefa frá sér yfirlýsingu í dag varðandi áhuga fyrirtækis- ins á áframahaldandi skoð- un á álversframkvæmdum á Norðurlandi, auk þess að lýsa yfir ákvörðun um stað- arval þar sem Akureyri, Húsavík og Skagafjörður hafa verið til skoðunar. Gera má ráð fyrir því að Alcoa haldi öllum mögu- leikum opnum í yfirlýsingu sinni og lýsi yfir áhuga á því að fara lengra í undirbún- ingsvinnu á mögulegum ál- versframkvæmdum. Ljóst er að mikill hvati er til fjár- festinga í áliðnaði enda er heimsmarkaðsverð á áli í hæstu hæðum, en það hef- ur t.a.m. hækkað um 1000 dollara frá byrjun árs 2002 eða um 72%. Greining KB banka segir frá. „Það liggur á að jafna réttar- stöðu ............... __ Hvað liggur á? hneigðra og gagnkynhneigðra á Islandi/'segir Hrafnkell Tjörvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Samtak-anna ‘78.„En það stefnir allt I rétta átt. Annars liggur mér á núna að komast I bankann fyrir lokun." Glæsilegt úrval af handsmíðuðum íslenskum skartgripum (ÍÁR^\ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 sími 561 1300 upp á sig. Grunur leikur á að þeir séu þátttakendur í umfangs mikilli framleiðslu amfetamíns hér á landi. Talið er að frum- vinnsla efnanna fari fram í Litháen en amfetamínið sé svo fullunnið hér á landi. Heildarverðmæti efnnanna sem lög- reglan hefur lagt hald á í málinu undanfarnar vikur er um 50 milljónir króna. I Lundurí Kópavogi Hér fann lögreglan enn meira af amfetatamini i fljótandi formi. Lögreglan í Reykjavík hefur færst enn nær því að upplýsa lit- háíska smyglmálið sem verið hefur í rannsókn síðustu vikur. Nú fyrir skömmu fundust tvær flöskur til viðbótar við þær sem gerðar voru upptækar á Keflavíkurflugvelh í í byrjun mánaðarins. Samanlagt virði efnanna sem lögregla hefur lagt hald á er áætlað um fimmtíu milljónir króna. Það gerir málið eitt það stærsta sinnar tegundar á íslandi. Litháísk mafía á íslandi Fíkniefnalögreglan rannsakar nú hvort um skipulagða neðan- jarðarstarfsemi á dreifmgu am- fetamíns á íslandi sé að ræða og hvort mikið magn þess komi frá Litháen. Hafa nú þegar verið handteknir nokkrir einstaklingar frá Litháen sem tengjast inn- flutningi og fram- leiðslu á am- / fetamíni hér á / landi. Hugsanlega / gæti verið um að / ræða litháíska mafíu / eins og DV greindi frá / síðastíiðinn mánudag. / Gæsluvarðhaldsúr- • ____ . skurðurinn yfir Arvydas i morgun, Samkvæmt Lögreglan komst á snoðir um málið þega Saulíus Prúsinskas var handtekinn á Keflavikurflugvelli snemma í febrúar með 1,5 lítra af hreinu amfetamíni í vökvaformi. Skömmu síðar handtók lögreglan Arvydas Maciulskis, annan Litháa sem búsettur er í Kópavogi, en hann er talinn tengjast smyglinu. Báðir voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. I kjölfar gæsluvarðhaldsúr- skurðarins var gerð húsleit hjá Arvydas. Kona hans, Daiva, var svo úrskurðuð í farbann. Ekkert mark- vert fannst við húsleitina. En lög- reglan gafst ekki upp og við aðra húsleit nú fyrir skömmu komu í leitirnar tvær nýjar flöskur af fljót- andi amfetamíni, svipaðar þeim sem Saulíus var tekinn með í byrjun mánaðarins. Tíu kíló af amfetamíni Það magn af fljótandi amfetamíni sem lög- reglan hefur gert upp- tækt í málinu hefði við eðlilega með- ferð getað orðið að um tíu kíló- ------------ um af am- fetamíni í und irheimum Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum i DV er markaðsverð á hverju grammi um 5 þúsund krónur þannig að söluandvirði efnisins hefði orðið um 50 milljónir ís- lenskra króna. Amfetamín Heildarandvirði efnanna talið um 50 milljónir. Tomas Malakauskas Talinn tengjast lithálsku mafíunni. Mál Litháanna Sauiíus Prúsinskas og Arvydas Maciulskis vindur enn Einar S. Jónsson telur að verðbólan á fasteignamarkaðinum muni springa Fasteignamarkaðurinn hrynur eftir þrjú ár Einar S. Jónsson fasteignamats- maður telur að verðbólan á fast- eignamarkaðinum muni springa á næstu árum og verð á íbúðum hrynja í kjölfarið. „Þetta gerist eins og þegar snjóbolti rúllar niður brekku, hægt og rólega fyrst en síð- an með auknum hraða," segir Ein- ar. „Að mínu mati mun markaður- inn svo hrynja eftir um þrjú ár og verð á íbúðum þá verða allt að helmingi lægra en það er nú." Einar segir að fasteignasalar hafi mokað út íbúðum á undan- förnum tveimur árum í skjóli bankanna og þannig haldið uppi háu íbúðaverði. Nú séu hins vegar öll teikn á lofti um að íbúðaverð sé á niðurleið. „Ráðstöfunartekjur al- mennings standa ekki lengur und- ir því verði sem er á íbúðum í dag og því munu kröfur á hendur stjórnvalda og atvinnurekenda um hærri laun aukast á næstu árum umfram það sem þyrfti að vera. Þess ber líka að geta að fjöldi kaup- enda lendir í því að gera ekki ráð fyrir viðgerða- og viðhaldskostnaði við eignir sínar sem eykur enn meira á fjárhagsvanda þeirra." Á vefsíðu Félags fasteignasala kemur fram að reiknað sé með að í ár muni draga úr hækkunum á fasteignaverði frá því verið hefur síðastliðin tvö ár. Á árinu 2005 hækkaði íbúðaverð á höfuðborgar- svæðinu um 31% en hækkunin á árinu 2004 var 23,3%. „Nokkuð hefur þó dregið úr hækkunum og má búast við mun minni hækkun- um á árinu 2006,“ segir á vefsíð- unni. Telur félagið að komið sé ágætisjafnvægi á fasteignamarkað- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.