Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Blaðsíða 15
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 15 Keypturfyrir pylsur Rúmenski knattspymu- maðurinn Marius Cioara hefur ákveðið að hætta knattspymuiðkun eftir að hafa verið keyptur til fjórðu- deildarliðsins Regal Homia fyrir 15 kílógrömm af pyls- um. Áður lék Cioara með annarrar deildar liðinu UT Arad, en átti í erflðleikum með að komast leikmanna- hóp liðsins. Hann segir söl- una hafa verið afar niður- lægjandi. „Þetta var hrikaleg niðurlæging. Ég hef ákveðið að flytja til Spánar, þar hef ég fengið vinnu á búgarði." Ránið enn rannsakað Lögreglan í Kent á Englandi er enn á fullu að rannsaka ránið í peninga- geymslu sem framið var fyrir viku. 12 lögreglubílar sáust fyrir utan bóndabæ, ekki langt frá ránstaðnum. Fjöl- skyldu ffamkvæmdastjóra peninga- geymslunnar var haldið í gíslingu á bóndabæ, en ekki var vitað hvarhann væri. Því gæti verið að þetta sé sá bær. Einnig stöðvaði lögregla sendiferðabíl á hraðbraut í Kent og leitaði í bílnum. Ránið er enn óupplýst. Fjallaljón í bakgarði Fjallaljón var skotið með deyfilyfjum eftir að það sást á vappi í bæ í Kaliforníu. Ljónið hafði ekki ráðist á neinn, en gripið var til ým- issa varúðarráðstafana, til dæmis var .einum skóla í bænum lokað. Ljónið var skotið í bakgarði, þar sem það faldi sig. Þjóðgarðs- vörður frá Angeles-skógin- um skaut ljónið. Sam- kvæmt mönnum þar á bæ eru árásir fjallaljóna á menn þarna mjög fátíið. Alls hafa 13 ljón ráðist á 15 manneskjur frá árinu 1890. Bloggsímar Sony Ericsson hefur kynnt tvær nýjustu afurðir sínar. Um er að ræða K800- og K790-símana. Bilið á milli farsíma og stafrænna myndavéla er óðum að minnka. Báðar tegundir símanna verða með 3,2 milljóna pixla myndavél. Auðvelt verður að setja myndimar á netið í gegnum Blogger-forrit frá Google. Eigendur símanna geta auð- veldlega komið sér upp bloggsíð- um. Einnig er hægt að tengja símana beint við prentara. Önnur nýjung er sú að hægt er að láta símann taka níu myndir í einu og velja þá bestu. Uppboðsvefurinn eBay býður upp á mikið úrval vara sem tengjast fuglaflensunni. Allt frá stafrænum bókum til bola sem eru með fyndin skilaboð. Greinilegt er að margir hræðast útbreiðslu fuglaflensunnar. Fólk víðsvegar um heim óttast fuglaflensuna. Telja sumir að þetta verði heimsfaraldur sem muni draga marga til dauða. Þeir hræddu keppast við að byrgja brunninn; koma sér upp hlutum sem verða nytsamlegir, breiðist faraldurinn út. Þessa hræðslu má berlega sjá á uppboðsvefnum eBay. Óteljandi vörur tengjast fuglaflensu á vefnum. Allt frá lyfjum til sérútbúinna pakka, til þess að lifa af fuglaflensuna. Hægt er að kaupa ýmsar bækur og tímaritsgreinar sem fjalla um fuglaflensuna. Heimildamyndina Super Flu er einnig hægt að kaupa. Hún fjallar um hætturnar sem steðja að mannkyninu. Verðið bókunum er mismunandi, ódýrustu bækurnar er að fá fyrir 3nn nl 400 krónui en þær eru á staf- rænu formi. Hvernig á að komast af? Hægt er að kaupa ýmiskonar sér- útbúna pakka sem gera fólki kleift að lifa af, brjótist faraldurinn út. Fyrir rétt tæpar 4.500 krónur er hægt að kaupa einn slíkan pakka. Innifalið í verðinu eru 100 einnnota hanskar, tvær 75 millítra flöskur af sótthreins- andi handkremi og 20 grímur sem hylja andlitið. Á síðunni eru skýr skilaboð frá seljanda: „Ekki halda að við séum að þessar ódýru, kín- versku grím- ur." Einnig eru skilaboð um að farald- urinn muni breiðast út og verða hættu- legur, einskonar hræðsluáróður. Fyrir tæpar 190 þúsund krón- ur er hægt að kaupa mat sem dugar einni manneskju í heilt ár. Um er að ræða máltíðir sem hafa áður verið eldaðar og er auðvelt að gera tilbún- ar. Aðalréttir eru dýrindismáltíðir á borð við grillaðan Texas-kjúkling, teriyaki-kjúkling, svepparétt með grænmetum og nautakjöt. Allir aðal- réttir koma með meðlæti og eftir- réttum. á milli himins og jarðar Á uppboðsvefn- umeBayerhægtað kaupa allt á milli himins og jarðar. | Eitt ár Hérmá sjá matarbirgðir sem duga eiga í eittár. Allur varinn á Margir hræðast | fuglaflensuna og telja að best sé að hafa allan varann á. Þetta myndi telj ast vera frekar langt gengið. Enþóei betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Grín Sumirhræðast ekki fuglaflensuna, gera bara grín afhenni. f'Lj m 5ol *ií , m Grínið ekki langt undan Ekki eru allir hræddir við flens- una. Til dæmis er hægt að kaupa alls kyns boli með léttvægum skilaboð- um. „Ég held að ég sé með asísku fuglafrunsuna, ég meina -flensuna. Fjandinn þetta er nú þegar byrjað," stendur á einum bolnum sem hægt er að panta. Hann kostar rétt rúm- lega 900 krónur. Einnig er hægt að kaupa styttu af franskri önd og tekur seljandinn skýrt fram að öndin sé ekki sýkt af fuglaflensu. Sömu skilaboð fylgja með salt- og piparstaukum sem hægt er að kaupa. kjartan@dv.is SLAND 20% afsláttur af öllum vidburðum Concert ef greitt er með Mastercard á forsöludegi Mastercard FORSALA AÐGÖNGUMIÐA Á WWW.CONCERT.IS OG WWW.MIDI.IS OG í VERSLUNUM SKÍFUNNAR Mastén

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.