Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Side 27
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 27 Syni Lindberghs rænt Lesendur Á þessum degi árið 1932 var syni . flugmannsins fræga Charles Lind- bergh III rænt frá heimili sínu nærri Hopewell í New Jersey í Bandaríkj- unum. Sonurinn var nærri tveggja ára þegar ókunnir menn réðust inn í herbergi hans og tóku hann að kvöldi til. Mannránið varð að einu mesta sakamáli sinna tíma og vakti gífurlega athygli fjölmiðla. Það varð til þess að lög voru sett sem kváðu á um ólögmæti mannráns og viðurlög við því. Bruno Hauptmann var dæmdur fyrir glæpinn og tekinn af lífi, þrátt fyrir að halda sakleysi sínu fram. Margir hafa haldið því fram að sak- felling Hauptmann hafi verið eitt mesta óréttlæti í sögu Bandarfkj- anna, tilkomið vegna þrýstings á lausn málsins. Hann hafði þó í vörslu sinni lítinn hluta lausnar- gjaldsins sem greitt hafði verið. Sannanir fyrir því að rannsókn málsins var mjög ábótavant eru enn yfirgnæfandi. 12. mars fann vörubílstjóri nokk- ur lík barns um 7 km frá heimili Lindberghs. Líkið var flutt í líkhús þar sem Lindbergh-hjónin skoðuðu illa leikið líkið og staðfestu að um son þeirra væri að ræða, eftir um þriggja mínútna skoðun. Barna- í dag eru 17 ár síðan almenn sala á bjór var leyfð á íslandi. læknir sá sem hafði haft umsjón með barninu gat hins vegar ekki staðfest niðurstöðu foreldranna. „Ef einhver myndi bjóða mér tíu millj- ónir dollara gæti ég samt ekki stað- fest að þetta væri sonur hans." Þegar lögregla var komin í þrot með málið féll grunur á breska þjón- ustustúlku hjónanna. Eftir miklar yf- irheyrslur kom í ljós að hún hefði logið til um hvar hún hefði verið nóttina örlagaríku. Hún tók sitt eigið líf í kjölfarið. Ur bloggheimum Kunnuglegur Palme „Ég er ekki viss um að ég sé að kaupa þessar nýjustu fréttir af Palme-málinu. Sam- kvæmt þeim var for- sætisráðherrann skot- inn I misgripum afsmá- krimma. Nú geri ég mér grein fyrir að fólk á misauðvelt með að þekkja andlit - en fjandakornið, sá sem rekst á forsætisráðherra lands sins á gangi hugsar varla: IÞessi er eitthvað kunnuglegur - þá hlýtur hann að vera dílerinn sem ég ætlaði að skjótali Eða hvaðveitég?“ Stefán Pálsson - kaninka.net/stefan Safnaði hálfrí milljón „Jæja, uppboðinu er lokið. Það tókyfir tvo mánuði að klára öll mál tengd þessu átaki mlnu. Ég seldi nánast allt geisla- diska- og dvdsafnið mittásamt alls konar dóti, sem ég hafði litla þörf fyrir I mlnu lífí. íbúðin og geymslan mln eru aðeins tóm- legri en fyrir, en þó finn ég ekki mikið fyrir þvi að þetta dót sé farið. Sem segir ansi mikið um það hversu mikið afdrasli manni tekst að safna saman Igegnum árin. Ég fékk einnig frjáls framlög frá fólki I kringum mig og fólki, sem les þessa slðu og einnig gafég sjálfur aðeins meira en 15% afdesember laununum mfnum. Nið- urstaðan? Jú, ég safnaði samtals: 500.000 krónum.“ Einar Örn Einarsson - eoe.is Almenn kurteisi „hmmm. mikið finnst mér skrýtið að ástrós lilja sem sér um aðdáendasíðu silviu nætur spyr ekki einu sinni leyfís um hvort hún megi nota myndirnar mínar. ef mar fer á silvianótt.com. myndir. eft- irpartý silvíu. þar eru níu myndirafméren tvær afsilviu og öllu stolið afsíðunni minni. sko. ég veit að þegar maður setur eitthvað á netið er það farið og ekki I manns hönd- um en finnstykkur ekki almenn kurteisi að vera spurður leyfís? nú eða bara vera látinn vita. sérstaklega efþú ert svona skipu- lagður að vera með aðdáendasíðu birgittu og sílvlu sem fær fullt af heimskóknum.“ Elisabet Ólafsdóttir - raus.is/beta Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Umferðarmál í ólestri Baldur hríngdi: Umferðarmálin skipta mig miklu máli, en ég er atvinnubílstjóri. Und- anfarið hef ég verið að huga að al- gengum mistökum sem fólk gerir og hef reynt að festa þau á blað. Margir gera alvarleg mistök á hringtorgum. Þegar hringtorgin eru tvöföld, þá á innri akreinin réttin. Mér finnst þetta vera afar mikilvæg regla, sem alltof margir virða að vettugi. Annað sem fólk gleymir gjarnan er að á vinstri akrein á umferðin að ganga hraðar. Alltof margir eru að slóra á I Bætum umferðina Hægterað bæta I umferðina, ef allir taka höndum saman. akreininni sem er lengst til vinstri og tefja þar með alla umferð gríðarlega. Þetta getur verið afar hættulegt. Einnig vil ég bara brýna fyrir fólki að sýna almenna kurteisi á götum landsins. Maður græðir voðalega lít- ið á því að svína fyrir aðra, tapar voðalega litlu á að hleypa fólki. Eitt annað sem mér finnst ákaf- lega mikilvægt er hringtorgið við Nóatún. Þetta litla, hellulagða hringtorg. Já, þetta er hringtorg, þrátt fyrir að margir telji svo ekki vera. Fólk einfaldlega keyrir yfir þetta, eins og þetta sé bara hellu- lagður hingur á miðjum gatnamót- um, eins og þetta skipti engu máli. Fólk virðist ekki sjá skiltið sem stendur við hringtorgið og sýnir það skýrt og skilmerkilega að þetta sé hringtorg. Mér finnst að við eigum öll að taka höndum saman og bæta umferðina okkar. Þetta byrjar hjá okkur. Betrunarvist ekki refsivist Brynjar hringdi: Það hlýtur að skjóta skökku við að dæmdir glæpamenn sem vistaðir eru á Litla-Hrauni geti eins og ekkert sé rænt rúmri hálfri milljón í gegnum síma. Ég hélt að fangelsisvist ætti einmitt að :oma í veg fyrir að menn geti aldið áfram að ikaða samfélag- |ið. Ábyrgðin er hjá fangels- Litla-Hraun Brynjari finnst að fólk eigi að vinna vinnuna sína. um því þeir eru jú glæpamenn og margir eiga hugsanlega eftir að fremja glæpi þegar þeir sleppa aftur út þrátt fyrir að Litla-Hraun eigi að kallast betrunarvist en ekki refsivist. Einnig finnst mér það varhuga- Lesendur vert að hver sem er geti farið inn á reikninga ef þeir komast yfir leyni- númerið. Nafnið sem var á reikning- num var kvenmannsnafn og því með ólíkindum að gjaldkerinn skuli hleypa karlmönnum inn á reikning- inn vegna þess að þeii eru með þeita eina númer. Mér finnst bara að fólk eigi að fara að vinna vinnuna sína því öðru- vísi gerist svona lagað ekki. í gær voru gerð þau leiðu mis- tök að Dagur B. Eggertsson var titlaður formaður menningar- og ferðamálaráðs. Stefán Jón Haf- Haldiö til haqa steins er formaður ráðsins. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- Misskilningur olli því að rangt var farið með nafn annars eig- anda Rúmfatalagersins í grein DV í gær. Rætt var við Jákup Jacob- Haldið til haqa sen, en ekki Jákups Purkhús. Það leiðréttist hér, með afsökunar- beiðni til hlutaðeigandi. Kosningaloforð og svik Kristján skrífar. Þegar Reykjavíkurbúar ganga til kosninga á næsta ári munu flokk- amir leggja mismikla áherslu á flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vamsmýrinni. Eini flokkurinn með flugvallarmálin á hreinu að mínu mati er flokkur Frjálslyndra. Þeir vilja einfaldlega hafa flugvöllinn en em opnir fýrir umræðum um breyt- ingar á högum hans. Mikilvægi staðsemingar flugvallarins er of langt mál að fara út í að sinni, en ekkert kemur í stað hans sem auð- veldar landsbyggðarfólki aðgang að því hátæknisjúkrahúsi sem á að rísa í næsta nágrenni flugvallarins. Margir íbúar landsins hafa kallað flutning flugvallarins óskiljanlega frekju og í raun get ég tekið undir það, sem borgarbúi og kjósandi í Reykjavík. Hægt er að færa norður- suðurbrautina í suðurátt og lengja austur-vesturbrautina út í Skerja- fjörðinn. Þetta hafa sérfræðingar löngum bent á sem raunhæfan möguleika til lausnar málsins. En pólitíkusar stærstu flokkanna skella skollaeymm við og vilja ekki hlusta. Leiðin er fær og kostnaðarlítil mið- að við að flytja flugvöllinn í heild sinni. Það myndi efla miðbæinn og Reykjavíkurborg í heild og eina til- lagan sem vitibornir meim geta sameinast um. Ég skora á oddvita flokkanna að einbeita sér að þessari tillögu í stað þess að eyða tíma og peningum í hjáleiðir að þessari nið- urstöðu. isffliililst r. •‘•J'ftr- V.-v'^0 N.ifsS1. •trm^ t.f *fie Maður dagsins I Hreindís Ylva Garðarsdóttir Söngnemi og pikkolóflautuleikari sem stefnir d stórsigra I leiklistinni. Með pikkolóflautuna á vit ævintýra í leiklist Hreindís Ylva ber sérstakt nafit, en á bak við mikið nafn felst oft stór per- sónuleiki. „Ég komst að þessu tíu ára þegar ég keypti mér lyídakippu þar sem upplýsingar um afmælisdaginn minn vom áprentaðctr. Það var ekki þannig að pabbi fagnaði afinælinu mfnu og hugsaði til bjórdagsins um leið, því hann drekkur heldur ekki og mamma lítið sem ekkert," segir Hrein- dískímin. Hún ólst upp í sveitasælunni í Mosfellsdal og hugsar með hlýhug til þess tíma. „Það er hvergi fallegri né betri stað- ur til - maður er þar umvafinn óspilltri náttúm, hestum, hundum, köttum og kúm. Á meðan aðrir krakkar fóm á róló fórum við upp í fjall með nesti og gerðum okkur glaðan dag. Þama myndi ég vilja ala mín böm upp, þótt mig langi til að prófa það að búa í mið- bænum um einhvem tíma. Þar er menningarlífið og leikhúsin sem mig langar til að starfa við," segir Hreindís sem tók sín fyrstu spor í leiklistinni á sviði íVarmárskóla þar sem skólakór- inn setti upp leikritið Kardimommu- bæinn. „Eftir það hef ég verið óstöðvandi í áhuga mínum á leiklistinni. Hugurinn stefrúr á leiklistamám í London eftir stúdentinn og hvað gerist eftir það veit Guð einn. Annars er ég núna í skóla- hljómsveit Mosfellsbæjar þar sem ég spila á pikkolóflautu. Þetta er pínulítið hljóðfæri sem býr yfir svo miklum krafti að ég held að pikkolóflautan sé eitt örfárra hljóðfæra sem geta yfir- gnæft heila sinfóníuhljómsveit." En leiklistin á hug Hreindísar allan. „Leiklistin er útrás fyrir eitthvað innra með manni. Mér líður alltaf svo vel á sviði og að heyra „Leiklistin er útrás fyrír eitthvað innra með manni." klappið (og jafnvel uppklappið) eftir vel heppnaða sýningu er engu lagi líkt. Svo er ég að klára þriðja árið mitt í Söngskólanum í Reykjavík, en maður veit svo ekkert hvemig þetta fer á næsta ári þar sem harðar deilur hafa verið um styrki sveitarfélaganna til Söngskólans. Mér finnst það fáranlegt að okkur tónlistamemum sé mismun- að vegna búsetu að þessu leytinu og held að við þurfum að láta heyra meira í okkur til að námi okkar sé ekki stefnt í voða." Hreindís Ylva erfædd og uppalin f Mosfellsdalnum, dóttlr hjónanna Garöars ri:SV“.Sl?n,P,Pn,.nn, j”1^ISS?, Hún lauk grunnskólaprófi frá Varmárskóla með ágætlseinkunn og stundar nu nám við Menntaskólann við Hamrahlíð á nátturufræðibrau .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.