Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 13
0V Fréttir MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 13 Heimilda- mynd um nýbúa Æskulýðsskrifstofa Hafn- arfjarðar er að vinna að því í samstarfi við Eyrúnu Ósk Jónsdóttur að setja upp fjöl- menningarlega leiksýningu fyrir hátíðina „Bjarta daga" í bæjarfélaginu en búist er við því að sú vinna hefjist í vor. Það sem þykir þó merkilegra er að æskulýðsskrifstofan hyggst framleiða heimilda- mynd um stöðu og réttindi nýbúa í Hafnarfirði en ekki er vitað hvenær hún kemur út. Fjöldi innflytjenda í Hafnarfirði hefur aukist á síðastliðnum árum og gera má ráð íyrir að í Hafnarfirði búi ríflega 1000 manns af er- lendum uppruna. Klífatanka Björgunarsveiún í Þor- lákshöfti ætlar að koma upp klifur- og sigaðstöðu í görnlu hráefnistönkunum við Hafnarskeið 8. Tankarnir tveir, sem em hver um sig 230 fermetrar og um 15 metra háir, vom upphaflega í eigu fiskbræðslunnar og hafa sárasjaldan verið not- aðir. Nú undir lok síðasta árs þegar fiskvinnslufyrirtækið Hólmaröst ehf. eignaðist tankana ásamt Hafnarskeiði 8 ánafnaði fyrirtækið björg- unarsveitinni þá að því er fram kemur á sunnlenska.is. ■ Metí hlutabréfa- viðskiptum Aldrei hefur meira verið keypt af erlendum verðbréf- um síðan kerfisbundið var byrjað að safna upplýsing- um um erlend verðbréfa- kaup, eftir því sem fram kemur hjá greiningardeild Landsbankans. Á öllu síð- asta ári námu kaupin 71,2 miUjörðum sem var fimm- falt hærri upphæð en á ár- inu 2004. í janúar námu nettókaup íslenskra ijárfesta í erlendum verðbréfum 33,5 milljörðum króna en í janú- ar á síðasta ári námu erlend verðbréfakaup 2,5 milljörð- um króna. Að mati greining- ardeildar Landsbankans mun hátt gengi krónunnar hafa í för með sér mikil við- skipti inniendra aðila á er- lendum verðbréfum. Þingmenn Samfylkingar í Norðurkjördæmum telja að álver eigi að rísa á Norður- landi. Anna Kristín Gunnarsdóttir segir þingflokkinn hafa ályktað um að svo ætti að vera. Kristján Möller segist hlynntur stóriðju fyrir norðan ef aðrir kostir bjóðist ekki. Ingbjörg Sólrún Gísladóttir segir ekki útséð um hvort álver rísi á Norðurlandi eða Suðurlandi. Anna Kristín Gunnars- dóttir Samfylkingin hefur ályktað um að rnesta ál- ver eigi að rlsa á Norður- landi, segir þingmaðurinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar ann- ars vegar, og Anna Kristín Gunnarsdóttir og Kristján Möller, þingmenn flokksins úr Norðurkjördæmunum tveimur hins veg- ar, eru ósamstiga í afstöðu til stóriðju á Norðurlandi. „Ég vísa til samþykktar þing- flokks Samfylkingarinnar þar sem fram koma þær forsendur sem við teljum að þurfi að uppfylla til að hægt sé að ráðast í frekari álvers- framkvæmdir hér á landi, hvort sem það er norðanlands eða sunnan," segir Ingibjörg Sólrún um afstöðu sína til þess að álver verði reist á Norðurlandi. Segir einhug um Norðurland Flokkssystir Ingibjargar í Norð- vesturkjördæmi, Ánna Kristín Gunnarsdóttir, túlkar þessa ályktun þingflokksins á annan hátt. Einhug- ur sé um staðarval í þingflokkn- „Mér finnst að næsta álver og þetta eina sem við höfum örugglega pláss fýrir á íslandi eigi að koma á Norðurlandi. Það er engin spurning um það og Samfylkingin hefur reyndar ályktað í þá veru,“ segir Anna með vísan í umrædda ályktun þingflokksins þar sem meðal annars segir: „Stóriðju sé valinn staður þar sem líklegt er að hún hafi veruleg, já- kvæð áhrif á byggðaþróun og sé í fullri sátt við heimamenn." Norðurland nefnt á fundi Þetta orðalag í ályktuninni segir Anna ótvírætt fela í sér að Samfylk- ingin vilji að næsta álver verði á Norðurland jafnvel þótt sá lands- hluti sé ekki nefndur á nafn: „Þetta er náttúrlega sama sem Norðurland. Það er alveg klárt að álver á höfuðborgarsvæðinu til dæmis myndi ekki hafa já- kvæð áhrif á byggðaþróun," segir Anna sem segist ekki muna hvers vegna ekki sé ' þá sagt „Umræðan varnátt- úrlega þannig að við erum að tala um Norðurland." berum orðum í ályktuninni að átt sé við Norðuland: „Umræðan var náttúrlega þannig að við erum að tala um Norður- land,“ fullyrðir Anna. Stóriðja betri en ekkert Kristján Möller, þingmaður Sam- fylkingar í Norðausturkjördæmi, segist vera hlynntur allri at- vinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. „Ef við eigum ekki aðra kosti en stóriðju fellur hún undirþað,'1 um málið þar til betur sé komið í ljós hvað menn hyggist fýrir. „Það er vá fyrir dyrum ef fólki heldur áfram að fækka á landsbyggðinni. Það verða ekkert minni náttúruspjöll en hvað annað," segir Kristján. Ingibjörg Sólrún vísar ennfremur til þess að þyngst muni vega skuld- bindingar íslendinga með Kyoto- bókuninni, umhverfissjónarmið í tengslum við virkjanir, viðunandi raforkuverð og áhrif á hagkerfið. „Á öllu þessu þarf að fara fram ná- kvæmt og yfirvegað mat áður en tek- in er afstaða til einstakra fram- kvæmda," ítrekarhún. gar@dv.is segir Kristjan sem kveðst tregur til að tjá sig mikið nánar m Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kveður staðarvai nýs álvers þurfa að kanna betur. Kristján Möiler Hlynntur stóriðju á Norðurlandi ef annað býðst ekki. afsláttur afvinnu við smur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.