Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2006, Side 39
DV Síöast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR I. MARS 2006 39 Spurning dag Fylgdist þú með vetrar- ólympíuleikunum? Reyndi að fylgjast með Norðmönnum „Ég reyndi að fylgjast með mínum mönn- um, Norðmönnum, en því miðurgekk þeim ekki nógu vel." Inger Helene Bóasson Ijósmyndari. r „Ég verð að segja eins og er að ég fylgdist ekkert með þeim." Benedikt Haraldsson j^iifvélavirki^ „Nei, ég er ekki hlynntur iþróttum afþessu tagi." Atli Rúnar Ósk- arsson pípari. Milljónir fylgdust með vetrarólympíuleikunum ÍTórfnó sem eru nýafstaðnir. Beztu fjölmiðlarnir Bandarísk dagblöð eru beztu fjölmiölar í heimí. Þau ein stunda rannsóknir í einhverj- um mæli og hafa skil- ið eftir sig slóð sigra, Watergate, Pentagon Papers, Iran-Contra og svo framvegis. Ekkert hliðstætt þekkist í Evr- ópu. Bandarísku blöðin glíma að vísu við bann- helgi á sumum sviðum, eiga erfitt með að gagnrýna banda- rísk stríð og trúarsamfélög, en þau eru ekki lömuð af bannhelgi á nafnbirtingum og stórum fyrirsögnum, sem ríkir hér á landi. Að grunni hvílir geta dagblaðanna á mjög góðri menntun í blaðamennsku, en ekki í loðinni fjölmiðlafræði, sem tíðkast hér á landi. Bandarískar reglur Beztu bandarísku blöðin hafa flest umboðsmann lesenda og eigin siðareglur, sem eru ólíkar þvi, sem við þekkjum hér á landi. Andinn í bandarísk- um siðareglum fjöl- miðla er: Sannleikur- inn = góður vilji + mik- il vinna = staðfestingar + staðfestingar + stað- festingar. Sannleikurinn er torsóttur og flókinn, en menn komast næst honum með góðum vilja og mikilli vinnu, eins og Bernstein og Woodward sýndu í Watergate. Allt næst þetta fyrst og fremst með enda- lausri röð af staðfestingum. Hér á landi fela siðareglur blaðamanna í sér þægilegt boðorð letinnar: Oft má satt kyrrt liggja. Fullir stúdentar David Mindich prófessor í blaðamennsku skrifar um sam- skipti við nemendur út af því, að löggan handtók þá fyrir ölvun og uppistand á almannafæri. Nöfn- Mi in birtust í staðar- blaðinu að banda- rískri venju. Það þótti þeim afleitt, rétt eins og stúdent- um mundi finnast hér. Mind- ich lýsir tilraunum sínum til að segja þeim, að nafnbirt- ing sé eðlileg, til dæmis svo að öðruni stúdentum sé ekki kennt um fylleríið. Auk þess sé nafn- birting hluti af staðfestingum lífsins, hluti af for- múlunni: Hver gerði hvað, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna og hvað svo. Hann segist þó ekki hafa sann- fært nemendurna. Rétttrúnaður Siðanefnd þriggja lög- manna hefur svipt Ken Livingstone embætti borgar- stjóra í London í fjórar vikur og dæmt hann í tíu milljón króna máls- kostnað fyrir óviðurkvæmi- leg ummæli um gyðing. Löglega kjörinn stjórn- málamaður er sviptur embætti tímabundið fyrir skoðanir. Brezki sagn- fræðingurinn David Irving var dæmdur í Austurríki í þriggja ára fang- elsi fyrir efasemdir um helför gyðinga í síðari heimsstyrjöld- inni. í báðum tilvikum hef- ur félagslegur rétttrúnaður farið út í öfg-l ar. Fáránlegt1 er að taka| meinta vellíðan. fólks og trúar- flokka fram yfir mál- frelsi. Jónas Kristjánsson skrifar á jonas.is Það er eitthvað sem gerir mig alveg undna af aum- ingjahrolli þegar ég verð vitni að því að fólk skjallar lág- launavinnu sína með því að hún sé þó allavega góð lík- amsrækt. Um leið og mér finnst ég heyra hlátrasköllin í launagreiðendum finnst mér ég líka verða vör við ægilegan dyn undir ilj- unum um leið og Gvendur jaki og Aðal- heiður Bjarnfreðs snúa sér við í gröfum sínum og horfa undan þungum brúnum sínum á okkur hér sem förum svona hall- ærislega með alla þeirra baráttu fyrir rétti verkafólks. Eða er þjóðin búin að gleyma þeim? En nú eru greinilega aðrir tímar þegar hægt er að auglýsa eftir fólki í vinw i sem rétt slefar yfir hundrað þúsund kallinn á mánuði, með því að benda á að eitt það jákvæðasta við harkið sé að í því sé fólgin holl hreyfing, og ég veit fyrir víst að innan Póstsins er líka megrunarsam- keppni meðal starfsfólks. Hvað hefur eiginlega komið fyrir þjóðina okkar? Ekki það að þrælslundina hafi skort í gegnum tíðina, en að hún skuli vera orðin svona innilega hégóm- leg að heilbrigð stétta- vitund er flogin fvr- lr asekn í Eetray* utlit.« x meðvitund er flogin fyrir ásókn í betra útlit, sem alls ekki er hægt að öðlast fyrir víst þó svo vel sé tekið á því. Kannski er fólk einmitt óþægilega likt fyrir- bærinu sem hefur millinafnið Nótt og benti á það í þætti hjá Sirrý að það væri allt lagi þó svo að einhverjir sem svelta og svona komi í sjónvarpið, ef þau gætu bara litið huggulegar út og þess vegna betra að við sendum þeim fallegar tuskur til að deyja úr hungri í heldur en eitthvað annað. Er það kannski þannig að flestir sem vinna verka- mannavinnuna hér á landi séu af erlendu bergi brotn- ir og ekki ennþá búnir að ná utanum þetta ægilega orð á íslensku: mannréttindi? Afhverju ætli launabarátta sé orðið svo pirr- ndi umræðuefni á meðal fólks að það er allt að því vonlaust að vekja máls á henni án þess að verða brigslað um leiðindi og nei- kvæðni sem fari manni bara alls ekki... mar náttúrulega svo grannur og penn. Og manni skilst svo á fólki að ástæðan fyrir akfeitum fátæklingum sé mataræðið, sem einkennist af lélegu, ódýru fæði. Vonandi verður hégómagrindin þá það vogarafl í baráttunni fyrir bættum lífskjörum að hinir verst settu geti haft efni á því að fara í megrun! 1 Didda fRÉTTASÍW^V SEFUR ALDREI Viðtökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir hesta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er «: j ð|?2'^ 2oy'i ?rotr‘r> *h<

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.